Erlent

Ný eyja myndast við Tonga

Atli Ísleifsson skrifar
Gosið hefur staðið yfir í um mánuð um 65 kílómetrum norðvestur af Nuku'alofa, höfuðborg Tonga.
Gosið hefur staðið yfir í um mánuð um 65 kílómetrum norðvestur af Nuku'alofa, höfuðborg Tonga. Vísir/AP
Eldsumbrot nærri eyjunni Tonga í Eyjahafi hafa leitt til myndunar nýrrar eyjar. Vísindamenn telja þó líklegt að hún muni aftur hverfa áður en langt um líður.

Gosið hefur staðið yfir í um mánuð um 65 kílómetrum norðvestur af Nuku'alofa, höfuðborg Tonga. Í frétt AP segir að gosið hafi hafi umtalsverð áhrif á flugumferð til og frá eyjaklasanum.

Nýsjálenski eldhjallafræðingurinn Nico Fournier fór á báti að hinni nýju eyju um síðustu helgi og segir að eyjan sé um 2 sinnum 1,5 kílómetrar að stærð og að hæstu punktur eyjarinnar sé um 100 metrar yfir sjávarmáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×