„Væri sárt að missa af ÓL í Ríó“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 27. janúar 2015 16:00 Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari. Vísir/Eva Björk Íslenska handboltalandsliðið á enn möguleika á að komast á næstu Ólympíuleika en óhætt er að segja að þeir hafi stórminnkað er Ísland tapaði fyrir Danmörku í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í gær. Heimsmeistararnir, gestgjafarnir og allir álfumeistararnir fá þátttökurétt á leikunum - alls sex lið. Tólf lið berjast svo um hin sex Ólympíusætin í undankeppni. Sex af þessum tólf sætum í undankeppninni er úthlutað hér á HM í Katar. Þau sex lið sem enda í 2.-7. sæti fara í undankeppnina og í því fólust mestu möguleikar Íslands að komast á Ólympíuleikana. Þeir eru nú úr sögunni enda féll Ísland úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og hafnaði í ellefta sæti. Næsta Evrópumeistaramót mun ráða úrslitum um vonir þeirra Evrópuþjóða sem eftir standa um að komast til Ríó. Verði Ísland Evrópumeistari fara strákarnir okkar beint inn á Ólympíuleikana og þurfa ekki að fara í undankeppnina.Sjá einnig: Ísland endaði í ellefta sætinu á HM í Katar En að öðrum kosti þurfa strákarnir að verða í í hópi þeirra tveggja liða sem bestum árangri ná á EM í Póllandi af þeim liðum sem ekki tryggja sér þátttökurétt á HM hér í Katar. Sjö þjóðir af þeim átta sem komust í 8-liða úrslit HM í handbolta eru Evrópuþjóðir. Ef þessar sjö þjóðir komast allar í undankeppnina fyrir ÓL og raða sér svo í efstu sjö sæti EM á næsta ári munu áttunda og níunda sætið á EM í Póllandi gefa þátttökurétt í undankeppninni. Ef að Ísland kemst á EM, sem enn er óvíst, er líklegt að strákarnir muni berjast við lið eins og Svíþjóð, Makedóníu, Austurríki, Rússland og Tékkland um þessi mikilvægu sæti á EM í Póllandi.Sjá einnig: Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu „Það væri afar sárt að missa af Ólympíuleikunum ef það verður svo niðurstaðan. Ég verð að segja það,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, við Vísi eftir leikinn gegn Dönum í gær. „Það er þó enn möguleiki að fá þetta sæti í gegnum EM á næsta ári,“ ítrekar Aron og bendir á að fyrirfram var vitað hversu erfið leiðin inn í 8-liða úrslitin á HM í Katar yrði. „Við lendum í þrijða sæti í gríðarlega erfiðum riðli og lendum svo gegn Dönum sem urðu í öðru sæti í sínum riðli. Það er hálfgalið því að míni viti eru Danir með eitt af 2-3 sterkustu liðum heims.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld. 26. janúar 2015 13:40 Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM. 26. janúar 2015 19:58 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum "Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið á enn möguleika á að komast á næstu Ólympíuleika en óhætt er að segja að þeir hafi stórminnkað er Ísland tapaði fyrir Danmörku í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í gær. Heimsmeistararnir, gestgjafarnir og allir álfumeistararnir fá þátttökurétt á leikunum - alls sex lið. Tólf lið berjast svo um hin sex Ólympíusætin í undankeppni. Sex af þessum tólf sætum í undankeppninni er úthlutað hér á HM í Katar. Þau sex lið sem enda í 2.-7. sæti fara í undankeppnina og í því fólust mestu möguleikar Íslands að komast á Ólympíuleikana. Þeir eru nú úr sögunni enda féll Ísland úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og hafnaði í ellefta sæti. Næsta Evrópumeistaramót mun ráða úrslitum um vonir þeirra Evrópuþjóða sem eftir standa um að komast til Ríó. Verði Ísland Evrópumeistari fara strákarnir okkar beint inn á Ólympíuleikana og þurfa ekki að fara í undankeppnina.Sjá einnig: Ísland endaði í ellefta sætinu á HM í Katar En að öðrum kosti þurfa strákarnir að verða í í hópi þeirra tveggja liða sem bestum árangri ná á EM í Póllandi af þeim liðum sem ekki tryggja sér þátttökurétt á HM hér í Katar. Sjö þjóðir af þeim átta sem komust í 8-liða úrslit HM í handbolta eru Evrópuþjóðir. Ef þessar sjö þjóðir komast allar í undankeppnina fyrir ÓL og raða sér svo í efstu sjö sæti EM á næsta ári munu áttunda og níunda sætið á EM í Póllandi gefa þátttökurétt í undankeppninni. Ef að Ísland kemst á EM, sem enn er óvíst, er líklegt að strákarnir muni berjast við lið eins og Svíþjóð, Makedóníu, Austurríki, Rússland og Tékkland um þessi mikilvægu sæti á EM í Póllandi.Sjá einnig: Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu „Það væri afar sárt að missa af Ólympíuleikunum ef það verður svo niðurstaðan. Ég verð að segja það,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, við Vísi eftir leikinn gegn Dönum í gær. „Það er þó enn möguleiki að fá þetta sæti í gegnum EM á næsta ári,“ ítrekar Aron og bendir á að fyrirfram var vitað hversu erfið leiðin inn í 8-liða úrslitin á HM í Katar yrði. „Við lendum í þrijða sæti í gríðarlega erfiðum riðli og lendum svo gegn Dönum sem urðu í öðru sæti í sínum riðli. Það er hálfgalið því að míni viti eru Danir með eitt af 2-3 sterkustu liðum heims.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld. 26. janúar 2015 13:40 Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM. 26. janúar 2015 19:58 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum "Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld. 26. janúar 2015 13:40
Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM. 26. janúar 2015 19:58
Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16
Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53
Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum "Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi. 27. janúar 2015 07:00