Erlent

Hert öryggisgæsla í Frakklandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Öryggisgæsla mun aukast
Öryggisgæsla mun aukast vísir/ap
Frakkar munu auka gæslu í kjölfar skotárásanna í liðinni viku. Þetta kom fram í máli varnarmálaráðherrans, Jean-Yves Le Drian, eftir neyðarfund ríkisstjórnarinnar.

Um tíuþúsund hermenn verða færðir til og fá það verkefni að gæta hugsanlegra skotmarka. Lögreglumenn munu einnig koma til með að vera sýnilegri en til að byrja með munu þeir fá það hlutverk að gæta skóla í gyðingahverfum.

Einnig hefur öllum vettvangsferðum og skólaferðalögum í grunnskólum Parísarborgar verið slegið á frest um óákveðinn tíma.

Alls féllu sautján manns í árásum ofstækismanna í vikunni.


Tengdar fréttir

Áhyggjur af öryggi hafa aukist

Kveikt var í ritstjórnarskrifstofum þýska dagblaðsins Morgenpost í Hamborg um helgina. Blaðið hafði endurbirt myndir úr Charlie Hebdo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×