Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2015 15:52 Bara vinir. Eiríkur segir að nú séu samskipti hans og Manuelu Óskar eins og á þingflokksfundi Bjartrar framtíðar. Enginn ágreiningur. Eiríkur Jónsson ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt braut blað í fjölmiðlasögunni nú í vikunni þegar hann birti afsökunarbeiðni á forsíðu blaðsins: Þokkadísin Manuela Ósk er beðin afsökunar á frétt sem „ekki reyndist alveg sannleikanum samkvæm.“ Eiríkur segist leggja mikið uppúr því að allt sé satt og rétt sem stendur í Séð og heyrt. „Það gilda sömu reglur við vinnslu frétta og hjá CNN, New York Times og Fréttablaðinu. Það bara er þannig og þegar eitthvað misferst er það leiðrétt umsvifalaus nema ef vera skyldi stafsetningarvillur,“ segir Eiríkur og vill meina að hann sé að taka þetta uppá næsta stig með því að vekja með svo afgerandi hætti athygli á afsökunarbeiðninni. Eiríkur vitnar í Mark Twain og félaga í árdaga blaðamennskunnar sem sögðu að afsökunarbeiðnir fjölmiðlanna væru besta lesefnið hverju sinni. „Forsíða er samansett af tilvísunum,“ segir Eiríkur. Og þar er þetta. „Ég er ekki að segja að þetta eigi að vera regla en kannski til að skerpa á þessari reglu að allt sé satt og rétt. Þessi tegund fjölmiðla hefur legið undir því alltof lengi, og sérstaklega á Íslandi, að þetta sé allt bull og vitleysa, en þannig er það vitaskuld ekki. Þetta er allt satt og rétt. Þetta er allt séð og heyrt.“Nema þessi vitleysa, eða hvað? „Mark Twain sagði að þetta hefði getað hafa verið og Manuela Ósk hefði getað verið ástfangin í New York,“ segir Eiríkur en það var einmitt þar sem hnífurinn stóð í kúnni. „Eins og svo oft áður þá er málið ástin. Já. Um það snérist fréttin. Og hún var með manni í New York á körfuboltaleik. Samkvæmt okkar heimildum okkar voru þau þar í ástargöngu á Manhattan, hönd í hönd í bliki ljósaskiltanna. En, svo kemur á daginn, að þetta reyndust því miður ekki nógu traustar heimildir, hún gerði athugasemdir við þetta sem teknar voru til greina og hún beðin afsökunar. Sú afsökunarbeiðni var borin undir hana og hún var sátt. Þannig að nú er bara allt á milli okkar eins og gerist best í þingflokki Bjartrar framtíðar, öll dýrin í skóginum vinir.“Nú er allt ykkar á milli sólskin og sleikipinnar? Þá í merkingunni að samskiptin hafi áður verið stormasöm og ýmislegt gengið á? „Neinei, það gekk ekkert mikið á. Þetta var lendingin. Eina merkilegt við þetta er að vísað er til afsökunarbeiðninnar á forsíðu,“ segir Eiríkur Jónsson, sem enn heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld fjölmiðlasögunnar eftir litríkan feril í blaðamennsku – og leikur við hvurn sinn fingur. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Eiríkur Jónsson ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt braut blað í fjölmiðlasögunni nú í vikunni þegar hann birti afsökunarbeiðni á forsíðu blaðsins: Þokkadísin Manuela Ósk er beðin afsökunar á frétt sem „ekki reyndist alveg sannleikanum samkvæm.“ Eiríkur segist leggja mikið uppúr því að allt sé satt og rétt sem stendur í Séð og heyrt. „Það gilda sömu reglur við vinnslu frétta og hjá CNN, New York Times og Fréttablaðinu. Það bara er þannig og þegar eitthvað misferst er það leiðrétt umsvifalaus nema ef vera skyldi stafsetningarvillur,“ segir Eiríkur og vill meina að hann sé að taka þetta uppá næsta stig með því að vekja með svo afgerandi hætti athygli á afsökunarbeiðninni. Eiríkur vitnar í Mark Twain og félaga í árdaga blaðamennskunnar sem sögðu að afsökunarbeiðnir fjölmiðlanna væru besta lesefnið hverju sinni. „Forsíða er samansett af tilvísunum,“ segir Eiríkur. Og þar er þetta. „Ég er ekki að segja að þetta eigi að vera regla en kannski til að skerpa á þessari reglu að allt sé satt og rétt. Þessi tegund fjölmiðla hefur legið undir því alltof lengi, og sérstaklega á Íslandi, að þetta sé allt bull og vitleysa, en þannig er það vitaskuld ekki. Þetta er allt satt og rétt. Þetta er allt séð og heyrt.“Nema þessi vitleysa, eða hvað? „Mark Twain sagði að þetta hefði getað hafa verið og Manuela Ósk hefði getað verið ástfangin í New York,“ segir Eiríkur en það var einmitt þar sem hnífurinn stóð í kúnni. „Eins og svo oft áður þá er málið ástin. Já. Um það snérist fréttin. Og hún var með manni í New York á körfuboltaleik. Samkvæmt okkar heimildum okkar voru þau þar í ástargöngu á Manhattan, hönd í hönd í bliki ljósaskiltanna. En, svo kemur á daginn, að þetta reyndust því miður ekki nógu traustar heimildir, hún gerði athugasemdir við þetta sem teknar voru til greina og hún beðin afsökunar. Sú afsökunarbeiðni var borin undir hana og hún var sátt. Þannig að nú er bara allt á milli okkar eins og gerist best í þingflokki Bjartrar framtíðar, öll dýrin í skóginum vinir.“Nú er allt ykkar á milli sólskin og sleikipinnar? Þá í merkingunni að samskiptin hafi áður verið stormasöm og ýmislegt gengið á? „Neinei, það gekk ekkert mikið á. Þetta var lendingin. Eina merkilegt við þetta er að vísað er til afsökunarbeiðninnar á forsíðu,“ segir Eiríkur Jónsson, sem enn heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld fjölmiðlasögunnar eftir litríkan feril í blaðamennsku – og leikur við hvurn sinn fingur.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira