Körfubolti

Valskonur byrja vel með Taleyu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Taleya Mayberry.
Taleya Mayberry. Vísir/Vilhelm
Taleya Mayberry skoraði 33 stig á 29 mínútum þegar Valskonur unnu 31 stigs sigur á Hamar, 87-56, í Hvergerði í 16. umferð Dominos-deildar kvenna í kvöld.

Þetta var annar leikur Taleya Mayberry með Valsliðinu en liðið vann öruggan sigur á KR í þeim fyrsta í síðustu viku.

Sóllilja Bjarnadóttir skoraði 11 stig fyrir Val og Guðbjörg Sverrisdóttir var með 9 stig og 8 stoðsendingar. Sydnei Moss var með 17 stig og 12 fráköst fyrir Hamar.

Valsliðið vann fyrsta leikhlutann 23-14 og var tólf stigum yfir í hálfleik, 41-29. Mayberry skoraði öll 33 stigin sínum í fyrstu þremur leikhlutunum en valsliðið leiddi 66-50 fyrir lokaleikhlutann.

Taleya Mayberry hitti meðal annars úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í kvöld en auk 33 stiga var hún með 12 fráköst og 4 stoðsendingar.

Valskonur eru samt áfram tveimur stigum á eftir Grindavík í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.



Hamar-Valur 56-87 (14-23, 15-18, 20-25, 7-21)

Hamar: Sydnei Moss 17/12 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 15/8 fráköst/5 varin skot, Sóley Guðgeirsdóttir 8, Heiða B. Valdimarsdóttir 7/5 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 4, Vilborg Óttarsdóttir 3, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 2.

Valur: Taleya Mayberry 33/12 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 11/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/5 fráköst/8 stoðsendingar, Regína Ösp Guðmundsdóttir 8/7 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 7/7 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5, Kristrún Sigurjónsdóttir 5/5 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×