Körfubolti

Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Daníel
Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80.

Grindavík vann aðeins 2 af fyrstu 9 leikjum sínum á tímabilinu en liðið er nú komið inn í mjög harða baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Magnús Þór Gunnarsson skoraði 24 stig fyrir Skallagrímsliðið á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til. Grindavík skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tryggði sér framlengingu sem liðið vann síðan 18-3.

Hinn ungi Jón Axel Guðmundsson var hetja gestanna úr Grindavík. Hann jafnaði metin á vítalínunni og skoraði síðan 7 af 23 stigum sínum í framlengingunni.

Rodney Alexander var stigahæstur hjá Grindavík með 25 stig og 11 fráköst en Tracy Smith Jr. skoraði 25 stig fyrir Skallagrím.

Magnús Þór hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leik en allt Grindavíkurliðið hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum.

Staðan var 25-24 fyrir Skallagrím eftir fyrsta leikhlutann en Grindavíkurliðið var tveimur stigum yfir í hálfleik, 50-48, og með fjögurra stiga forskot fyrir lokaleikhlutann.



Skallagrímur-Grindavík 80-95 (25-24, 23-26, 17-19, 12-8, 3-18)

Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 25/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 24, Sigtryggur Arnar Björnsson 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Davíð Ásgeirsson 11, Daði Berg Grétarsson 7, Egill Egilsson 2.

Grindavík: Rodney Alexander 25/11 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 23, Ólafur Ólafsson 18, Ómar Örn Sævarsson 11, Jóhann Árni Ólafsson 8/7 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 3, Þorsteinn Finnbogason 3, Hilmir Kristjánsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×