Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 18. janúar 2015 00:01 Aron lætur vaða á markið. vísir/eva björk Ísland vann í kvöld sinn fyrsta sigur á HM í handbolta í kvöld en liðið lentu þó í miklu basli með Afríkumeistara Alsírs. Alsíringar eru einna slakasti andstæðingurinn sem Ísland fær í sínum riðli og fór illa um margan Íslendinginn þegar Afríkumeistararnir komust í 6-0 forystu eftir sjö mínútna leik. En strákarnir náðu að rétta sinn hlut og ná forystunni snemma í síðari hálfleik. Ísland leiddi en það var ekki fyrr en á lokamínútunum að okkar mönnum tókst loksins að sigla fram úr og loksins sýna sitt rétta andlit. Ísland mætir næst Evrópumeisturum Frakka á þriðjudag og ljóst að verkefnið verður erfitt, þó svo að strákarnir hafi margsinnis sýnt að þeir eru oft til alls líklegir í ólíklegustu aðstæðum. Fyrstu sjö mínútur leiksins eru með þeim ótrúlegustu sem sést hafa í leik Íslands á stórmóti. Strákarnir skoruðu ekki mark þrátt fyrir að koma sér í hvert dauðafærið á fætur öðru. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Alsíringa sem svöruðu með hraðaupphlaupsmarki, trekk í trekk. Fyrsta íslenska markið kom ekki fyrr en eftir sex mínútur og 58 sekúndur. Róbert var þar að verki eftir hraða miðju og ekki laust við að Íslendingum sem voru viðstaddir væri hreinlega létt. En þrátt fyrir að vera 6-0 undir var ekki við vörnina að sakast, að minnsta kosti ekki framan af leik. Alsíringar fengu að taka hverja löngu sóknina á fætur annarri og var ótrúlegt að sjá hversu oft þeim tókst að klára hana með marki. Stærsta áhyggjuefnið var sóknarleikurinn. Allt það sem einkenndi hann gegn Svíum var til staðar í upphafi leiksins. Strákarnir komu sér í færi hvað eftir annað, oftast einir gegn markverði Alsíringa, en klúðruðu þeim. Ekkert fór inn - ef það var ekki stöngin út þá tók Abdelmalek Slahdji, sem átti hörmulegan fyrsta leik gegn Egyptum, skotið í markinu. En hægt og rólega tókst strákunum að saxa á forystuna og eftir að hafa lent 6-0 undir tók við 8-3 kafli og hélt maður þá að þetta væri að fara að koma hjá strákunum. Alsíringar létu þó ekki að segjast, endurheimtu fjögurra marka forystu en hvorki varnarleikur né markvarsla Íslands var upp á marga fiska á þeim kafla. Þá komu fjögur íslensk mörk í röð, þrátt fyrir að strákarnir lentu í undirtölu og var ánægjulegt að sjá að á þeim kafla fóru Alexander og Aron loksins í gang. Lokamínúta hálfleiksins var þó Alsíringa og staðan að honum loknum, 13-12. Sóknarleikur Íslands hrökk loksins almennilega í gang í upphafi síðari hálfleiks. Og lykilmaður í því var Aron Pálmarsson en hann bjó til fyrstu þrjú íslensku mörk hálfleiksins og Ísland komst í forystu í fyrsta sinn - og lét hana aldrei aftur af hendi. Alsíringar voru þó ólseigir og koðnuðu ekki niður, eins og henti liðið gegn Eygptalandi á föstudag er liðið lenti í sínu fyrsta mótlæti. Afríkumeistararnir náðu hvað eftir annað að skora framhjá íslensku vörninni og Björgvini Páli. Strákarnir gerðu þó vel í að svara fyrir sig, bæði með uppstilltum sóknum og eftir hraða miðju. Aron hélt áfram að draga vagninn í sókninni og strákarnir sáu til þess að Alsíringar náðu ekki að ógna forystu okkar manna að verulegu ráði. Þetta var þó ekki góður leikur af hálfu okkar manna. En það er ekki spurt að því og allra mikilvægast var að innbyrða fyrstu stigin og komast á blað á þessu móti. Varnarleikurinn gaf eftir og markvarslan var slök á löngum köflum. Strákarnir áttu einnig í miklu basli með að fóta sig eftir þeirri þröngu línu sem króatísku dómararnir gáfu í leiknum en Vignir fékk þrjár brottvísanir í leiknum, Bjarki Már tvær og Sverre eina. Aron var besti maður Íslands í leiknum og þeir Guðjón Valur og Alexander nýttu færin sín mun betur en gegn Svíunum. Flestir aðrir gerðu nóg til að klára þennan leik og er afskaplega gott að hann er yfirstaðinn og niðurstaðan hafi verið sigur. Að sama skapi er ljóst að strákarnir þurfa að taka stórstígum framförum til að eiga einhvern möguleika gegn Frökkum á þriðjudag.vísir/eva björkBjörgvin: Byrjunin var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. „Við vorum bara að grínast með þessa byrjun. Hún var bara djók til að hlaða smá spennu í þetta," sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson frekar léttur eftir sigurinn á Alsír. „Við vorum stressaðir í upphafi en náðum að vinna okkur út úr því. Við sýndum svo karakter og spiluðum af leikgleði. Við þurfum að spila út mótið eins og við gerðum í seinni hálfleik." Markvörðurinn gat ekki neitað því að sér væri létt eftir leikinn. „Alveg klárlega. Það var léttir er við komumst yfir og gátum farið að njóta þess að spila handbolta og gera það sem við gerum best pressulausir. Vonando erum við nú byrjaðir og framhaldið verði svo skemmtilegt." Þrátt fyrir rysjóttan leik gat Björgvin séð ljósan punkt í varnarleiknum og markvörslunni. „Við höldum báðum liðunum í 24 mörkum þrátt fyrir allt og það eru þær tölur sem við viljum sjá út mótið." Frakkar bíða nú handan við hornið og það verður alvöru próf gegn einu besta liði, ef ekki því besta, heims. „Mér líst vel á það og elska að spila gegn Frökkum. Við elskum allir að spila gegn bestu liðunum. Við erum búnir til fyrir þannig leiki. Ef við verðum ekki klárir þá erum við aldrei klárir."vísir/eva björkAron: Hafði aldrei áhyggjur Það var allt annað að sjá til Arons Pálmarssonar eins og svo margra annarra leikmanna Íslands gegn Alsír í kvöld en Ísland vann þá sín fyrstu stig á HM í handbolta. Aron var valinn maður leiksins en hann var lykilmaður í að byggja upp forystu Íslands í síðari hálfleik sem lagði grunninn að sigri okkar manna. Fæðingin var þó erfið þar sem að Alsír komst í 6-0 forystu í upphafi leiks og voru Íslendingar að elta lengst af í fyrri hálfleiknum. „Við fórum að nýta færin, í raun. Þetta var þolinmæðisverk og ég trúði því varla þegar staðan var orðin 6-0 fyrir þá því við vorum alltaf að spila okkur í gegn og koma okkur í færi,“ sagði Aron en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ótrúlega nokk hafði ég þó engar áhyggjur, þó það kunni að hljóma hrokafullt. Okkur leið vel inni á vellinum og vorum að spila fína sókn. Vörnin gekk svo vel á köflum.“ Hann segir að strákarnir hafi verið búnir að skilja við Svíaleikinn og ekki að láta hann trufla einbeitinguna í kvöld. „Við vissum hvað myndi mæta okkur í kvöld, þessi 3-2-1 vörn og mér fannst við leysa það vel. Við vorum kannski ekki einbeittir í byrjun og ég hefði viljað vinna stærri sigur. Þetta snýst um stigin og við tökum þeim fagnandi.“ „Við vorum búnir að horfa á Alsíringa á myndbandi og vissum að þeir myndu aldrei hætta að leggja sig fram. Við töluðum um það í hálfleik að við mættum ekkert gefa eftir enda voru þeir í baráttu allan leikinn og erfitt að spila á móti þeim.“ „Hins vegar þegar við erum að gera þetta á fullu þá eru gæðin öll okkar megin.“ Alexander Petersson hafði orð á því fyrir leikinn að það hafi vantað upp á tímasetningar á milli hans og Arons og að hlúa betur að samvinnu þeirra í sóknarleiknum á allan hátt. „Þetta gekk miklu betur í dag. Við töluðum um þetta og fundum lausnir enda gekk það mun betur í dag. Við fengum fullt af mörkum eftir hjálp frá hvorum öðrum.“ „Svo er það bara þannig að þegar maður tekur allar aðgerðir af 120 prósenta krafti þá gengur þetta bara betur hjá manni. Það eru það mikil gæði í liðinu. Við þurfum að einblína á það núna.“vísir/eva björkSnorri: Fór aðeins um mig „Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. „Við vorum að spila okkur í færin og spila vel. Skotin voru ekki góð án þess að taka neitt af þeirra markverði. Við töluðum um það í hálfleik að vanda skotin og halda sama dampi. Þá myndi þetta snúast okkur í vil sem það og gerði," sagði Snorri en hafði hann ekki áhyggjur af því hversu illa gekk að skora? „Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafi verið eitthvað þægilegt. Það vita allir að sóknarleikurinn gegn Svíum var hræðilegur og að sama skapi skotnýtingin. Eðlilega fór aðeins um mig. Það eru leikmenn hérna sem hafa farið í gegnum þetta allt og það sýnir líka karakter og styrk að koma til baka eftir svona hræðilegan leik og var gegn Svíum. „Við eigum enn meira inni og ég tel okkur geta betur. Svona mót er langt og strangt og það þarf að vera stígandi. Það er ekki alltaf gott að byrja allt of vel. Nú reynum við bara að bæta okkur í næsta leik."vísir/eva björkAron Kris: Færanýtingin að drepa okkur Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, segir að mikilvægast í leiknum gegn Alsír í kvöld hafi verið að halda rónni þrátt fyrir mótlætið í fyrri hálfleik. Alsíringar skoruðu fyrstu sex mörk leiksins og leiddu í hálfleik með einu marki, 13-12. Strákarnir tóku þó völdin snemma í þeim síðari og lönduðu góðum sigri. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld þrátt fyrir að okkur hafi tekist að spila okkur í dauðafæri í nánast hverri sókn. Það var því ótrúlegt að hafa lent 6-0 undir og markvörðurinn þeirra var að verja ótrúlega,“ sagði Aron en viðtalið má heyra allt hér efst í fréttinni. „Við héldum þó rónni enda var spilið okkar að virka. Þeir voru oft að spila lengi þegar við náðum að stilla upp í vörn svo að þetta snerist í raun ekki um að annað en að vera ekki að örvænta - taka bara eina sókn í einu og eina vörn í einu. Okkur tókst að jafna undir lok hálfleiksins og kláruðum þetta svo í þeim seinni.“ Hann segir að það sem hafi helst breyst hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik hafi verið að strákarnir fóru loks að nýta færin sín betur. „Það var að drepa okkur í fyrri hálfleik. Við vorum að spila okkur í færi allan leikinn, líka í byrjuninni. Við héldum áfram að spila inn á þeirra veikleika og það virkaði vel.“ „Við töluðum mikið um að halda einbeitingunni - skora eitt mark í einu og það skilaði sér í dag.“ Loks þegar sóknarleikur Íslands fór loksins að ganga upp datt vörn og markvarsla aðeins niður hjá strákunum. „Mér fannst þeir ná að slíta okkur aðeins í sundur. Við fengum líka nokkrar brottvísanir en mér fannst Aron Rafn koma ágætlega inn í þetta í lokin og verja nokkra góða bolta.“ Frakkar verða næstu andstæðingar Íslands og Aron á vitanlega von á erfiðum leik gegn Evrópumeisturunum. „Frakkar eru auðvitað með frábært lið og þetta verður erfiður leikur. En þetta snýst um okkur - að vinna í okkar málum og halda áfram að bæta okkar leik. Við þurfum að spila vel gegn Frökkum og við skulum sjá hvort að það nægi okkur ekki til sigurs.“ HM 2015 í Katar Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland vann í kvöld sinn fyrsta sigur á HM í handbolta í kvöld en liðið lentu þó í miklu basli með Afríkumeistara Alsírs. Alsíringar eru einna slakasti andstæðingurinn sem Ísland fær í sínum riðli og fór illa um margan Íslendinginn þegar Afríkumeistararnir komust í 6-0 forystu eftir sjö mínútna leik. En strákarnir náðu að rétta sinn hlut og ná forystunni snemma í síðari hálfleik. Ísland leiddi en það var ekki fyrr en á lokamínútunum að okkar mönnum tókst loksins að sigla fram úr og loksins sýna sitt rétta andlit. Ísland mætir næst Evrópumeisturum Frakka á þriðjudag og ljóst að verkefnið verður erfitt, þó svo að strákarnir hafi margsinnis sýnt að þeir eru oft til alls líklegir í ólíklegustu aðstæðum. Fyrstu sjö mínútur leiksins eru með þeim ótrúlegustu sem sést hafa í leik Íslands á stórmóti. Strákarnir skoruðu ekki mark þrátt fyrir að koma sér í hvert dauðafærið á fætur öðru. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Alsíringa sem svöruðu með hraðaupphlaupsmarki, trekk í trekk. Fyrsta íslenska markið kom ekki fyrr en eftir sex mínútur og 58 sekúndur. Róbert var þar að verki eftir hraða miðju og ekki laust við að Íslendingum sem voru viðstaddir væri hreinlega létt. En þrátt fyrir að vera 6-0 undir var ekki við vörnina að sakast, að minnsta kosti ekki framan af leik. Alsíringar fengu að taka hverja löngu sóknina á fætur annarri og var ótrúlegt að sjá hversu oft þeim tókst að klára hana með marki. Stærsta áhyggjuefnið var sóknarleikurinn. Allt það sem einkenndi hann gegn Svíum var til staðar í upphafi leiksins. Strákarnir komu sér í færi hvað eftir annað, oftast einir gegn markverði Alsíringa, en klúðruðu þeim. Ekkert fór inn - ef það var ekki stöngin út þá tók Abdelmalek Slahdji, sem átti hörmulegan fyrsta leik gegn Egyptum, skotið í markinu. En hægt og rólega tókst strákunum að saxa á forystuna og eftir að hafa lent 6-0 undir tók við 8-3 kafli og hélt maður þá að þetta væri að fara að koma hjá strákunum. Alsíringar létu þó ekki að segjast, endurheimtu fjögurra marka forystu en hvorki varnarleikur né markvarsla Íslands var upp á marga fiska á þeim kafla. Þá komu fjögur íslensk mörk í röð, þrátt fyrir að strákarnir lentu í undirtölu og var ánægjulegt að sjá að á þeim kafla fóru Alexander og Aron loksins í gang. Lokamínúta hálfleiksins var þó Alsíringa og staðan að honum loknum, 13-12. Sóknarleikur Íslands hrökk loksins almennilega í gang í upphafi síðari hálfleiks. Og lykilmaður í því var Aron Pálmarsson en hann bjó til fyrstu þrjú íslensku mörk hálfleiksins og Ísland komst í forystu í fyrsta sinn - og lét hana aldrei aftur af hendi. Alsíringar voru þó ólseigir og koðnuðu ekki niður, eins og henti liðið gegn Eygptalandi á föstudag er liðið lenti í sínu fyrsta mótlæti. Afríkumeistararnir náðu hvað eftir annað að skora framhjá íslensku vörninni og Björgvini Páli. Strákarnir gerðu þó vel í að svara fyrir sig, bæði með uppstilltum sóknum og eftir hraða miðju. Aron hélt áfram að draga vagninn í sókninni og strákarnir sáu til þess að Alsíringar náðu ekki að ógna forystu okkar manna að verulegu ráði. Þetta var þó ekki góður leikur af hálfu okkar manna. En það er ekki spurt að því og allra mikilvægast var að innbyrða fyrstu stigin og komast á blað á þessu móti. Varnarleikurinn gaf eftir og markvarslan var slök á löngum köflum. Strákarnir áttu einnig í miklu basli með að fóta sig eftir þeirri þröngu línu sem króatísku dómararnir gáfu í leiknum en Vignir fékk þrjár brottvísanir í leiknum, Bjarki Már tvær og Sverre eina. Aron var besti maður Íslands í leiknum og þeir Guðjón Valur og Alexander nýttu færin sín mun betur en gegn Svíunum. Flestir aðrir gerðu nóg til að klára þennan leik og er afskaplega gott að hann er yfirstaðinn og niðurstaðan hafi verið sigur. Að sama skapi er ljóst að strákarnir þurfa að taka stórstígum framförum til að eiga einhvern möguleika gegn Frökkum á þriðjudag.vísir/eva björkBjörgvin: Byrjunin var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. „Við vorum bara að grínast með þessa byrjun. Hún var bara djók til að hlaða smá spennu í þetta," sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson frekar léttur eftir sigurinn á Alsír. „Við vorum stressaðir í upphafi en náðum að vinna okkur út úr því. Við sýndum svo karakter og spiluðum af leikgleði. Við þurfum að spila út mótið eins og við gerðum í seinni hálfleik." Markvörðurinn gat ekki neitað því að sér væri létt eftir leikinn. „Alveg klárlega. Það var léttir er við komumst yfir og gátum farið að njóta þess að spila handbolta og gera það sem við gerum best pressulausir. Vonando erum við nú byrjaðir og framhaldið verði svo skemmtilegt." Þrátt fyrir rysjóttan leik gat Björgvin séð ljósan punkt í varnarleiknum og markvörslunni. „Við höldum báðum liðunum í 24 mörkum þrátt fyrir allt og það eru þær tölur sem við viljum sjá út mótið." Frakkar bíða nú handan við hornið og það verður alvöru próf gegn einu besta liði, ef ekki því besta, heims. „Mér líst vel á það og elska að spila gegn Frökkum. Við elskum allir að spila gegn bestu liðunum. Við erum búnir til fyrir þannig leiki. Ef við verðum ekki klárir þá erum við aldrei klárir."vísir/eva björkAron: Hafði aldrei áhyggjur Það var allt annað að sjá til Arons Pálmarssonar eins og svo margra annarra leikmanna Íslands gegn Alsír í kvöld en Ísland vann þá sín fyrstu stig á HM í handbolta. Aron var valinn maður leiksins en hann var lykilmaður í að byggja upp forystu Íslands í síðari hálfleik sem lagði grunninn að sigri okkar manna. Fæðingin var þó erfið þar sem að Alsír komst í 6-0 forystu í upphafi leiks og voru Íslendingar að elta lengst af í fyrri hálfleiknum. „Við fórum að nýta færin, í raun. Þetta var þolinmæðisverk og ég trúði því varla þegar staðan var orðin 6-0 fyrir þá því við vorum alltaf að spila okkur í gegn og koma okkur í færi,“ sagði Aron en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ótrúlega nokk hafði ég þó engar áhyggjur, þó það kunni að hljóma hrokafullt. Okkur leið vel inni á vellinum og vorum að spila fína sókn. Vörnin gekk svo vel á köflum.“ Hann segir að strákarnir hafi verið búnir að skilja við Svíaleikinn og ekki að láta hann trufla einbeitinguna í kvöld. „Við vissum hvað myndi mæta okkur í kvöld, þessi 3-2-1 vörn og mér fannst við leysa það vel. Við vorum kannski ekki einbeittir í byrjun og ég hefði viljað vinna stærri sigur. Þetta snýst um stigin og við tökum þeim fagnandi.“ „Við vorum búnir að horfa á Alsíringa á myndbandi og vissum að þeir myndu aldrei hætta að leggja sig fram. Við töluðum um það í hálfleik að við mættum ekkert gefa eftir enda voru þeir í baráttu allan leikinn og erfitt að spila á móti þeim.“ „Hins vegar þegar við erum að gera þetta á fullu þá eru gæðin öll okkar megin.“ Alexander Petersson hafði orð á því fyrir leikinn að það hafi vantað upp á tímasetningar á milli hans og Arons og að hlúa betur að samvinnu þeirra í sóknarleiknum á allan hátt. „Þetta gekk miklu betur í dag. Við töluðum um þetta og fundum lausnir enda gekk það mun betur í dag. Við fengum fullt af mörkum eftir hjálp frá hvorum öðrum.“ „Svo er það bara þannig að þegar maður tekur allar aðgerðir af 120 prósenta krafti þá gengur þetta bara betur hjá manni. Það eru það mikil gæði í liðinu. Við þurfum að einblína á það núna.“vísir/eva björkSnorri: Fór aðeins um mig „Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. „Við vorum að spila okkur í færin og spila vel. Skotin voru ekki góð án þess að taka neitt af þeirra markverði. Við töluðum um það í hálfleik að vanda skotin og halda sama dampi. Þá myndi þetta snúast okkur í vil sem það og gerði," sagði Snorri en hafði hann ekki áhyggjur af því hversu illa gekk að skora? „Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafi verið eitthvað þægilegt. Það vita allir að sóknarleikurinn gegn Svíum var hræðilegur og að sama skapi skotnýtingin. Eðlilega fór aðeins um mig. Það eru leikmenn hérna sem hafa farið í gegnum þetta allt og það sýnir líka karakter og styrk að koma til baka eftir svona hræðilegan leik og var gegn Svíum. „Við eigum enn meira inni og ég tel okkur geta betur. Svona mót er langt og strangt og það þarf að vera stígandi. Það er ekki alltaf gott að byrja allt of vel. Nú reynum við bara að bæta okkur í næsta leik."vísir/eva björkAron Kris: Færanýtingin að drepa okkur Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, segir að mikilvægast í leiknum gegn Alsír í kvöld hafi verið að halda rónni þrátt fyrir mótlætið í fyrri hálfleik. Alsíringar skoruðu fyrstu sex mörk leiksins og leiddu í hálfleik með einu marki, 13-12. Strákarnir tóku þó völdin snemma í þeim síðari og lönduðu góðum sigri. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld þrátt fyrir að okkur hafi tekist að spila okkur í dauðafæri í nánast hverri sókn. Það var því ótrúlegt að hafa lent 6-0 undir og markvörðurinn þeirra var að verja ótrúlega,“ sagði Aron en viðtalið má heyra allt hér efst í fréttinni. „Við héldum þó rónni enda var spilið okkar að virka. Þeir voru oft að spila lengi þegar við náðum að stilla upp í vörn svo að þetta snerist í raun ekki um að annað en að vera ekki að örvænta - taka bara eina sókn í einu og eina vörn í einu. Okkur tókst að jafna undir lok hálfleiksins og kláruðum þetta svo í þeim seinni.“ Hann segir að það sem hafi helst breyst hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik hafi verið að strákarnir fóru loks að nýta færin sín betur. „Það var að drepa okkur í fyrri hálfleik. Við vorum að spila okkur í færi allan leikinn, líka í byrjuninni. Við héldum áfram að spila inn á þeirra veikleika og það virkaði vel.“ „Við töluðum mikið um að halda einbeitingunni - skora eitt mark í einu og það skilaði sér í dag.“ Loks þegar sóknarleikur Íslands fór loksins að ganga upp datt vörn og markvarsla aðeins niður hjá strákunum. „Mér fannst þeir ná að slíta okkur aðeins í sundur. Við fengum líka nokkrar brottvísanir en mér fannst Aron Rafn koma ágætlega inn í þetta í lokin og verja nokkra góða bolta.“ Frakkar verða næstu andstæðingar Íslands og Aron á vitanlega von á erfiðum leik gegn Evrópumeisturunum. „Frakkar eru auðvitað með frábært lið og þetta verður erfiður leikur. En þetta snýst um okkur - að vinna í okkar málum og halda áfram að bæta okkar leik. Við þurfum að spila vel gegn Frökkum og við skulum sjá hvort að það nægi okkur ekki til sigurs.“
HM 2015 í Katar Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira