Körfubolti

Pétur Ingvarsson hættir með Skallagrím

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Ingvarsson
Pétur Ingvarsson Vísir/Anton
Pétur Ingvarsson mun ekki stýra liði Skallagríms í seinni hluta Dominos-deildar karla í körfubolta en hann hefur komist að samkomulagi um að hætta að þjálfa liðið.

Skallagrímsmenn tilkynna um þjálfarabreytinguna á heimasíðu félagsins en þar kemur líka fram að nýr þjálfari Skallagríms verði kynntur til leiks seinna í dag.

Skallagrímur er í 10. sæti deildarinnar með 2 sigra í 11 leikjum en þrjú neðstu lið deildarinnar hafa öll fjögur stig.

Skallagrímsmenn gerðu einnig þjálfarabreytingu á miðju tímabili í fyrra en drógu hana síðan til baka og Pálmi Þór Sævarsson hélt áfram að þjálfa liðið.

Pálmi Þór Sævarsson hætti með liðið síðasta vor og Pétur tók við. Pétur gerði tveggja ára samning í apríl í fyrra en stýrði liðinu bara í hálft tímabili.



Fréttatilkynningin á heimasíðu Skallagríms:

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Skallagríms og Pétur Ingvarsson hafa komist að samkomulagi um að Pétur láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks Skallagríms. Stjórnin þakkar Pétri samstarfið og óskar honum gæfu og góðs gengis í framtíðinni. Nýr þjálfari Skallagríms verður kynntur til leiks seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×