Amiibo slá í gegn á Íslandi Tinni Sveinsson skrifar 18. janúar 2015 11:00 Amiibo tengjast Wii U tölvunni í gegnum nema á Wii U GamePad. Amiibo-fígúrurnar frá Nintendo komu út fyrir jól og kom mörgum á óvart hversu miklar vinsældir þeirra hafa verið um allan heim. Ísland er þar engin undantekning en Ormsson selur fígúrurnar í verslunum sínum um allt land og hjá endursöluaðilum. „Nintendo-unnendur eru mjög spenntir fyrir þeim. Við fáum margar fyrirspurnir og svo hefur fólk komið í röðum þegar við fáum nýjar fígúrur,“ segir Stefán Már Melstað, söluráðgjafi hjá Ormsson. Amiibo tengjast ýmsum tölvuleikjum Nintendo og geta spilarar t.d. þjálfað upp hverja fígúru fyrir sig í Super Smash Bros. til að spila við heima eða taka með sér til vina. Margar klassískar persónur tölvuleikjasögunnar komu út í fyrsta skammti en von er á fleiri skömmtum á næstu misserum. Aðdáendur bíða spenntir eftir því að sjá hvaða persónur eru væntanlegar þar sem margir eru farnir að safna þeim. „Við höfum verið með alla Amiibo sem voru gefnar út fyrir Norðurlöndin, að þessu sinni eru það 18 fígúrur. Link hefur verið langvinsælastur en Donkey Kong, Fox, Mario, Marth og Samus fylgja þar á eftir,“ segir Stefán. Hér fyrir neðan má sjá Nintendo Direct útsendingu frá því í síðustu viku. Þar voru nýjar Amiibo-fígúrur kynntar til leiks, ásamt fjöldanum öllum af nýjum leikjum frá Nintendo nú á árinu. Leikjavísir Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Amiibo-fígúrurnar frá Nintendo komu út fyrir jól og kom mörgum á óvart hversu miklar vinsældir þeirra hafa verið um allan heim. Ísland er þar engin undantekning en Ormsson selur fígúrurnar í verslunum sínum um allt land og hjá endursöluaðilum. „Nintendo-unnendur eru mjög spenntir fyrir þeim. Við fáum margar fyrirspurnir og svo hefur fólk komið í röðum þegar við fáum nýjar fígúrur,“ segir Stefán Már Melstað, söluráðgjafi hjá Ormsson. Amiibo tengjast ýmsum tölvuleikjum Nintendo og geta spilarar t.d. þjálfað upp hverja fígúru fyrir sig í Super Smash Bros. til að spila við heima eða taka með sér til vina. Margar klassískar persónur tölvuleikjasögunnar komu út í fyrsta skammti en von er á fleiri skömmtum á næstu misserum. Aðdáendur bíða spenntir eftir því að sjá hvaða persónur eru væntanlegar þar sem margir eru farnir að safna þeim. „Við höfum verið með alla Amiibo sem voru gefnar út fyrir Norðurlöndin, að þessu sinni eru það 18 fígúrur. Link hefur verið langvinsælastur en Donkey Kong, Fox, Mario, Marth og Samus fylgja þar á eftir,“ segir Stefán. Hér fyrir neðan má sjá Nintendo Direct útsendingu frá því í síðustu viku. Þar voru nýjar Amiibo-fígúrur kynntar til leiks, ásamt fjöldanum öllum af nýjum leikjum frá Nintendo nú á árinu.
Leikjavísir Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira