Körfubolti

Snæfellskonur sluppu með skrekkinn – tólf sigrar í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 13 stig og 6 stoðsendingar.
Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 13 stig og 6 stoðsendingar. Vísir/Vilhelm
Íslandsmeistarar Snæfells héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið fagnaði sínum tólfta deildarsigri í röð eftir nauman fimm stiga sigur á KR, 63-58.

Snæfell hefur áfram fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið alla leiki sína í deildinni síðan 18. október.

Snæfellsliðið var þrettán stigum yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum en KR-konur voru næstu því búnar að stela sigrinum með frábærum endaspretti.

Kristen Denise McCarthy var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Snæfell og Gunnhildur Gunnarsdóttir bætti við 13 stigum og 6 stoðsendingum. Simone Jaqueline Holmes skoraði 26 stig fyrir KR-liðið.

Snæfellsliðið var komið fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-7, en KR-konur minnkuðu muninn í tíu stig fyrir hálfleik, 33-23.

Snæfell vann þriðja leikhlutann 15-11 og leiddi því með fjórtán stigum fyrir lokaleikhlutann, 48-34.

KR-konur gáfust ekki upp og tókst að minnka muninn í þrjú stig með því að skora tíu stig í röð á tæplega þriggja mínútna kafla á lokakaflanum.

Björg Guðrún Einarsdóttir minnkaði muninn í 59-56 þegar hálf mínútna var eftir af leiknum. Kristen Denise McCarthy setti þá niður tvö víti og kom Snæfell aftur fimm stigum yfir.  Hildur Sigurðardóttir gerði síðan endanlega út um leikinn með því að setja niður tvö önnur víti.



Snæfell-KR 63-58 (22-7, 11-16, 15-11, 15-24)

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 20/12 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/6 stoðsendingar/6 stolnir/4 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 9, Hildur Sigurðardóttir 9/12 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.

KR: Simone Jaqueline Holmes 26/9 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 6, Perla Jóhannsdóttir 5, Bergþóra Holton Tómasdóttir 4/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 3, Anna María Ævarsdóttir 3, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2/5 fráköst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×