Innlent

„Óheppilegt“ að enginn ráðherra mætti til Parísar

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir „óheppilegt“ að enginn fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar hafi sótt samstöðufundinn í París á sunnudag. Hann telur forsætisráðuneytið þó hafa svarað því sem að því er beint í umræðunni um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Bjarni mætti í beina útsendingu í sjónvarpssal til að ræða þetta mál, læknadeiluna, stöðu ESB-umsóknarinnar, gjaldeyrishöftin og fleira í samtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann í Íslandi í dag í kvöld. 

„Er ekki aðalatriðið málsins þetta [...] að ég held  að við hefðum öll, þar með talið forsætisráðherrann og aðrir [...] gjarnan viljað komist, en við vorum vissulega með fulltrúa og við áttum samskipti við franska sendiráðið á Íslandi og höfum fengið þakkir fyrir auðsýnda samúð sem að íslenska þjóðin sýndi og forsætisráðherra kom á framfæri við franska sendiherrann,“ sagði Bjarni.

Sjá má viðtalið með því að smella á myndskeið hér fyrir ofan. 


Tengdar fréttir

Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar

Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni.

Forsætisráðherra ekki viðstaddur

Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×