Green um sigurmark Spánar: Tilfinningin hræðileg Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 29. janúar 2015 16:30 Jannick Green. Vísir/Getty Jannick Green, annar markvarða danska landsliðsins, bar sig vel þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á Hilton-hótelinu í Doha í Katar í morgun. Blaðamannafundi danska liðsins var þá nýlokið en Danmörk tapaði í gær fyrir Spáni, 25-24, í 8-liða úrslitum HM í handbolta. Joan Canellas skoraði sigurmark Spánar á lokasekúndu leiksins. Green hafði þá staðið í markinu í nokkra stund eftir að hafa leyst Niklas Landin af hólmi og staðið sig vel. En hann varð að játa sigraðan að þessu sinni.Sjá einnig: Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönu „Það er erfitt að tapa leikjum, sérstaklega þegar það er komið út í útsláttarkeppnina. Þá fær maður ekki annað tækifæri,“ sagði Green. „Þetta er okkar fyrsti tapleikur í keppninni og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á síðustu sekúndu leiksins. Það er auðvitað hræðilegt og maður brosir ekki við tilhugsunina.“ „En við vissum að þetta yrði erfitt gegn Spáni sem er með gott lið. Spánverjar eru klókir - þeir spila hægan handbolta en skyndilega koma þeir inn af miklum sprengikrafti og skapa sér góð færi sem þeir nýta sér.“ „Það var einmitt það sem gerðist í gær. Canellas nýtti sér sinn styrk og sprengikraft til að skora sigurmarkið í gær,“ sagði Green.Spánverjar fagna eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkHann hefur vitaskult velt því fyrir sér hvort hann hefði eitthvað geta öðruvísi gert í þessari stöðu og fór margsinnis yfir það eftir leikinn í gær. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég var í réttu horni en boltinn fór því miður inn. Ég hefði gjarnan viljað verja þetta skot en svona er handboltinn bara stundum.“Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir Hann segir að varnarmenn danska liðsins hafi reynt að koma í veg fyrir að Canellas tæki skotið en að það dugði ekki til. „En hann er afar sterkur leikmaður og sérstaklega góður í að halda áfram eftir snertingu. Við reyndum að stöðva hann en það bara tókst ekki. Stundum þarf maður bara að hrósa honum fyrir vel unnið verk enda frábær leikmaður.“Guðmundur eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkDanmörk mætir Slóveníu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 á morgun en liðin í 2.-7. sæti keppninnar komast í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. Það er því mikið í húfi. „Þetta er erfitt núna en ég held að eftir góðan nætursvefn munum við ná að hreinsa hugann og spila vel.“ Green hefur staðið sig vel með danska landsliðinu en aðalmarkvörðurinn, Niklas Landin, er að mörgum talinn einn besti markvörður heims. Green segir þó að það sé ekki erfitt að vera varamaður fyrir hann. „Það er ekki erfitt því ég er vanur því. Ég veit að hann er einn besti markvörður heims. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en það er mitt hlutverk í liðinu. Það er svo undir mér komið að koma inn og standa mig eins vel og ég get.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34 Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Jannick Green, annar markvarða danska landsliðsins, bar sig vel þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á Hilton-hótelinu í Doha í Katar í morgun. Blaðamannafundi danska liðsins var þá nýlokið en Danmörk tapaði í gær fyrir Spáni, 25-24, í 8-liða úrslitum HM í handbolta. Joan Canellas skoraði sigurmark Spánar á lokasekúndu leiksins. Green hafði þá staðið í markinu í nokkra stund eftir að hafa leyst Niklas Landin af hólmi og staðið sig vel. En hann varð að játa sigraðan að þessu sinni.Sjá einnig: Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönu „Það er erfitt að tapa leikjum, sérstaklega þegar það er komið út í útsláttarkeppnina. Þá fær maður ekki annað tækifæri,“ sagði Green. „Þetta er okkar fyrsti tapleikur í keppninni og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á síðustu sekúndu leiksins. Það er auðvitað hræðilegt og maður brosir ekki við tilhugsunina.“ „En við vissum að þetta yrði erfitt gegn Spáni sem er með gott lið. Spánverjar eru klókir - þeir spila hægan handbolta en skyndilega koma þeir inn af miklum sprengikrafti og skapa sér góð færi sem þeir nýta sér.“ „Það var einmitt það sem gerðist í gær. Canellas nýtti sér sinn styrk og sprengikraft til að skora sigurmarkið í gær,“ sagði Green.Spánverjar fagna eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkHann hefur vitaskult velt því fyrir sér hvort hann hefði eitthvað geta öðruvísi gert í þessari stöðu og fór margsinnis yfir það eftir leikinn í gær. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég var í réttu horni en boltinn fór því miður inn. Ég hefði gjarnan viljað verja þetta skot en svona er handboltinn bara stundum.“Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir Hann segir að varnarmenn danska liðsins hafi reynt að koma í veg fyrir að Canellas tæki skotið en að það dugði ekki til. „En hann er afar sterkur leikmaður og sérstaklega góður í að halda áfram eftir snertingu. Við reyndum að stöðva hann en það bara tókst ekki. Stundum þarf maður bara að hrósa honum fyrir vel unnið verk enda frábær leikmaður.“Guðmundur eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkDanmörk mætir Slóveníu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 á morgun en liðin í 2.-7. sæti keppninnar komast í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. Það er því mikið í húfi. „Þetta er erfitt núna en ég held að eftir góðan nætursvefn munum við ná að hreinsa hugann og spila vel.“ Green hefur staðið sig vel með danska landsliðinu en aðalmarkvörðurinn, Niklas Landin, er að mörgum talinn einn besti markvörður heims. Green segir þó að það sé ekki erfitt að vera varamaður fyrir hann. „Það er ekki erfitt því ég er vanur því. Ég veit að hann er einn besti markvörður heims. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en það er mitt hlutverk í liðinu. Það er svo undir mér komið að koma inn og standa mig eins vel og ég get.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34 Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25
Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15
HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00
Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34
Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00