Fótbolti

Neuer er eins og Beckenbauer

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Neuer átti magnað ár
Neuer átti magnað ár vísir/getty
Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar spáir því að Manuel Neuer markvörður Þýskalands og Bayern Munchen hampi Gullknettinum (Ballon D‘Or) 12. janúar.

Huntelaar bætti um betur og líkti leikstíl markvarðarins við leikstíl goðsagnarinnar Franz Beckenbauer, hvernig hann stjórnar sóknum úr öftustu víglínu.

„Þetta er skrítið því yfirleitt eru markverðir einfarar í hverju liði,“ sagði Huntelaar sem leikur með Schalke í þýsku úrvalsdeildinni.

„Þeir eru samt mikilvægir og Manu hefur sýnt mikilvægi sitt fyrir liðið. Hann var eins og útispilari á heimsmeistaramótinu. Hann var Beckenbauer liðsins.

„Frammistaða hans hjálpaði Þýskalandi að komast á seinni stig keppninnar og ég hefði ekkert á móti því að hann myndi vinna verðlaunin (Gullknöttinn). Ég vona að hann vinni en hann á við ramman reip að draga. Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Hollendingurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×