Óraunhæfar hugmyndir slitabúa meðal ástæðna fyrir töfum á afnámi hafta Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. janúar 2015 15:53 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/GVA Þau skilyrði sem þarf til að aflétta fjármagnshöftum á Íslandi hafa ekki fæðst, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í sérstakri umræðu um höftin á þingi í dag. Hann sagði að það væri ekkert lagatæknilegt eða efnahagslegt sem segði til um hversu lengi höftin þyrftu að vera heldur að klára þyrfti að létta á þrýstingi á krónuna til að afnema þau.Óraunhæfar væntingar „Fyrir okkar parta sem sitjum í ríkisstjórninni þá þarf það ekkert að taka vissan árafjölda, það hafa bara ekki fæðst þau skilyrði að þetta sé mögulegt,“ sagði Bjarni í umræðunni. „Það er fyrst og fremst vegna þess að slitabúin hafa ekki náð að ljúka nauðasamningum og hafa ekki haft uppi raunhæfar væntingar um það svo hægt sé að hafa uppi vilyrði um undanþágur frá gjaldeyrishöftum. Það hefur tafið ferlið,“ sagði Bjarni um ástæður þess hve langan tíma það hefur tekið að skapa skilyrði til afnáms hafta. Bjarni sagði að búið væri að kortleggja þann undirliggjandi vanda sem væri betur en áður. Það hefði verið gert af sérfræðingum og minntist Bjarni sérstaklega á að vinnan sem væri í gangi væri ekki pólitísk heldur sérfræðingavinna.Ekki markmið að græða Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, velti því upp hvort að ríkisstjórnin væri orðin verklömuð vegna yfirlýsinga forsætisráðherra um mögulegar tekjur ríkissjóðs af afnámi haftanna. Fjármálaráðherrann sagði að það stæði heldur ekki til að hafa höft þar til búið væri að finna leiðir til að ríkissjóðir hagnaðist á afnáminu. „Ég vil ekki líta þannig á að við stöndum frammi fyrir vali um að hafa hér höft eða að hafa miklar tekjur af afnámi haftanna, það er að segja að við höfum höft á meðan við finnum ekki leiðir til að afnám þeirra skapi ríkissjóði miklar tekjur. Það er ekki verkefnið,“ sagði hann og bætti við að verkefnið væri að afnema höft á sama tíma og haldið væri í stöðugleika. Bjarni sagðist hafa trú á því að hægt verði að stíga stór skref í afnámi hafta innan skamms. „Á grundvelli þeirrar vinnu sem er í undirbúningi. Það hafa aldrei fleiri verið í fullu starfi við að þróa þær lausnir sem við munum þurfa að láta reyna á á næstu mánuðum en einmitt í dag,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Sjá meira
Þau skilyrði sem þarf til að aflétta fjármagnshöftum á Íslandi hafa ekki fæðst, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í sérstakri umræðu um höftin á þingi í dag. Hann sagði að það væri ekkert lagatæknilegt eða efnahagslegt sem segði til um hversu lengi höftin þyrftu að vera heldur að klára þyrfti að létta á þrýstingi á krónuna til að afnema þau.Óraunhæfar væntingar „Fyrir okkar parta sem sitjum í ríkisstjórninni þá þarf það ekkert að taka vissan árafjölda, það hafa bara ekki fæðst þau skilyrði að þetta sé mögulegt,“ sagði Bjarni í umræðunni. „Það er fyrst og fremst vegna þess að slitabúin hafa ekki náð að ljúka nauðasamningum og hafa ekki haft uppi raunhæfar væntingar um það svo hægt sé að hafa uppi vilyrði um undanþágur frá gjaldeyrishöftum. Það hefur tafið ferlið,“ sagði Bjarni um ástæður þess hve langan tíma það hefur tekið að skapa skilyrði til afnáms hafta. Bjarni sagði að búið væri að kortleggja þann undirliggjandi vanda sem væri betur en áður. Það hefði verið gert af sérfræðingum og minntist Bjarni sérstaklega á að vinnan sem væri í gangi væri ekki pólitísk heldur sérfræðingavinna.Ekki markmið að græða Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, velti því upp hvort að ríkisstjórnin væri orðin verklömuð vegna yfirlýsinga forsætisráðherra um mögulegar tekjur ríkissjóðs af afnámi haftanna. Fjármálaráðherrann sagði að það stæði heldur ekki til að hafa höft þar til búið væri að finna leiðir til að ríkissjóðir hagnaðist á afnáminu. „Ég vil ekki líta þannig á að við stöndum frammi fyrir vali um að hafa hér höft eða að hafa miklar tekjur af afnámi haftanna, það er að segja að við höfum höft á meðan við finnum ekki leiðir til að afnám þeirra skapi ríkissjóði miklar tekjur. Það er ekki verkefnið,“ sagði hann og bætti við að verkefnið væri að afnema höft á sama tíma og haldið væri í stöðugleika. Bjarni sagðist hafa trú á því að hægt verði að stíga stór skref í afnámi hafta innan skamms. „Á grundvelli þeirrar vinnu sem er í undirbúningi. Það hafa aldrei fleiri verið í fullu starfi við að þróa þær lausnir sem við munum þurfa að láta reyna á á næstu mánuðum en einmitt í dag,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Sjá meira