Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2015 10:56 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Danir unnu þriggja marka sigur, 36-33, á Slóvenum í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar í dag. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar mæta Króötum í leik um 5. sætið á morgun. Eins og lokatölurnar bera með sér var fátt um varnir í leiknum í dag og markvarsla liðanna var ekki upp á marga fiska, sérstaklega hjá Slóveníu. Sóknarleikur liðanna gekk hins vegar smurt þar sem hægri hornamennirnir, þeir Lasse Svan Hansen og Dragan Gajic, voru í aðalhlutverkum. Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum tilraunum og var öryggið uppmálað allan leikinn. Gajic, sem er markahæsti leikmaður HM, var litlu síðri en þessi magnaði hornamaður skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítaköstum. Slóvenar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks þrátt fyrir að hafa fengið þrjár brottvísanir á fyrstu tólf mínútunum. Slóvenía komst í fjórgang tveimur mörkum yfir en í stöðunni 6-8 kom frábær kafli hjá Dönum. Lærisveinar Guðmundar skelltu í lás í vörninni, Nicklas Landin fór að verja og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Danir skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 13-8. Vörn Slóveníu var hriplek allan leikinn og markverðirnir voru litlu skárri en þeir vörðu aðeins fjögur skot í öllum leiknum. Danir komust þrívegis sex mörkum yfir en Slóvenar áttu ágætis endasprett í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 18-15. Mads Christiansen sá hins vegar til þess að Danir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Christiansen átti frábæran leik í danska liðinu í dag; spilaði hverja einustu mínútu, skoraði sjö mörk og gaf tíu stoðsendingar. Seinni hálfleikurinn var jafn til að byrja með en í stöðunni 24-20 tóku Danir framúr, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og náðu sjö marka forystu, 29-22. Þegar þarna var komið við sögu voru dómararnir frá Katar búnir að reka tvo leikmenn Slóveníu, Matej Gaber og Miha Zvizej, af velli með beint rautt spjald fyrir mis alvarlegar sakir. Þrátt fyrir mótlætið gáfust Slóvenar ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 29-26. Þá var Guðmundi nóg boðið, tók leikhlé og brýndi sína menn. Danir náðu vopnum sínum á ný, juku muninn upp í fimm mörk og unnu að lokum þriggja marka sigur, 36-33. HM 2015 í Katar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Danir unnu þriggja marka sigur, 36-33, á Slóvenum í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar í dag. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar mæta Króötum í leik um 5. sætið á morgun. Eins og lokatölurnar bera með sér var fátt um varnir í leiknum í dag og markvarsla liðanna var ekki upp á marga fiska, sérstaklega hjá Slóveníu. Sóknarleikur liðanna gekk hins vegar smurt þar sem hægri hornamennirnir, þeir Lasse Svan Hansen og Dragan Gajic, voru í aðalhlutverkum. Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum tilraunum og var öryggið uppmálað allan leikinn. Gajic, sem er markahæsti leikmaður HM, var litlu síðri en þessi magnaði hornamaður skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítaköstum. Slóvenar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks þrátt fyrir að hafa fengið þrjár brottvísanir á fyrstu tólf mínútunum. Slóvenía komst í fjórgang tveimur mörkum yfir en í stöðunni 6-8 kom frábær kafli hjá Dönum. Lærisveinar Guðmundar skelltu í lás í vörninni, Nicklas Landin fór að verja og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Danir skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 13-8. Vörn Slóveníu var hriplek allan leikinn og markverðirnir voru litlu skárri en þeir vörðu aðeins fjögur skot í öllum leiknum. Danir komust þrívegis sex mörkum yfir en Slóvenar áttu ágætis endasprett í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 18-15. Mads Christiansen sá hins vegar til þess að Danir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Christiansen átti frábæran leik í danska liðinu í dag; spilaði hverja einustu mínútu, skoraði sjö mörk og gaf tíu stoðsendingar. Seinni hálfleikurinn var jafn til að byrja með en í stöðunni 24-20 tóku Danir framúr, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og náðu sjö marka forystu, 29-22. Þegar þarna var komið við sögu voru dómararnir frá Katar búnir að reka tvo leikmenn Slóveníu, Matej Gaber og Miha Zvizej, af velli með beint rautt spjald fyrir mis alvarlegar sakir. Þrátt fyrir mótlætið gáfust Slóvenar ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 29-26. Þá var Guðmundi nóg boðið, tók leikhlé og brýndi sína menn. Danir náðu vopnum sínum á ný, juku muninn upp í fimm mörk og unnu að lokum þriggja marka sigur, 36-33.
HM 2015 í Katar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira