Volkswagen tapar 4,3 milljónum á hverjum Phaeton bíl Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 09:50 Volkswagen Phaeton. Volkswagen Phaeton er flaggskip þýska bílaframleiðandans, afar stór fólksbíll og vel smíðaður. Hann er að mestu handsmíðaður í sérstakri bílaverksmiðju í Leipzig. Því kostar Volkswagen Phaeton skildinginn, en þyrfti samt að kosta miklu meira til að réttlæta kostnaðinn við framleiðslu hans. Volkswagen tapar um 4,3 milljónum króna á hverjum framleiddum Phaeton bíl, en ætlar samt að halda áfram framleiðslu hans. Það finnst mörgum undarleg ráðstöfun, ekki síst í ljósi þess að Volkswagen bílafjölskyldan stóra framleiðir Audi A8, sem er svipaður bíll að stærð og gæðum og Bentley Continental Flying Spur tilheyrir einnig stórfjölskyldu Volkswagen. Volkswagen Phaeton er byggður á sama undirvagni og þessir tveir bílar og með því sparast reyndar eitthvað við þróun næstu kynslóðar hans, sem stendur til að komi á markað árið 2017 eða 2018. Volkswagen Phaeton seldist aðeins í 5.812 eintökum árið 2013 (tölur frá því í fyrra liggja ekki fyrir), svo óhætt er að segja að þarna fari ekki magnsölubíll. Til samanburðar seldi Mercedes Benz 104.000 bíla af S-Class gerð í fyrra, eða hátt í tuttugu sinnum meira. Er sá bíll á stærð við Phaeton. Þegar næsta kynslóð Volkswagen Phaeton kemur á markað verður hann í boði sem Plug-In-Hybrid bíll, auk hefðbundinna dísil- og bensínútfærsla. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Volkswagen Phaeton er flaggskip þýska bílaframleiðandans, afar stór fólksbíll og vel smíðaður. Hann er að mestu handsmíðaður í sérstakri bílaverksmiðju í Leipzig. Því kostar Volkswagen Phaeton skildinginn, en þyrfti samt að kosta miklu meira til að réttlæta kostnaðinn við framleiðslu hans. Volkswagen tapar um 4,3 milljónum króna á hverjum framleiddum Phaeton bíl, en ætlar samt að halda áfram framleiðslu hans. Það finnst mörgum undarleg ráðstöfun, ekki síst í ljósi þess að Volkswagen bílafjölskyldan stóra framleiðir Audi A8, sem er svipaður bíll að stærð og gæðum og Bentley Continental Flying Spur tilheyrir einnig stórfjölskyldu Volkswagen. Volkswagen Phaeton er byggður á sama undirvagni og þessir tveir bílar og með því sparast reyndar eitthvað við þróun næstu kynslóðar hans, sem stendur til að komi á markað árið 2017 eða 2018. Volkswagen Phaeton seldist aðeins í 5.812 eintökum árið 2013 (tölur frá því í fyrra liggja ekki fyrir), svo óhætt er að segja að þarna fari ekki magnsölubíll. Til samanburðar seldi Mercedes Benz 104.000 bíla af S-Class gerð í fyrra, eða hátt í tuttugu sinnum meira. Er sá bíll á stærð við Phaeton. Þegar næsta kynslóð Volkswagen Phaeton kemur á markað verður hann í boði sem Plug-In-Hybrid bíll, auk hefðbundinna dísil- og bensínútfærsla.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent