Íslenski boltinn

Þorsteinn stóðst áhlaupið á fjölmennum aðalfundi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eins og sjá má á þessari mynd voru ekki sæti fyrir alla.
Eins og sjá má á þessari mynd voru ekki sæti fyrir alla. mynd/aðsend
Yfir 220 manns mættu á aðalfund knattspyrnudeildar Keflavíkur í kvöld. Til samanburðar mættu 22 í fyrra og það var met.

Greinilega mikil smölun í gangi og til að mynda voru meistaraflokkar félagsins og 2. flokkur karla skikkaðir til að mæta af sitjandi stjórn samkvæmt heimildum Vísis.

Ástæðan fyrir þessari miklu mætingu er sú að sitjandi stjórn fékk mótframboð. Baldur Þórir Guðmundsson, sonur Guðmundar Rúnars Júlíussonar, fótbolta- og rokkgoðsagnar, fór upp á móti Þorsteini Magnússyni í formannsframboð og hann stefndi á að taka nýja menn með sér í stjórnina.

Sjá einnig: Sonur Rúna Júl ætlar að velta sitjandi stjórn Keflavíkur úr sessi

Baldur og félagar vildu líka aðskilja formanns- og framkvæmdastjórastarfið. Þorsteinn Magnússon hefur verið að sinna báðum störfum síðustu ár.

Skemmst er frá því að segja að sitjandi stjórn stóð af sér áhlaupið og fékk afgerandi kosningu, 127-73. Þorsteinn og félagar sitja því áfram.

Margt var um manninn á fundinum enda augljós smölun í gangi.mynd/aðsend

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×