7 undarlegustu fegurðarráðin Rikka skrifar 5. janúar 2015 09:00 visir/skjaskot Í gegnum tíðina hafa manneskjurnar tekið upp á ýmsu í þeim tilgangi að líta betur út, allt frá því að nota þvag sem munnskol upp í það að tappa blóði af líkamanum til þess að fá ljósari húð. Undarleg fegurðarráð eru enn við lýði í dag og þetta eru þau sjö sem komust efsta á lista.Fuglaskítsmaski Jahá, maður veltir því fyrir sér hvort að lausnina að eilífri æsku sé að finna í úrgangi anda við Tjörnina í miðbæ Reykjavíkur? En svo víst ekki. Þessi fuglaskítur dáður er og dýrkaður í Japan er unninn á sérstakan hátt. Fyrst er hann sótthreinsaður, þurrkaður og malaður. Í kjölfarið er hann svo bleyttur upp með vatni og borinn á húðina. Húðin á víst að verða silkimjúk og í dásamlegu jafnvægi, það segir Victoria Beckham allavegana.Hársnyrting á fullu tungli Leikarinn Matthew McConaughey er afar sérvitur þegar kemur að hárgreiðslu. Hann trúir því að sé hárið klippt undir fullu tungli haldist það þykkt og heilbrigt. Spurning um að fá sér einhverskonar tungl-app í símann?Kattasandsskrúbbur Sagan segir að kattasandsskrúbbur eigi víst að vera algjört undur. Við á Heilsuvísi seljum það ekki dýrara en við keyptum það. Það fylgdi þó ekki sögunni hvort að sandurinn væri hreinn eða óhreinn.Rakvél í stað kornamaska Gárungar vilja meina að lykillinn að sléttri húð sé að nota rakvél í stað kornamaska í andlitið. Hverjum sem svosem datt þetta í hug má eiga það að vera með ansi got hugmyndarflug. Húðlæknar eru nú án efa ekki sammála þessari athöfn og allra síst fyrir viðkvæma húð. Ætli sé nú bara ekki best að halda sig við kornamaskann?Hvítlaukur í naglalakkið Konur í Dóminíska lýðveldi vilja meina það að setja saxaðan hvítlauk í glært naglalakk, láta það marínerast í tíu daga og bera það síðan á neglurnar sé algjört kraftaverk. Án efa virkar þetta örugglega vel en hvað með lyktina?Sniglarslím í andlitið Hvern dreymir ekki um að láta snigla skríða um andlitið á sér? Slímið úr þeim á víst að vernda húðina gegn mengun, útfjólubláum geislum auk þess að yngja hana. Það er ekki öll vitleysan eins.Snákanudd Þessi nuddaðferð verður sífellt vinsælli en alls ekki fyrir alla. Nokkrir snákar eru settir á líkamann og þeir látnir skríða upp og niður eftir honum. Þessi aðferð á víst að vera róandi. Heilsa Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið
Í gegnum tíðina hafa manneskjurnar tekið upp á ýmsu í þeim tilgangi að líta betur út, allt frá því að nota þvag sem munnskol upp í það að tappa blóði af líkamanum til þess að fá ljósari húð. Undarleg fegurðarráð eru enn við lýði í dag og þetta eru þau sjö sem komust efsta á lista.Fuglaskítsmaski Jahá, maður veltir því fyrir sér hvort að lausnina að eilífri æsku sé að finna í úrgangi anda við Tjörnina í miðbæ Reykjavíkur? En svo víst ekki. Þessi fuglaskítur dáður er og dýrkaður í Japan er unninn á sérstakan hátt. Fyrst er hann sótthreinsaður, þurrkaður og malaður. Í kjölfarið er hann svo bleyttur upp með vatni og borinn á húðina. Húðin á víst að verða silkimjúk og í dásamlegu jafnvægi, það segir Victoria Beckham allavegana.Hársnyrting á fullu tungli Leikarinn Matthew McConaughey er afar sérvitur þegar kemur að hárgreiðslu. Hann trúir því að sé hárið klippt undir fullu tungli haldist það þykkt og heilbrigt. Spurning um að fá sér einhverskonar tungl-app í símann?Kattasandsskrúbbur Sagan segir að kattasandsskrúbbur eigi víst að vera algjört undur. Við á Heilsuvísi seljum það ekki dýrara en við keyptum það. Það fylgdi þó ekki sögunni hvort að sandurinn væri hreinn eða óhreinn.Rakvél í stað kornamaska Gárungar vilja meina að lykillinn að sléttri húð sé að nota rakvél í stað kornamaska í andlitið. Hverjum sem svosem datt þetta í hug má eiga það að vera með ansi got hugmyndarflug. Húðlæknar eru nú án efa ekki sammála þessari athöfn og allra síst fyrir viðkvæma húð. Ætli sé nú bara ekki best að halda sig við kornamaskann?Hvítlaukur í naglalakkið Konur í Dóminíska lýðveldi vilja meina það að setja saxaðan hvítlauk í glært naglalakk, láta það marínerast í tíu daga og bera það síðan á neglurnar sé algjört kraftaverk. Án efa virkar þetta örugglega vel en hvað með lyktina?Sniglarslím í andlitið Hvern dreymir ekki um að láta snigla skríða um andlitið á sér? Slímið úr þeim á víst að vernda húðina gegn mengun, útfjólubláum geislum auk þess að yngja hana. Það er ekki öll vitleysan eins.Snákanudd Þessi nuddaðferð verður sífellt vinsælli en alls ekki fyrir alla. Nokkrir snákar eru settir á líkamann og þeir látnir skríða upp og niður eftir honum. Þessi aðferð á víst að vera róandi.
Heilsa Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið