Tesla Model X í prófunum Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 16:00 Myndband náðist í fyrsta skipti af hinum fjórhjóladrifna jepplingi Tesla Model X, sem kemur brátt á markað. Var hann þar við prófanir í Kaliforníu en bíllinn var hulinn dúk sem fela á útlit hans. Því miður stígur enginn út úr bílnum í myndskeiðinu, en þá hefðu vængjahurðir bílsins sést betur. Svo virðist sem prufuökumaðurinn sé mest að kanna upptak bílsins, en einnig eru teknar nokkrar hraðar beygjur sem bíllinn virðist ráða afar vel við. Dregist hefur mjög að setja þennan nýja bíl Tesla á markað og frestun á útkomu hans hafa verið margar. Upphafsdagsetningin var í enda árs 2013. Tesla hefur sagt að fyrirtækið vilji frekar fullkomna bílinn og draga með því markaðssetninguna, en að eiga það á hættu að setja á markað bíl sem ekki stenst fullkomlega kröfur kaupenda, sem og þeirra sjálfra. Tesla Model X er byggður á sama undirvagni og Tesla Model S bíllinn sem selst hefur ágætlega hér á landi. Tesla Model X er fyrsti jepplingurinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent
Myndband náðist í fyrsta skipti af hinum fjórhjóladrifna jepplingi Tesla Model X, sem kemur brátt á markað. Var hann þar við prófanir í Kaliforníu en bíllinn var hulinn dúk sem fela á útlit hans. Því miður stígur enginn út úr bílnum í myndskeiðinu, en þá hefðu vængjahurðir bílsins sést betur. Svo virðist sem prufuökumaðurinn sé mest að kanna upptak bílsins, en einnig eru teknar nokkrar hraðar beygjur sem bíllinn virðist ráða afar vel við. Dregist hefur mjög að setja þennan nýja bíl Tesla á markað og frestun á útkomu hans hafa verið margar. Upphafsdagsetningin var í enda árs 2013. Tesla hefur sagt að fyrirtækið vilji frekar fullkomna bílinn og draga með því markaðssetninguna, en að eiga það á hættu að setja á markað bíl sem ekki stenst fullkomlega kröfur kaupenda, sem og þeirra sjálfra. Tesla Model X er byggður á sama undirvagni og Tesla Model S bíllinn sem selst hefur ágætlega hér á landi. Tesla Model X er fyrsti jepplingurinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent