Al-Attiyah með forystuna í París-Dakar Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 09:45 Al-Attiyah á fullri ferð á Mini bíl sínum. Hin árlega þolaksturskeppni París-Dakar er hafin og fer hún fram í þremur löndum í S-Ameríku eins og undanfarin ár vegna þeirra rósta sem forsvarsmenn keppninnar hræðast í Afríku. Sigurvegari fyrstu dagleiðarinnar í flokki bíla var Nasser Al-Attiyah á Mini bíl. Hann er með 22 sekúndna forystu á helstu von Argentínumanna, Orlando Terranova eftir þess fyrstu dagleið sem var 175 km löng. Þessi fyrst dagleið hófst í Buenos Aires og endaði í Villa Carlos Paz í Argentínu. Í þriðja sæti kom svo bandaríski ökumaðurinn Robby Gordon, einni mínútu og 4 sekúndum á eftir Al-Attiyah. Stærstu fréttir þess fyrsta dags voru hinsvegar ófarir sigurvegarans frá því í fyrra, Nani Roma, en bíll hans bilaði eftir aðeins fáeina kílómetra akstur og tapaði hann ekki nokkrum mínútum á þessari fyrstu dagleið, heldur nokkrum klukkutímum. Það er því orðið nokkuð ljóst að hann mun ekki verja titil sinn þetta árið. Í flokki mótorhjóla tók breski ökuþórinn Sam Sunderland forystuna í gær á KTM hjóli og er með nokkurra sekúndna forystu á Paulo Goncalves á Honda hjóli. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent
Hin árlega þolaksturskeppni París-Dakar er hafin og fer hún fram í þremur löndum í S-Ameríku eins og undanfarin ár vegna þeirra rósta sem forsvarsmenn keppninnar hræðast í Afríku. Sigurvegari fyrstu dagleiðarinnar í flokki bíla var Nasser Al-Attiyah á Mini bíl. Hann er með 22 sekúndna forystu á helstu von Argentínumanna, Orlando Terranova eftir þess fyrstu dagleið sem var 175 km löng. Þessi fyrst dagleið hófst í Buenos Aires og endaði í Villa Carlos Paz í Argentínu. Í þriðja sæti kom svo bandaríski ökumaðurinn Robby Gordon, einni mínútu og 4 sekúndum á eftir Al-Attiyah. Stærstu fréttir þess fyrsta dags voru hinsvegar ófarir sigurvegarans frá því í fyrra, Nani Roma, en bíll hans bilaði eftir aðeins fáeina kílómetra akstur og tapaði hann ekki nokkrum mínútum á þessari fyrstu dagleið, heldur nokkrum klukkutímum. Það er því orðið nokkuð ljóst að hann mun ekki verja titil sinn þetta árið. Í flokki mótorhjóla tók breski ökuþórinn Sam Sunderland forystuna í gær á KTM hjóli og er með nokkurra sekúndna forystu á Paulo Goncalves á Honda hjóli.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent