Spá 24% minni bílasölu í Rússlandi í ár Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2015 15:43 Þétt bílaumferð í Rússlandi. International Business Times Bílasala í Rússlandi var fremur dræm á nýliðnu ári og minnkaði um 10%. Heildarbílasalan nam 2,49 milljón bílum en spá um bílasölu á þessu ári kveður aðeins á um 1,89 milljón bíla sölu, eða 24% minnkun. Slæmt efnahagsástand og viðskiptaþvinganir í kjölfar róstanna í Úkraínu er ástæðan fyrir dræmri sölu í fyrra og spá um litla sölu í ár. Síðust 2 mánuðir síðasta árs bjargaði miklu hvað varðar heildarsöluna í fyrra í Rússlandi og var 2% söluaukning í desember. Ástæða þessa var hræðsla bílkaupenda um að rússneska rúblan myndi hrynja enn meira og bílverð hækka fyrir vikið. Því tryggðu margir sér nýja bíla rétt fyrir áramótin. Það er ekki nóg með að bág staða rúblunnar hækki verð á bílum, þ.e. helst þeim erlendu, en háir vextir nú gera stöðuna enn verri og halda aftur af bílakaupum. Nokkrir bílaframleiðendur hafa dregið sig frá Rússlandi og fleiri íhuga að gera slíkt hið sama fljótlega. Því mun úrval bíla sem Rússum stendur til boða líklega minnka enn meir og ef til vill mun það auka söluna á innlendum bílum. Sala Lada minnkaði um 15% á síðasta ári, eða meira en heildarsalan, svo ekki er nú ástandið gott á þeim bænum. Sala Nissan bíla jókst um 11% á síðasta ári og um 5% hjá Toyota en flestir aðrir bílaframleiðendur horfðu uppá minnkun. Nam hún t.d. 38% hjá Ford, 29% hjá Chevrolet, 20% hjá Opel, 18% hjá Volkswagen og 7% hjá Renault. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent
Bílasala í Rússlandi var fremur dræm á nýliðnu ári og minnkaði um 10%. Heildarbílasalan nam 2,49 milljón bílum en spá um bílasölu á þessu ári kveður aðeins á um 1,89 milljón bíla sölu, eða 24% minnkun. Slæmt efnahagsástand og viðskiptaþvinganir í kjölfar róstanna í Úkraínu er ástæðan fyrir dræmri sölu í fyrra og spá um litla sölu í ár. Síðust 2 mánuðir síðasta árs bjargaði miklu hvað varðar heildarsöluna í fyrra í Rússlandi og var 2% söluaukning í desember. Ástæða þessa var hræðsla bílkaupenda um að rússneska rúblan myndi hrynja enn meira og bílverð hækka fyrir vikið. Því tryggðu margir sér nýja bíla rétt fyrir áramótin. Það er ekki nóg með að bág staða rúblunnar hækki verð á bílum, þ.e. helst þeim erlendu, en háir vextir nú gera stöðuna enn verri og halda aftur af bílakaupum. Nokkrir bílaframleiðendur hafa dregið sig frá Rússlandi og fleiri íhuga að gera slíkt hið sama fljótlega. Því mun úrval bíla sem Rússum stendur til boða líklega minnka enn meir og ef til vill mun það auka söluna á innlendum bílum. Sala Lada minnkaði um 15% á síðasta ári, eða meira en heildarsalan, svo ekki er nú ástandið gott á þeim bænum. Sala Nissan bíla jókst um 11% á síðasta ári og um 5% hjá Toyota en flestir aðrir bílaframleiðendur horfðu uppá minnkun. Nam hún t.d. 38% hjá Ford, 29% hjá Chevrolet, 20% hjá Opel, 18% hjá Volkswagen og 7% hjá Renault.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent