Máttur snertingar SIGGA DÖGG skrifar 26. janúar 2015 11:00 Snerting er lífsnauðsynleg, fyrir unga sem aldna Vísir/Getty Snerting milli einstaklinga skiptir sköpum svo manneskja getur þrifist og dafnað. Eftirfarandi staðreyndir um snertingu ganga útfrá því að snertingin sé ekki óviðeigandi.1. Létt snerting á handlegg leiðir til þess að þú ert líklegri til að skila hlut sem einhver missti, jafnvel fjármunum. Í einni rannsókn þá gaf fólk þjóni hærra reiðufé ef þjóninn rétt snerti viðskiptavininn.2. Fólk er líklegra til að veita hjálparhönd ef það hefur verið rétt snert áður en aðstoðar er þörf.3. Bón verður auðveldari í framkvæmd ef þú snertir viðkomandi á upphandlegginn því þá er sá líklegri til að verða við bóninni.4. Ef þú snertir fólk tvisvar á handlegginn þá er það enn líklegra til að verða við bóninni, sérstaklega ef það er kona sem spyr karlmann.5. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá getur það borgað sig fyrir sölumanninn að snerta þig á handlegginn því þá ert þú líklegri til að ganga frá kaupum.6. Í rómantísku samhengi þá skiptir snerting sem er ekki kynferðisleg máli og er fólk líklegra til að gefa símanúmerið sitt eftir að hafa verið snert nema karlar virtust oftar misskilja saklausa snertingu sem kynferðislega tilburði.7. Þeir sem snerta aðra eru gjarnan taldir hafa aukið vald, frekar en þeir sem eru snertir.8. Við getum greint helstu tilfinningar þess sem snertir útfrá snertingunni einni saman.9. Nemendur sem fóru tvisvar í viku í nudd í fimm vikur voru afslappaðri og gekk betur í stærðfræðiprófi í kjölfarið. Þetta gæti því verið kjörið ráð fyrir alla nemendur í lokaprófum. Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Snerting milli einstaklinga skiptir sköpum svo manneskja getur þrifist og dafnað. Eftirfarandi staðreyndir um snertingu ganga útfrá því að snertingin sé ekki óviðeigandi.1. Létt snerting á handlegg leiðir til þess að þú ert líklegri til að skila hlut sem einhver missti, jafnvel fjármunum. Í einni rannsókn þá gaf fólk þjóni hærra reiðufé ef þjóninn rétt snerti viðskiptavininn.2. Fólk er líklegra til að veita hjálparhönd ef það hefur verið rétt snert áður en aðstoðar er þörf.3. Bón verður auðveldari í framkvæmd ef þú snertir viðkomandi á upphandlegginn því þá er sá líklegri til að verða við bóninni.4. Ef þú snertir fólk tvisvar á handlegginn þá er það enn líklegra til að verða við bóninni, sérstaklega ef það er kona sem spyr karlmann.5. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá getur það borgað sig fyrir sölumanninn að snerta þig á handlegginn því þá ert þú líklegri til að ganga frá kaupum.6. Í rómantísku samhengi þá skiptir snerting sem er ekki kynferðisleg máli og er fólk líklegra til að gefa símanúmerið sitt eftir að hafa verið snert nema karlar virtust oftar misskilja saklausa snertingu sem kynferðislega tilburði.7. Þeir sem snerta aðra eru gjarnan taldir hafa aukið vald, frekar en þeir sem eru snertir.8. Við getum greint helstu tilfinningar þess sem snertir útfrá snertingunni einni saman.9. Nemendur sem fóru tvisvar í viku í nudd í fimm vikur voru afslappaðri og gekk betur í stærðfræðiprófi í kjölfarið. Þetta gæti því verið kjörið ráð fyrir alla nemendur í lokaprófum.
Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira