Kraus: Segi ekkert um dómgæsluna fyrir framan myndavélarnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 30. janúar 2015 15:17 Jens Schöngarth skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja í dag. Vísir/Eva Björk Þýskaland mátti þola sitt annað tap í röð er liðið laut í lægra hald fyrir Króatíu, 28-23, á HM í handbolta. Fyrir vikið þurfa Þjóðverjar að vinna tapliðið úr viðureign Danmerkur og Slóveníu á morgun til að fá öruggt sæti í undankeppni Ólympíuleikanna 2016. „Við litum á þennan leik sem úrslitaleik en það dugði því miður ekki til. Við fáum annað tækifæri á morgun og þann leik verðum við einfaldlega að vinna,“ sagði Michael Müller eftir leikinn. „Við vildum ólmir vinna þennan leik en við mættum sterku króatísku liði og verðum bara að kyngja þessu tapi. Við byrjuðum vel, leiddum með þremur mörkum en þá byrjuðum við að kasta boltanum frá okkur og þeir refsuðu okkur grimmt,“ bætti Mimi Kraus við. „Við verðum að finna einhverja leið til að ná áttum á ný fyrir leikinn á morgun því hann ætlum við að vinna, sama hvað.“ Kraus var spurður um dómgæsluna en svar hans var einfalt. „Ég segi ekkert um hana fyrir framan allar þessar myndavélar.“ Hinn ungi Paul Drux var niðurlútur í viðtölunum eins og samherjar hans. „Þetta var synd en Króatarnir nýttu sér okkar veikleika vel og refsuðu okkur með hraðaupphlaupum,“ sagði Drux og bætti við að menn væru orðnir þreyttir. „Það hefur verið mikið spilað og leikurinn gegn Katar tók mikinn kraft úr okkur. En við verðum að jafna okkur fljótt fyrir leikinn á morgun.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Þýskaland mátti þola sitt annað tap í röð er liðið laut í lægra hald fyrir Króatíu, 28-23, á HM í handbolta. Fyrir vikið þurfa Þjóðverjar að vinna tapliðið úr viðureign Danmerkur og Slóveníu á morgun til að fá öruggt sæti í undankeppni Ólympíuleikanna 2016. „Við litum á þennan leik sem úrslitaleik en það dugði því miður ekki til. Við fáum annað tækifæri á morgun og þann leik verðum við einfaldlega að vinna,“ sagði Michael Müller eftir leikinn. „Við vildum ólmir vinna þennan leik en við mættum sterku króatísku liði og verðum bara að kyngja þessu tapi. Við byrjuðum vel, leiddum með þremur mörkum en þá byrjuðum við að kasta boltanum frá okkur og þeir refsuðu okkur grimmt,“ bætti Mimi Kraus við. „Við verðum að finna einhverja leið til að ná áttum á ný fyrir leikinn á morgun því hann ætlum við að vinna, sama hvað.“ Kraus var spurður um dómgæsluna en svar hans var einfalt. „Ég segi ekkert um hana fyrir framan allar þessar myndavélar.“ Hinn ungi Paul Drux var niðurlútur í viðtölunum eins og samherjar hans. „Þetta var synd en Króatarnir nýttu sér okkar veikleika vel og refsuðu okkur með hraðaupphlaupum,“ sagði Drux og bætti við að menn væru orðnir þreyttir. „Það hefur verið mikið spilað og leikurinn gegn Katar tók mikinn kraft úr okkur. En við verðum að jafna okkur fljótt fyrir leikinn á morgun.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira