Hvers vegna gránar hár? sigga dögg skrifar 4. febrúar 2015 09:00 Vísir/Getty Grátt hár er óumflýjanlegt fyrir fólk sem er með hár. Sumum þykir grátt hár merki um ótímabæra öldrun og því ákveðið tabú á meðan öðrum finnst það smart og merki um visku. Nú eða ef þú ert mjög hrifin af teiknimyndinni Frozen þá gæti þér einnig þótt það elegant, óháð aldri. Hár gránar vegna þess að þegar fólk tekur að eldast byrja frumur sem framleiða litarefni að hrörna og við það minnkar framleiðsla þeirra á litarefninu. Þegar hár er grátt þá eru enn smá leifar af litarefninu en þegar það er alveg horfið þá verður hárið hvítt. Almennt má gera ráð fyrir að þessi hrörnun byrji í kringum 30 ára aldur hjá körlum en 35 ára aldur hjá konum. Hár gránar því ekki vegna áfalla eða óþekktar barna eða álags vegna maka. Þó getur fólk lent í því að missa allt hárið mjög snöggt vegna sjálfsofnæmis og hárið sem vex tilbaka er grátt eða hvítt. Talið er að það hafi komið fyrir Marie Antoinette Frakklandsdrottningu.Þetta er þó einstaklingsbundið en í dag virðist hárið grána fyrr og eru tilgátur uppi um að það stafi af reykingum, skorti á B12 vítamíni, ójafnvægi í skjaldkirtli, blóðleysi, streitu, mengun og mataræði. Heilsa Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið
Grátt hár er óumflýjanlegt fyrir fólk sem er með hár. Sumum þykir grátt hár merki um ótímabæra öldrun og því ákveðið tabú á meðan öðrum finnst það smart og merki um visku. Nú eða ef þú ert mjög hrifin af teiknimyndinni Frozen þá gæti þér einnig þótt það elegant, óháð aldri. Hár gránar vegna þess að þegar fólk tekur að eldast byrja frumur sem framleiða litarefni að hrörna og við það minnkar framleiðsla þeirra á litarefninu. Þegar hár er grátt þá eru enn smá leifar af litarefninu en þegar það er alveg horfið þá verður hárið hvítt. Almennt má gera ráð fyrir að þessi hrörnun byrji í kringum 30 ára aldur hjá körlum en 35 ára aldur hjá konum. Hár gránar því ekki vegna áfalla eða óþekktar barna eða álags vegna maka. Þó getur fólk lent í því að missa allt hárið mjög snöggt vegna sjálfsofnæmis og hárið sem vex tilbaka er grátt eða hvítt. Talið er að það hafi komið fyrir Marie Antoinette Frakklandsdrottningu.Þetta er þó einstaklingsbundið en í dag virðist hárið grána fyrr og eru tilgátur uppi um að það stafi af reykingum, skorti á B12 vítamíni, ójafnvægi í skjaldkirtli, blóðleysi, streitu, mengun og mataræði.
Heilsa Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið