Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 81-64 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í Höllinni Árni Jóhannsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 31. janúar 2015 00:01 Carmen Tyson-Thomas er í lykilhlutverki hjá Keflavík. Vísir/Vilhelm Keflvíkingar tryggðu sér í dag farmiða í bikarúrslitaleikinn í Powerade bikar kvenna þegar þær sigruðu Snæfellskonur með 17 stiga mun, 81-64. Sigurinn hófst fyrst og fremst á góðum varnarleik heimakvenna og stórleik frá Carmen Thomas. Það verður því grannaslagur í Höllinni því Keflvíkingar mæta Grindavík eða Njarðvík í úrslitum. Gestirnir úr Stykkishólmi byrjuðu leikinn aðeins betur í TM-höllinni, eftir að heimakonur áttu fyrstu körfuna þá komust Snæfellingar fljott í fjögurra stiga forskot. Keflvíkingar náðu að vinna upp þann mun og komast yfir en þó ekki nema tveimur stigum. Leikurinn gekk síðan í bylgjum þar sem liðin skiptust á að skora en varnarleikur var þó í fyrirrúmi og hvorugt lið náði að slíta sig frá og leiddu heimakonur með einu stigi þegar fyrsta fjórðung var lokið. Aftur byrjuðu Snæfellingar betur í öðrum fjórðung og skoruðu fyrstu sex stig leikhlutans en Keflvíkingar svöruðu því áhlaupi með eigin sex stiga áhlaupi og gekk leikurinn þannig til hálfleiks. Varnarleikurliðanna var ákafur og á tímabili var eins og lok hefði verið sett á körfurnar í Keflavík en oftar en ekki náðu liðin þó ekki að taka skot vegna góðs varnarleiks. Keflvíkingar áttu lokaáhlaup leikhlutans og skoruðu seinustu sjö stigin og leiddu með fjórum stigum þegar vatnspásan í hálfleik var tekin. Carmen Thomas var komin með tvöfalda tvennu í hálfleik með 19 stig og 12 fráköst, stefndi hún ótrauð að þrenniuni í hálfleik en hún hafði stolið sjö boltum þegar flautað var til hálfleiks. Svipuð þróun var á leiknum og í fyrri hálfleik þegar seinni hálfleikur hófst, mikil barátta á báða bóga og áttu liðin á tímabili erfitt með að finna körfuna. Keflvíkingar náðu að halda forskoti sínu í fjórum til átta stigum framan af leikhluta en juku forskotið upp í 10 stig þegar flautað var til leikhlés milli þriðja og fjórða fjórðungs. Heimakonur náðu síðan algjörri yfirhönd á leiknum í fjórða leikhluta. Þær lokuðu vörn sinni og byrjuðu að hitta betur en gestirnir en það hafði verið vandamál beggja liða, það er hittnin. Þegar tæpar fimm mínútur lifðu af leiknum voru Keflvíkingar komnar í 20 stiga forystu og hægt var þar með að bóka farseðil heimakvenna í Laugardalshöllina 21. febrúar. Bæði lið skiptu minni spámönnum inn á en þær sýnd mjög góð tilþrif en sigurrinn var orðinn öruggur á þeim tímapunkti. Lokatölur 81-64. Carmen Thomas var atkvæðamest heimakvenna með 32 stig 18 fráköst og 8 stolna bolta en hjá Snæfellingum var Kristen McCarthy stigahæst með 22 stig en Snæfellingar hefðu þurft á betri hittni frá henni að halda en hún hitti 11 af 28 skotum sínum í dag.Carmen Tyson-Thomas: Lætur okkur líða vel þegar sigrarnir eru stórir Besti leikmaður vallarins í dag var, að öðrum ólöstuðum, Carmen Tyson-Thomas hjá Keflavík, hún var spurð að því hvað Keflvíkingar höfðu gert rétt til að tryggja sigurinn. „Aðalmálið var að við lékum sem lið, þegar við gerum það og gerum það sem við gerum best þá koma sigrar eins og þessi. Þetta snýst ekki um einstaklinginn heldur heildina og þegar lið átta sig á því þá tekst okkur að sigra sterk lið eins og Snæfell.“ „Það kom mér ekkert á óvart að munurinn hafi verið svona mikill í lokin, við vissum að þetta yrði hörkuleikur enda bæði lið á toppi deildarinnar. Það lætur okkur þó líða vel að sjá það þegar munurinn er svona mikill í lok leikja eins og í dag.“ Thomas vantaði tvo stolna bolta til að ná þrefaldri tvennu og var hún spurð hvort hún væri svekkt með að vera svo nálægt þrennunni. „Já ég er svekkt, ég mun líklega aldrei ná þrefaldri tvennu en það gerist þegar maður er latur“, sagði Thomas og hló. Henni er þó sama um tölfræði afrek svo framar sem að liðið vinnur leiki en um óskamótherja í úrslitaleiknum sagði hún: „Ég hef enga óskamótherja bara að liðið sem við mætum sé það sem stóð sig betur í undanúrslitunum.“Sigurður Ingimundarson: Þvílíkt góðar í vörn í öllum leiknum „Stelpurnar mínar voru bara þvílíkt góðar í vörn í öllum leiknum og það var mjög erfitt fyrir Snæfell að skora í allan dag“, sagði þjálfari Keflvíkinga þegar hann var spurður að því hvað hafi verið munurinn á liðunum í dag. „Sóknin okkar var frekar slök framan af leik en þegar hún small í gang þá er þetta frábært lið þegar þær spila eins og í dag. Það er stutt síðan liðin spiluðu og við erum kannski með aðeins meiri breidd og aðeins stærra lið en þær þannig að ég bjóst við því að það yrði okkur í hag og það var rétt.“ Sigurður hefur enga óskamótherja, hann veit það bara að það verður hörku úrslitaleikur í Höllinni þar sem tvö Suðurnesjalið mætast, um hugsanleg áhrif fyrir liðið að vinna svona leiki sagði hann: „Svona lið eins og okkar, sem er ungt lið en mjög góðar, þá hafa svona sigrar mjög góð áhrif á liðið. Sérstaklega ef spáð er í því hvernig svona leikir vinnast og menn læra af því þá er það gott.“Ingi Þór Steinþórsson: Ég hefði viljað tapa með fleiri brunasár á hnjánum og aðeins meira blóð á tönnunum Þjálfari Snæfells var spurður að því hvað hafi vantað upp á í dag, „Það vantaði alla áræðni hjá okkur í dag og á meðan við vorum að spila vel í byrjun leiks þá náðu Keflvíkingar að halda sér inn í leiknum í raun og veru á fráköstum og baráttu. Eins og á miðvikudaginn síðasta þá börðust þær meira en við og þegar þær fóru að hitta úr skotunum sínum þá var þetta farið um leið. Við hittum ekkert í dag og vorum ragar í skotunum og kaninn okkar tók alltof mörg skot í dag til að ná 22 stigum. Það var munurinn í dag, það er kanarnir hjá liðunum.“ „Keflavík fékk að halda og grípa okkur og við leyfðum þeim það og hörfuðum, hlutirnir duttu með þeim en þetta er gott lið og ekki að ástæðulausu að þeim var spáð titlinum í haust. Við hinsvegar þurfum að gera miklu betur en þetta ef við ætlum að vera í einhverri baráttu.“ Ingi var þá spurður að því hvort þetta tap myndi hafa áhrif út í deildarkeppnina. „Þetta herðir okkur, við eru alvöru keppnisfólk þannig að þetta herðir okkur. Nú er bikarinn farinn, við fengum erfiðasta dráttinn og það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna þó okkur hafi tekist það fyrr í vetur og við vitum það alveg. Þetta var mjög erfiður bikardráttur en ég hefði viljað tapa með fleiri brunasár á hnjánum og aðeins meira blóð á tönnunum. Ég sakna þess.“Tölfræði leiks: Keflavík-Snæfell 81-64 (16-15, 17-14, 21-15, 27-20)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 32/18 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir/3 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/5 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Bryndís Guðmundsdóttir 2/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 22/12 fráköst/5 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4/4 fráköst/3 varin skot, Silja Katrín Davíðsdóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 2/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson Keflavík - Snæfell: Bein textalýsing4. leikhluti | 81-65: Það verða stelpurnar úr Keflavík sem leika til úrslita í Powerade bikarnum þetta árið. Bæði lið sýndu fínustu tilþrif á lokamínútunum en í fjórða leikhluta var aldrei spurning um sigurvegara. 4. leikhluti | 76-61: Snæfellingar laga stöðuna örlítið af vítalínunni en það má fara að bóka þennan leik sem Keflavíkur sigur. 1:40 eftir. 4. leikhluti | 76-55: Skotin rata ofan í fyrir Keflavík, en ekki einu sinni vítin eru að fara ofan í fyrir Snæfell, þar liggur munurinn. Minni spákonur fá að koma inn á og klára leikinn hjá báðum liðum. 3 mín eftir. 4. leikhluti | 74-52: Munurinn er orðinn 20 stig og tæpar fimm mínútur til leiksloka, þetta lítur ansi vel út fyrir Keflvíkinga. 4. leikhluti | 69-50: Liðin skiptast á að skora núna og hentar það heimakonum mjög vel, þær bæta við einu stigi við forskotið sitt og það er orðið 19 stig þegar 5:33 eru til leiksloka. 4. leikhluti | 64-48: Carmen Thomas hefur þurft að yfirgefa völlinn sökum krampa en Keflvíkingar ná þrátt fyrir það að auka forskotið í 16 stig. Leikhlé tekið þegar 7:42 eru eftir.4. leikhluti | 59-48: Tvær sóknir í röð hjá heimakonum þá nær Carmen Thomas að skora og sækja villu. En bara í annað skiptið nær hún að nýta vítið. Munurinn er þó kominn í átta stig og Keflvíkingar hafa tögl á haldi. 8:35 eftir.4. leikhluti | 56-46: 10 mínútur frá höllinni. Bæði lið hafa skorað stig en áhorfendur hafa tekið við sér. 9:32 eftir.3. leikhluti | 54-44: Einn leikhluti eftir og Keflavík leiðir með stigum. Þær bættu við við þremur stigum og vörðust það vel að skotklukkan rann út hjá Snæfell en náðu ekki lokaskoti.3. leikhluti | 51-44: Vítaskotin eru ekki að detta með báðum liðum. Mér finnst eins og það sé langt síðan bæði vítin hafa farið ofan í. Keflvíkingar halda sjö stiga forystu þegar 1 mín. er eftir.3. leikhluti | 48-41: Enn einu sinni finna liðin ekki körfuna en varnarleikurinn er ógurlega ákafur. Mikil barátta og leikmenn liggja á stundum hver um annan þverann að reyna að vinna boltann. Leikurinn er mjög góð skemmtun. 2:46 eftir.3. leikhluti | 46-39: Ég sá ekki hvað gerðist en Thomas skoraði og fékk villu og í kjölfarið var dæmd tæknivilla á einhvern hjá Snæfellingum. Eitt vítið fór ofan í en sókn Keflvíkinga geigaði í kjölfarið. 5:35 eftir.3. leikhluti | 43-39: Mikið kapp er hlaupið í bæði liðin og skiptast þau á að skora. Munurinn er kominn niður í fjögur stig aftur en aftur eru Snæfellskonur að misnota víti. Það gæti orðið dýrt þegar upp er staðið. 6:14 eftir.3. leikhluti | 41-34: Leikhléið hefur tilætluð áhrif en Snæfellingar stela boltanum og skora þriggja stiga körfu en Keflvíkingar svara. 7:30 eftir.3. leikhluti | 39-31: Einhver sofandaháttur á Snæfellingu og Ingi Þór vill koma í veg fyrir að það geri frekari skaða og tekur leikhlé þegar 8:08 eru eftir. Heimakonur hafa tekið átta stiga forystu.3. leikhluti | 35-31: Keflvíkingar komast fyrst á blað en Snæfellingarnir svara um hæl af línunni. 9:10 eftir.3. leikhluti | 33-29: Seinni hálfleikur er hafinn. Þessi leikur er langt frá því að vera búinn þannig að fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með. 9:59 eftir.2. leikhluti | 33-29: HÁLFLEIKUR. Carmen Thomas kom Keflvíkingaum yfir en aftur misnotuðu Snæfellskonur tvö víti, sem er mjög dýrt. Keflvíkingar náðu ekki að nýta sér það í næstu sókn en unnu boltann strax aftur og áttu lokasókn hálfleiksins sem fór rétta leið. Aftur var Thomas á ferðinni en hún er komin með 19 stig, 12 fráköst og 7 stolna bolta. Semsagt stórleik. Keflavík leiðir með fjórum stigum.2. leikhluti | 29-29: Aftur eiga bæði lið erfitt með að skora utan af velli. Snæfellingar misnotuðu tvö víti en Keflvíkingar gerðu ekki sömu mistök og jafna leikinn þegar 1:23 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 27-29: Liðin skiptast á körfum en heimakonur hafa náð að saxa forskot Snæfells úr fjórum niður í tvö stig. 2:30 eftir.2. leikhluti | 23-27: Kristen MacCarthy nær að finna leiðina að körfuni, skora og auka forskot Snæfellinga. Heimakonur taka leikhlé þegar 3:41 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 23-25: Báðum liðum gengur erfiðlega að setja skot ofan í þessa stundina. Það er að segja ef þær ná skoti, ákafur varnarleikur hjá báðum liðum sem gera skotin erfið. 4:13 eftir.2. leikhluti | 23-25: Þessi leikur gengur í bylgjum, nú eru það Snæfellskonur sem skora fjögur stig á skömmum tíma og taka aftur forskotið. 6:38 eftir.2. leikhluti | 22-21: Keflvíkingar setja fjögur stig á skömmum tíma í körfuna og síðan er dæmd óíþróttamannsleg villa á Gunnhildi Gunnarsd. í liði Snæfellinga. Thomas setur bæði vítin niður en sókn Keflvíkinga eftir vítin geigar. Hörkuspenna í Keflavík. 7:33 eftir.2. leikhluti | 16-21: Gestirnir úr Stykkishólmi byrja annan leikhluta betur. Skora fyrstu 6 stigin og ákafinn í varnarleik þeirra hefur aukist til muna. Keflvíkingar tapa boltanum tvisvar með skömmu millibili. 8:30 eftir.2. leikhluti | 16-17: Snæfell hefur annan fjórðung og kemst aftur yfir, ekki lengi gert. 9:50 eftir.1. leikhluti | 16-15: Fyrsti leikhluti er búinn. Liðin skiptust á körfum á seinustu mínútunni. Varnarleikur hefur verið til fyrirmyndar. Keflavík leiðir með einu stigi.1. leikhluti | 14-13: Gott spil leysir varnarleik gestanna og Keflavík kemst yfir. 2:09 eftir.1. leikhluti | 12-13: Munurinn er eitt stig þegar þrjár mínútur lifa af fyrsta fjórðung. Bæði lið hafa sýnt fín varnartilþrif . Leikhlé tekið af heimamönnum.1. leikhluti | 10-13: Snæfellingar eru komnar aftur yfir en þær fengu ansi mörg tækifæri í sömu sókninni. Líklega fjögur sóknarfráköst. Hildur Sigurðardóttir skoraði úr sniðskoti og víti og kom gestunum yfir. 3:55 eftir.1. leikhluti | 10-8: Thomas setti bæði vítin niður og Keflvíkingar komnir yfir í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútu. 5:47 eftir.1. leikhluti | 8-8: Keflvíkingar ná að jafna metin og eiga möguleika á því að komast yfir, góður varnarleikur skilar því. Thomas er á leiðinni á vítalínuna þegar Snæfell tekur leikhlé. 5:47 eftir.1. leikhluti | 4-8: Snæfellingar byrja betur og eru komnar með fjögurra stiga forskot. Tveir þristar hafa ratað rétta leið. 7 mín. eftir.1. leikhluti | 2-3: Þetta byrjar með miklum látum, Keflvíkingar komust yfir eftir 10 sek. en Snæfellingar voru snöggar að svara með þriggja stiga körfu. 9:30 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það er Keflavík sem nær boltanum og á fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Liðin eru kynnt til leiks og eftir það er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja þennan leik. Ég verð nú að segja að miðað við mikilvægi þessa leiks eru skammarlega fáir áhorfendur í stúkunni.Fyrir leik: Liðin sem mætast í dag í TM-höllinni eru toppliðin í Dominos-deild kvenna þegar þrjár umferðir eru þangað til deildarkeppninni lýkur. Snæfell vermir toppsætið með 32 stig og Keflavík er skör fyrir neðan í öðru sæti með 30 stig. Næsta lið fyrir neðan er Grindavík með 24 stig og því næsta víst að þessi lið muni enda tvö efst fyrir úrslitakeppnina. Eina spurningin er hvort liðið verður fyrir ofan.Fyrir leik: Það er stutt síðan sömu lið áttust við í deildinni og á sama stað en síðastliðið miðvikudagskvöld voru Snæfellingar í heimsókn. Þá fóru heimakonur með sigur af hólmi 85-72 þar sem Carmen Tyson Thomas skoraði 34 stig og hirti 14 fráköst fyrir heimakonur og Kristen Denise McCarthy skoraði 27 stig og reif niður 10 fráköst fyrir Snæfellinga.Fyrir leik: Snæfellskonur geta komist í bikarúrslitin annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.Fyrir leik: Keflavík tapaði á heimavelli á móti Haukum í undanúrslitum bikarsins í fyrra en fór alla leið og vann bikarinn fyrir tveimur árum.Fyrir leik: Keflavík vann 73-70 útisigur á Snæfelli þegar liðin mættust í fyrsta og eina skiptið í undanúrslitum bikarsins árið 2012. Dominos-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Keflvíkingar tryggðu sér í dag farmiða í bikarúrslitaleikinn í Powerade bikar kvenna þegar þær sigruðu Snæfellskonur með 17 stiga mun, 81-64. Sigurinn hófst fyrst og fremst á góðum varnarleik heimakvenna og stórleik frá Carmen Thomas. Það verður því grannaslagur í Höllinni því Keflvíkingar mæta Grindavík eða Njarðvík í úrslitum. Gestirnir úr Stykkishólmi byrjuðu leikinn aðeins betur í TM-höllinni, eftir að heimakonur áttu fyrstu körfuna þá komust Snæfellingar fljott í fjögurra stiga forskot. Keflvíkingar náðu að vinna upp þann mun og komast yfir en þó ekki nema tveimur stigum. Leikurinn gekk síðan í bylgjum þar sem liðin skiptust á að skora en varnarleikur var þó í fyrirrúmi og hvorugt lið náði að slíta sig frá og leiddu heimakonur með einu stigi þegar fyrsta fjórðung var lokið. Aftur byrjuðu Snæfellingar betur í öðrum fjórðung og skoruðu fyrstu sex stig leikhlutans en Keflvíkingar svöruðu því áhlaupi með eigin sex stiga áhlaupi og gekk leikurinn þannig til hálfleiks. Varnarleikurliðanna var ákafur og á tímabili var eins og lok hefði verið sett á körfurnar í Keflavík en oftar en ekki náðu liðin þó ekki að taka skot vegna góðs varnarleiks. Keflvíkingar áttu lokaáhlaup leikhlutans og skoruðu seinustu sjö stigin og leiddu með fjórum stigum þegar vatnspásan í hálfleik var tekin. Carmen Thomas var komin með tvöfalda tvennu í hálfleik með 19 stig og 12 fráköst, stefndi hún ótrauð að þrenniuni í hálfleik en hún hafði stolið sjö boltum þegar flautað var til hálfleiks. Svipuð þróun var á leiknum og í fyrri hálfleik þegar seinni hálfleikur hófst, mikil barátta á báða bóga og áttu liðin á tímabili erfitt með að finna körfuna. Keflvíkingar náðu að halda forskoti sínu í fjórum til átta stigum framan af leikhluta en juku forskotið upp í 10 stig þegar flautað var til leikhlés milli þriðja og fjórða fjórðungs. Heimakonur náðu síðan algjörri yfirhönd á leiknum í fjórða leikhluta. Þær lokuðu vörn sinni og byrjuðu að hitta betur en gestirnir en það hafði verið vandamál beggja liða, það er hittnin. Þegar tæpar fimm mínútur lifðu af leiknum voru Keflvíkingar komnar í 20 stiga forystu og hægt var þar með að bóka farseðil heimakvenna í Laugardalshöllina 21. febrúar. Bæði lið skiptu minni spámönnum inn á en þær sýnd mjög góð tilþrif en sigurrinn var orðinn öruggur á þeim tímapunkti. Lokatölur 81-64. Carmen Thomas var atkvæðamest heimakvenna með 32 stig 18 fráköst og 8 stolna bolta en hjá Snæfellingum var Kristen McCarthy stigahæst með 22 stig en Snæfellingar hefðu þurft á betri hittni frá henni að halda en hún hitti 11 af 28 skotum sínum í dag.Carmen Tyson-Thomas: Lætur okkur líða vel þegar sigrarnir eru stórir Besti leikmaður vallarins í dag var, að öðrum ólöstuðum, Carmen Tyson-Thomas hjá Keflavík, hún var spurð að því hvað Keflvíkingar höfðu gert rétt til að tryggja sigurinn. „Aðalmálið var að við lékum sem lið, þegar við gerum það og gerum það sem við gerum best þá koma sigrar eins og þessi. Þetta snýst ekki um einstaklinginn heldur heildina og þegar lið átta sig á því þá tekst okkur að sigra sterk lið eins og Snæfell.“ „Það kom mér ekkert á óvart að munurinn hafi verið svona mikill í lokin, við vissum að þetta yrði hörkuleikur enda bæði lið á toppi deildarinnar. Það lætur okkur þó líða vel að sjá það þegar munurinn er svona mikill í lok leikja eins og í dag.“ Thomas vantaði tvo stolna bolta til að ná þrefaldri tvennu og var hún spurð hvort hún væri svekkt með að vera svo nálægt þrennunni. „Já ég er svekkt, ég mun líklega aldrei ná þrefaldri tvennu en það gerist þegar maður er latur“, sagði Thomas og hló. Henni er þó sama um tölfræði afrek svo framar sem að liðið vinnur leiki en um óskamótherja í úrslitaleiknum sagði hún: „Ég hef enga óskamótherja bara að liðið sem við mætum sé það sem stóð sig betur í undanúrslitunum.“Sigurður Ingimundarson: Þvílíkt góðar í vörn í öllum leiknum „Stelpurnar mínar voru bara þvílíkt góðar í vörn í öllum leiknum og það var mjög erfitt fyrir Snæfell að skora í allan dag“, sagði þjálfari Keflvíkinga þegar hann var spurður að því hvað hafi verið munurinn á liðunum í dag. „Sóknin okkar var frekar slök framan af leik en þegar hún small í gang þá er þetta frábært lið þegar þær spila eins og í dag. Það er stutt síðan liðin spiluðu og við erum kannski með aðeins meiri breidd og aðeins stærra lið en þær þannig að ég bjóst við því að það yrði okkur í hag og það var rétt.“ Sigurður hefur enga óskamótherja, hann veit það bara að það verður hörku úrslitaleikur í Höllinni þar sem tvö Suðurnesjalið mætast, um hugsanleg áhrif fyrir liðið að vinna svona leiki sagði hann: „Svona lið eins og okkar, sem er ungt lið en mjög góðar, þá hafa svona sigrar mjög góð áhrif á liðið. Sérstaklega ef spáð er í því hvernig svona leikir vinnast og menn læra af því þá er það gott.“Ingi Þór Steinþórsson: Ég hefði viljað tapa með fleiri brunasár á hnjánum og aðeins meira blóð á tönnunum Þjálfari Snæfells var spurður að því hvað hafi vantað upp á í dag, „Það vantaði alla áræðni hjá okkur í dag og á meðan við vorum að spila vel í byrjun leiks þá náðu Keflvíkingar að halda sér inn í leiknum í raun og veru á fráköstum og baráttu. Eins og á miðvikudaginn síðasta þá börðust þær meira en við og þegar þær fóru að hitta úr skotunum sínum þá var þetta farið um leið. Við hittum ekkert í dag og vorum ragar í skotunum og kaninn okkar tók alltof mörg skot í dag til að ná 22 stigum. Það var munurinn í dag, það er kanarnir hjá liðunum.“ „Keflavík fékk að halda og grípa okkur og við leyfðum þeim það og hörfuðum, hlutirnir duttu með þeim en þetta er gott lið og ekki að ástæðulausu að þeim var spáð titlinum í haust. Við hinsvegar þurfum að gera miklu betur en þetta ef við ætlum að vera í einhverri baráttu.“ Ingi var þá spurður að því hvort þetta tap myndi hafa áhrif út í deildarkeppnina. „Þetta herðir okkur, við eru alvöru keppnisfólk þannig að þetta herðir okkur. Nú er bikarinn farinn, við fengum erfiðasta dráttinn og það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna þó okkur hafi tekist það fyrr í vetur og við vitum það alveg. Þetta var mjög erfiður bikardráttur en ég hefði viljað tapa með fleiri brunasár á hnjánum og aðeins meira blóð á tönnunum. Ég sakna þess.“Tölfræði leiks: Keflavík-Snæfell 81-64 (16-15, 17-14, 21-15, 27-20)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 32/18 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir/3 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/5 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Bryndís Guðmundsdóttir 2/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 22/12 fráköst/5 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4/4 fráköst/3 varin skot, Silja Katrín Davíðsdóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 2/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson Keflavík - Snæfell: Bein textalýsing4. leikhluti | 81-65: Það verða stelpurnar úr Keflavík sem leika til úrslita í Powerade bikarnum þetta árið. Bæði lið sýndu fínustu tilþrif á lokamínútunum en í fjórða leikhluta var aldrei spurning um sigurvegara. 4. leikhluti | 76-61: Snæfellingar laga stöðuna örlítið af vítalínunni en það má fara að bóka þennan leik sem Keflavíkur sigur. 1:40 eftir. 4. leikhluti | 76-55: Skotin rata ofan í fyrir Keflavík, en ekki einu sinni vítin eru að fara ofan í fyrir Snæfell, þar liggur munurinn. Minni spákonur fá að koma inn á og klára leikinn hjá báðum liðum. 3 mín eftir. 4. leikhluti | 74-52: Munurinn er orðinn 20 stig og tæpar fimm mínútur til leiksloka, þetta lítur ansi vel út fyrir Keflvíkinga. 4. leikhluti | 69-50: Liðin skiptast á að skora núna og hentar það heimakonum mjög vel, þær bæta við einu stigi við forskotið sitt og það er orðið 19 stig þegar 5:33 eru til leiksloka. 4. leikhluti | 64-48: Carmen Thomas hefur þurft að yfirgefa völlinn sökum krampa en Keflvíkingar ná þrátt fyrir það að auka forskotið í 16 stig. Leikhlé tekið þegar 7:42 eru eftir.4. leikhluti | 59-48: Tvær sóknir í röð hjá heimakonum þá nær Carmen Thomas að skora og sækja villu. En bara í annað skiptið nær hún að nýta vítið. Munurinn er þó kominn í átta stig og Keflvíkingar hafa tögl á haldi. 8:35 eftir.4. leikhluti | 56-46: 10 mínútur frá höllinni. Bæði lið hafa skorað stig en áhorfendur hafa tekið við sér. 9:32 eftir.3. leikhluti | 54-44: Einn leikhluti eftir og Keflavík leiðir með stigum. Þær bættu við við þremur stigum og vörðust það vel að skotklukkan rann út hjá Snæfell en náðu ekki lokaskoti.3. leikhluti | 51-44: Vítaskotin eru ekki að detta með báðum liðum. Mér finnst eins og það sé langt síðan bæði vítin hafa farið ofan í. Keflvíkingar halda sjö stiga forystu þegar 1 mín. er eftir.3. leikhluti | 48-41: Enn einu sinni finna liðin ekki körfuna en varnarleikurinn er ógurlega ákafur. Mikil barátta og leikmenn liggja á stundum hver um annan þverann að reyna að vinna boltann. Leikurinn er mjög góð skemmtun. 2:46 eftir.3. leikhluti | 46-39: Ég sá ekki hvað gerðist en Thomas skoraði og fékk villu og í kjölfarið var dæmd tæknivilla á einhvern hjá Snæfellingum. Eitt vítið fór ofan í en sókn Keflvíkinga geigaði í kjölfarið. 5:35 eftir.3. leikhluti | 43-39: Mikið kapp er hlaupið í bæði liðin og skiptast þau á að skora. Munurinn er kominn niður í fjögur stig aftur en aftur eru Snæfellskonur að misnota víti. Það gæti orðið dýrt þegar upp er staðið. 6:14 eftir.3. leikhluti | 41-34: Leikhléið hefur tilætluð áhrif en Snæfellingar stela boltanum og skora þriggja stiga körfu en Keflvíkingar svara. 7:30 eftir.3. leikhluti | 39-31: Einhver sofandaháttur á Snæfellingu og Ingi Þór vill koma í veg fyrir að það geri frekari skaða og tekur leikhlé þegar 8:08 eru eftir. Heimakonur hafa tekið átta stiga forystu.3. leikhluti | 35-31: Keflvíkingar komast fyrst á blað en Snæfellingarnir svara um hæl af línunni. 9:10 eftir.3. leikhluti | 33-29: Seinni hálfleikur er hafinn. Þessi leikur er langt frá því að vera búinn þannig að fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með. 9:59 eftir.2. leikhluti | 33-29: HÁLFLEIKUR. Carmen Thomas kom Keflvíkingaum yfir en aftur misnotuðu Snæfellskonur tvö víti, sem er mjög dýrt. Keflvíkingar náðu ekki að nýta sér það í næstu sókn en unnu boltann strax aftur og áttu lokasókn hálfleiksins sem fór rétta leið. Aftur var Thomas á ferðinni en hún er komin með 19 stig, 12 fráköst og 7 stolna bolta. Semsagt stórleik. Keflavík leiðir með fjórum stigum.2. leikhluti | 29-29: Aftur eiga bæði lið erfitt með að skora utan af velli. Snæfellingar misnotuðu tvö víti en Keflvíkingar gerðu ekki sömu mistök og jafna leikinn þegar 1:23 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 27-29: Liðin skiptast á körfum en heimakonur hafa náð að saxa forskot Snæfells úr fjórum niður í tvö stig. 2:30 eftir.2. leikhluti | 23-27: Kristen MacCarthy nær að finna leiðina að körfuni, skora og auka forskot Snæfellinga. Heimakonur taka leikhlé þegar 3:41 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 23-25: Báðum liðum gengur erfiðlega að setja skot ofan í þessa stundina. Það er að segja ef þær ná skoti, ákafur varnarleikur hjá báðum liðum sem gera skotin erfið. 4:13 eftir.2. leikhluti | 23-25: Þessi leikur gengur í bylgjum, nú eru það Snæfellskonur sem skora fjögur stig á skömmum tíma og taka aftur forskotið. 6:38 eftir.2. leikhluti | 22-21: Keflvíkingar setja fjögur stig á skömmum tíma í körfuna og síðan er dæmd óíþróttamannsleg villa á Gunnhildi Gunnarsd. í liði Snæfellinga. Thomas setur bæði vítin niður en sókn Keflvíkinga eftir vítin geigar. Hörkuspenna í Keflavík. 7:33 eftir.2. leikhluti | 16-21: Gestirnir úr Stykkishólmi byrja annan leikhluta betur. Skora fyrstu 6 stigin og ákafinn í varnarleik þeirra hefur aukist til muna. Keflvíkingar tapa boltanum tvisvar með skömmu millibili. 8:30 eftir.2. leikhluti | 16-17: Snæfell hefur annan fjórðung og kemst aftur yfir, ekki lengi gert. 9:50 eftir.1. leikhluti | 16-15: Fyrsti leikhluti er búinn. Liðin skiptust á körfum á seinustu mínútunni. Varnarleikur hefur verið til fyrirmyndar. Keflavík leiðir með einu stigi.1. leikhluti | 14-13: Gott spil leysir varnarleik gestanna og Keflavík kemst yfir. 2:09 eftir.1. leikhluti | 12-13: Munurinn er eitt stig þegar þrjár mínútur lifa af fyrsta fjórðung. Bæði lið hafa sýnt fín varnartilþrif . Leikhlé tekið af heimamönnum.1. leikhluti | 10-13: Snæfellingar eru komnar aftur yfir en þær fengu ansi mörg tækifæri í sömu sókninni. Líklega fjögur sóknarfráköst. Hildur Sigurðardóttir skoraði úr sniðskoti og víti og kom gestunum yfir. 3:55 eftir.1. leikhluti | 10-8: Thomas setti bæði vítin niður og Keflvíkingar komnir yfir í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútu. 5:47 eftir.1. leikhluti | 8-8: Keflvíkingar ná að jafna metin og eiga möguleika á því að komast yfir, góður varnarleikur skilar því. Thomas er á leiðinni á vítalínuna þegar Snæfell tekur leikhlé. 5:47 eftir.1. leikhluti | 4-8: Snæfellingar byrja betur og eru komnar með fjögurra stiga forskot. Tveir þristar hafa ratað rétta leið. 7 mín. eftir.1. leikhluti | 2-3: Þetta byrjar með miklum látum, Keflvíkingar komust yfir eftir 10 sek. en Snæfellingar voru snöggar að svara með þriggja stiga körfu. 9:30 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það er Keflavík sem nær boltanum og á fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Liðin eru kynnt til leiks og eftir það er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja þennan leik. Ég verð nú að segja að miðað við mikilvægi þessa leiks eru skammarlega fáir áhorfendur í stúkunni.Fyrir leik: Liðin sem mætast í dag í TM-höllinni eru toppliðin í Dominos-deild kvenna þegar þrjár umferðir eru þangað til deildarkeppninni lýkur. Snæfell vermir toppsætið með 32 stig og Keflavík er skör fyrir neðan í öðru sæti með 30 stig. Næsta lið fyrir neðan er Grindavík með 24 stig og því næsta víst að þessi lið muni enda tvö efst fyrir úrslitakeppnina. Eina spurningin er hvort liðið verður fyrir ofan.Fyrir leik: Það er stutt síðan sömu lið áttust við í deildinni og á sama stað en síðastliðið miðvikudagskvöld voru Snæfellingar í heimsókn. Þá fóru heimakonur með sigur af hólmi 85-72 þar sem Carmen Tyson Thomas skoraði 34 stig og hirti 14 fráköst fyrir heimakonur og Kristen Denise McCarthy skoraði 27 stig og reif niður 10 fráköst fyrir Snæfellinga.Fyrir leik: Snæfellskonur geta komist í bikarúrslitin annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.Fyrir leik: Keflavík tapaði á heimavelli á móti Haukum í undanúrslitum bikarsins í fyrra en fór alla leið og vann bikarinn fyrir tveimur árum.Fyrir leik: Keflavík vann 73-70 útisigur á Snæfelli þegar liðin mættust í fyrsta og eina skiptið í undanúrslitum bikarsins árið 2012.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira