Framleiðslu hætt á enn einum blæjubílnum Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2015 15:58 Volkswagen Eos hverfur brátt af sjónarsviðinu. Þegar Volkswagen hóf framleiðslu Eos blæjubílsins voru blæjubílar enn vænleg framleiðsla bílaframleiðenda. Síðan þá hafa bílaframleiðendur hætt framleiðslu hvers blæjubílsins á fætur öðrum. Nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Eos bílsins og fylgir hann í kjölfarið á blæjuútgáfum bíla eins og Lexus IS og SC, Volvo C70, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 207, Cadillac XLR, Chrysler 200 og Pontiac G6, en framleiðslu þeirra allra hefur verið hætt með blæju. Volkswagen framleiðir þó ennþá tvær gerðir bíla með blæju, þ.e. Golf og Bjölluna og gengur sala þeirra þokkalega. Það er einungis í einum flokki bíla þar sem blæjuútgáfur virðast enn mjög vinsælar, en það er í flokki rándýrra sportbíla eins og Ferrari 458 og McLaren 650S. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent
Þegar Volkswagen hóf framleiðslu Eos blæjubílsins voru blæjubílar enn vænleg framleiðsla bílaframleiðenda. Síðan þá hafa bílaframleiðendur hætt framleiðslu hvers blæjubílsins á fætur öðrum. Nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Eos bílsins og fylgir hann í kjölfarið á blæjuútgáfum bíla eins og Lexus IS og SC, Volvo C70, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 207, Cadillac XLR, Chrysler 200 og Pontiac G6, en framleiðslu þeirra allra hefur verið hætt með blæju. Volkswagen framleiðir þó ennþá tvær gerðir bíla með blæju, þ.e. Golf og Bjölluna og gengur sala þeirra þokkalega. Það er einungis í einum flokki bíla þar sem blæjuútgáfur virðast enn mjög vinsælar, en það er í flokki rándýrra sportbíla eins og Ferrari 458 og McLaren 650S.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent