Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöllinni skrifar 5. janúar 2015 11:52 Snorri Steinn með boltann á Höllinni í kvöld. Vísir/Ernir Ísland vann sinn síðasta heimaleik fyrir HM í Katar með því að leggja lærisveina Dags Sigurðssonar í þýska landsliðinu að velli með minnsta mun.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Eftir flotta byrjun datt botninn úr leik liðsins en strákarnir héldu þó jafnri stöðu eftir fyrri hálfleik, 12-12. Strákarnir byrjuðu svo síðari hálfleikinn vel og héldu undirtökunum allt til loka, þrátt fyrir æsispennandi lokamínútur. Alexander Petersson og Sigurbergur Sveinsson voru markahæstu menn Íslands með fimm mörk hvor en Sigurbergur átti fína sprett í leiknum, eins og fleiri. Vörn íslenska liðsins var svo lengi vel góð. Sigurbergur Sveinsson, Kári Kristján Kristjánsson og Aron Rafn Eðvarðsson fengu tækifærið í byrjunarliði Íslands og viðeigandi að Íslandi hafi komist yfir með marki Kára eftir línusendingu Sigurbergs. Aron byrjaði að tefla fram 6-0 vörninni sem hélt vel í upphafi leiks. Strákarnir komust í 10-6 forystu með flottum sóknarleik þar sem vinstri vængurinn var að gefa mun betur af sér en í leik liðanna í gær. Þjóðverjar lentu einnig í vandræðum í undirtölu og strákarnir refsuðu Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska liðsins, fyrir að taka Carsten Lichtlein úr þýska markinu í sóknunum sínum með því að skora tvívegis í autt markið eftir að hafa unnið boltann.vísir/ernirSóknarleikurinn hrundi svo á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins og leikur Íslands um leið. Þjóðverjar gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og komust yfir. Alexander og Arnór komu íslensku sókninni aftur í gang og staðan í hálfleik var 12-12. Eftir smá hikst í upphafi síðari hálfleiks fór allt á fullt skrið hjá Íslandi. Alexander hélt uppteknum hætti og Björgvin Páll kom sér vel í gang fyrir aftan fína vörn Íslands og varði tvö vítaköst þar að auki. Strákarnir komust í 17-13 forystu en eftir að Sverre fékk brottvísun náðu Þjóðverjar að svara með þremur mörkum í röð. Það kom meiri ákefð í leikmenn eftir því sem leið á leikinn og riðlaðist skipulagið nokkuð í takt við það. Það var þó ágætt í íslenska liðinu þegar strákarnir fengu tækifæri til að stilla upp og þeir héldu áfram undirtökunum í leiknum og voru með forystu, 21-19, þegar tæpar tólf mínútur voru eftir. Þrátt fyrir að gestirnir skoruðu næstu tvö mörkin í leiknum létu okkar menn ekki slá sig út af laginu og náðu aftur undirtökunum. Þjóðverjar héldu spennu í leiknum með því að nýta sér mistök Ásgeirs Arnar sem kastaði boltanum frá sér í tvígang. Sigurbergur kom svo Íslandi yfir þegar rúm mínúta var eftir en það var hans þriðja mark í röð í leiknum. Björgvin Páll tryggði svo íslenskan sigur þegar hann varð skot Patrick Wiencek á lokasekúndunum. Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöldvísir/ernir„Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. „Við höfum náð fáum æfingum og mér leið einfaldlega betur í kvöld. Þetta var aðallega hugarfarið í gær og mér leið ekkert sérstaklega vel yfir þessu. Ég var afslappaðari í kvöld og lét leikinn koma til mín. Það var betra flæði í þessu. „Þetta er skref hjá okkur. Þetta var betra í dag en í gær og vonandi verður þetta svona hjá okkur þangað til við komum til Katar,“ sagði Sigurbergur sem átti frábæra innkomu undir lokin á leiknum eftir stutta hvíld. „Það var gott að fá að pústa aðeins og koma aftur inn á. Ég náði að setjast á bekkinn og núllstilla þetta aðeins. Svo fékk ég góð færi. Lexi (Alexander Petersson) dregur mikið til sín. „Það er mikilvægt að geta nýtt breiddina og sérstaklega á svona móti eins og við erum að fara á. Það eru margir leikir á skömmum tíma og eins og handbolti er í dag þá ertu ekkert að fara að spila þetta á sjö, átta mönnum. Það er alveg á hreinu,“ sagði Sigurbergur. Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkrivísir/ernir„Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. „Leikurinn okkar hrundi í gær en í kvöld náðum við að halda dampi út báða hálfleikana. Við fengum mörg hraðaupphlaup í bakið en vörnin var að halda ágætlega. Markvarslan var góð. Það er lítið hægt að kvarta.“ Bjarki lék ýmist með Vigni Svavarsson eða Sverra Jakobsson sér við hlið í vörninni í kvöld. „Það er þvílíkt gaman að spila með þessum jöxlum. Maður verður bara að standa og fá áfram sénsinn. Ég ætla mér að vera þarna áfram. „Það mátti alveg búast við vörninni sterkri. Við höfum aðallega æft varnarleik á æfingum. Sóknarleikurinn á eftir að slípast. „Það er líka gott hvað markvarslan hefur verið stöðug. Þeir eru að taka bæði skot utan af velli og dauðafæri,“ sagði Bjarki. Ísland hefur æft 3-2-1 vörn en notaði hana ekkert í kvöld. „Við fengum í rauninni ekki tækifæri til þess. Við ætluðum að sjá til með að nota hana. Við förum yfir hana úti í staðin. Við höfum farið yfir vinnureglur og byrjað á þessu. Þetta er djörf vörn. „Það er alltaf gott að geta brotið upp leikinn og fengið andstæðinginn til að slútta snemma. 3-2-1 vörnin er til þess,“ sagði Bjarki Már. Arnór Þór: Ætti að kannast við Viktor Szilagyi fintuna„Þetta var fínt og við spiluðum fanta vörn allir í liðinu. Mér fannst við góðir í kvöld,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson. „Við köstuðum boltanum minna frá okkur en í gær. Það skóp þennan sigur. Við vorum ekki með of marga tæknifeila. Vörnin var frábær og Bjöggi (Björgvin Páll Gústavsson) góður í lokin. „Vörnin var frábær í fyrri hálfleik í gær og allan leikinn í kvöld. Sóknin kemur svo smátt og smátt. Við verðum klárir þegar HM byrjar í Katar. „Við höfum verið mikið í varnarleiknum en tökum sóknina núna á næstu dögum,“ sagði Arnór Þór sem nýtti tækifærið sitt vel í kvöld. „Ég spilaði ágætlega. Ég hefði mátt gera betur gegn Uwe hérna í horninu. Þetta var Viktor Szilagyi finta. Ég á að kannast við hana. Ég spilaði fínt og vonandi fer ég til Katar. Við sjáum bara til hvað Aron velur.“ Alexander: Ég varð reiður í dagvísir/ernir„Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld. „Ég má ekki gera of mikið. Ég þarf að passa mig aðeins á æfingum og skjóta ekki of mikið í leikjum en maður verður samt að skjóta til að skora. „Ég varð reiður í dag. Liðsfélagi í Þýskalandi fór í öxlina. Maður getur tapað titli í Þýskalandi á þessu,“ sagði Alexander sem lét Stefan Kneer heyra það þegar Kneer braut á Alexander seint í leiknum. „Þetta var mikið betra en í gær. Við misstum ekki hausinn eins og í gær. Markvarslan var betri í seinni hálfleik og hann varði ekki eins mikið hjá þeim. Það gaf okkur líka meira sjálfstraust. „Við spiluðum 6/0 vörnina allan leikinn í kvöld. Sverre (Jakobsson) kom sterkur inn. Það er gott að nota hann þó hann spili ekki alla leikina. Hann getur hjálpað okkur. Hann er duglegur strákur sem gefur allt í síðasta ævintýrið,“ sagði Alexander. Dagur: Munurinn lá hjá Íslendingunumvísir/ernir„Við töluðum um það strax í gær að Ísland kæmi grimmara til leiks í kvöld og sú var raunin. Þetta var aðeins meiri mótvindur,“ sagði Dagur Sigurðsson þjálfari Þýskalands. „Munurinn lá meira hjá Íslendingunum en hjá okkur. Þeir voru grimmari í dag og við áttum ekki nógu góðan dag. „Sérstaklega fórum við illa með dauðafæri, víti, hraðaupphlaup og skot á línu sem við klikkuðum á of mörgum. Það er svolítill einbeitingarskotur. „Það ætti ekki að hafa meiri áhrif á okkur en þá að vera að spila tvo leiki á tveimur dögum,“ sagði Dagur sem vonast til að geta styrkt leikmannahópinn. „Ég held að það séu allir að þreifa fyrir sér. Það vantaði bit í sóknarleikinn, svipað og Ísland lenti í í gær. Það vantaði meira bit utan af velli og ég kem til með að kalla tvo, þrjá leikmenn inn í hópinn til að skoða standið á þeim. Leikmenn sem voru meiddir.“vísir/ernir HM 2015 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Ísland vann sinn síðasta heimaleik fyrir HM í Katar með því að leggja lærisveina Dags Sigurðssonar í þýska landsliðinu að velli með minnsta mun.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Eftir flotta byrjun datt botninn úr leik liðsins en strákarnir héldu þó jafnri stöðu eftir fyrri hálfleik, 12-12. Strákarnir byrjuðu svo síðari hálfleikinn vel og héldu undirtökunum allt til loka, þrátt fyrir æsispennandi lokamínútur. Alexander Petersson og Sigurbergur Sveinsson voru markahæstu menn Íslands með fimm mörk hvor en Sigurbergur átti fína sprett í leiknum, eins og fleiri. Vörn íslenska liðsins var svo lengi vel góð. Sigurbergur Sveinsson, Kári Kristján Kristjánsson og Aron Rafn Eðvarðsson fengu tækifærið í byrjunarliði Íslands og viðeigandi að Íslandi hafi komist yfir með marki Kára eftir línusendingu Sigurbergs. Aron byrjaði að tefla fram 6-0 vörninni sem hélt vel í upphafi leiks. Strákarnir komust í 10-6 forystu með flottum sóknarleik þar sem vinstri vængurinn var að gefa mun betur af sér en í leik liðanna í gær. Þjóðverjar lentu einnig í vandræðum í undirtölu og strákarnir refsuðu Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska liðsins, fyrir að taka Carsten Lichtlein úr þýska markinu í sóknunum sínum með því að skora tvívegis í autt markið eftir að hafa unnið boltann.vísir/ernirSóknarleikurinn hrundi svo á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins og leikur Íslands um leið. Þjóðverjar gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og komust yfir. Alexander og Arnór komu íslensku sókninni aftur í gang og staðan í hálfleik var 12-12. Eftir smá hikst í upphafi síðari hálfleiks fór allt á fullt skrið hjá Íslandi. Alexander hélt uppteknum hætti og Björgvin Páll kom sér vel í gang fyrir aftan fína vörn Íslands og varði tvö vítaköst þar að auki. Strákarnir komust í 17-13 forystu en eftir að Sverre fékk brottvísun náðu Þjóðverjar að svara með þremur mörkum í röð. Það kom meiri ákefð í leikmenn eftir því sem leið á leikinn og riðlaðist skipulagið nokkuð í takt við það. Það var þó ágætt í íslenska liðinu þegar strákarnir fengu tækifæri til að stilla upp og þeir héldu áfram undirtökunum í leiknum og voru með forystu, 21-19, þegar tæpar tólf mínútur voru eftir. Þrátt fyrir að gestirnir skoruðu næstu tvö mörkin í leiknum létu okkar menn ekki slá sig út af laginu og náðu aftur undirtökunum. Þjóðverjar héldu spennu í leiknum með því að nýta sér mistök Ásgeirs Arnar sem kastaði boltanum frá sér í tvígang. Sigurbergur kom svo Íslandi yfir þegar rúm mínúta var eftir en það var hans þriðja mark í röð í leiknum. Björgvin Páll tryggði svo íslenskan sigur þegar hann varð skot Patrick Wiencek á lokasekúndunum. Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöldvísir/ernir„Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. „Við höfum náð fáum æfingum og mér leið einfaldlega betur í kvöld. Þetta var aðallega hugarfarið í gær og mér leið ekkert sérstaklega vel yfir þessu. Ég var afslappaðari í kvöld og lét leikinn koma til mín. Það var betra flæði í þessu. „Þetta er skref hjá okkur. Þetta var betra í dag en í gær og vonandi verður þetta svona hjá okkur þangað til við komum til Katar,“ sagði Sigurbergur sem átti frábæra innkomu undir lokin á leiknum eftir stutta hvíld. „Það var gott að fá að pústa aðeins og koma aftur inn á. Ég náði að setjast á bekkinn og núllstilla þetta aðeins. Svo fékk ég góð færi. Lexi (Alexander Petersson) dregur mikið til sín. „Það er mikilvægt að geta nýtt breiddina og sérstaklega á svona móti eins og við erum að fara á. Það eru margir leikir á skömmum tíma og eins og handbolti er í dag þá ertu ekkert að fara að spila þetta á sjö, átta mönnum. Það er alveg á hreinu,“ sagði Sigurbergur. Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkrivísir/ernir„Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. „Leikurinn okkar hrundi í gær en í kvöld náðum við að halda dampi út báða hálfleikana. Við fengum mörg hraðaupphlaup í bakið en vörnin var að halda ágætlega. Markvarslan var góð. Það er lítið hægt að kvarta.“ Bjarki lék ýmist með Vigni Svavarsson eða Sverra Jakobsson sér við hlið í vörninni í kvöld. „Það er þvílíkt gaman að spila með þessum jöxlum. Maður verður bara að standa og fá áfram sénsinn. Ég ætla mér að vera þarna áfram. „Það mátti alveg búast við vörninni sterkri. Við höfum aðallega æft varnarleik á æfingum. Sóknarleikurinn á eftir að slípast. „Það er líka gott hvað markvarslan hefur verið stöðug. Þeir eru að taka bæði skot utan af velli og dauðafæri,“ sagði Bjarki. Ísland hefur æft 3-2-1 vörn en notaði hana ekkert í kvöld. „Við fengum í rauninni ekki tækifæri til þess. Við ætluðum að sjá til með að nota hana. Við förum yfir hana úti í staðin. Við höfum farið yfir vinnureglur og byrjað á þessu. Þetta er djörf vörn. „Það er alltaf gott að geta brotið upp leikinn og fengið andstæðinginn til að slútta snemma. 3-2-1 vörnin er til þess,“ sagði Bjarki Már. Arnór Þór: Ætti að kannast við Viktor Szilagyi fintuna„Þetta var fínt og við spiluðum fanta vörn allir í liðinu. Mér fannst við góðir í kvöld,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson. „Við köstuðum boltanum minna frá okkur en í gær. Það skóp þennan sigur. Við vorum ekki með of marga tæknifeila. Vörnin var frábær og Bjöggi (Björgvin Páll Gústavsson) góður í lokin. „Vörnin var frábær í fyrri hálfleik í gær og allan leikinn í kvöld. Sóknin kemur svo smátt og smátt. Við verðum klárir þegar HM byrjar í Katar. „Við höfum verið mikið í varnarleiknum en tökum sóknina núna á næstu dögum,“ sagði Arnór Þór sem nýtti tækifærið sitt vel í kvöld. „Ég spilaði ágætlega. Ég hefði mátt gera betur gegn Uwe hérna í horninu. Þetta var Viktor Szilagyi finta. Ég á að kannast við hana. Ég spilaði fínt og vonandi fer ég til Katar. Við sjáum bara til hvað Aron velur.“ Alexander: Ég varð reiður í dagvísir/ernir„Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld. „Ég má ekki gera of mikið. Ég þarf að passa mig aðeins á æfingum og skjóta ekki of mikið í leikjum en maður verður samt að skjóta til að skora. „Ég varð reiður í dag. Liðsfélagi í Þýskalandi fór í öxlina. Maður getur tapað titli í Þýskalandi á þessu,“ sagði Alexander sem lét Stefan Kneer heyra það þegar Kneer braut á Alexander seint í leiknum. „Þetta var mikið betra en í gær. Við misstum ekki hausinn eins og í gær. Markvarslan var betri í seinni hálfleik og hann varði ekki eins mikið hjá þeim. Það gaf okkur líka meira sjálfstraust. „Við spiluðum 6/0 vörnina allan leikinn í kvöld. Sverre (Jakobsson) kom sterkur inn. Það er gott að nota hann þó hann spili ekki alla leikina. Hann getur hjálpað okkur. Hann er duglegur strákur sem gefur allt í síðasta ævintýrið,“ sagði Alexander. Dagur: Munurinn lá hjá Íslendingunumvísir/ernir„Við töluðum um það strax í gær að Ísland kæmi grimmara til leiks í kvöld og sú var raunin. Þetta var aðeins meiri mótvindur,“ sagði Dagur Sigurðsson þjálfari Þýskalands. „Munurinn lá meira hjá Íslendingunum en hjá okkur. Þeir voru grimmari í dag og við áttum ekki nógu góðan dag. „Sérstaklega fórum við illa með dauðafæri, víti, hraðaupphlaup og skot á línu sem við klikkuðum á of mörgum. Það er svolítill einbeitingarskotur. „Það ætti ekki að hafa meiri áhrif á okkur en þá að vera að spila tvo leiki á tveimur dögum,“ sagði Dagur sem vonast til að geta styrkt leikmannahópinn. „Ég held að það séu allir að þreifa fyrir sér. Það vantaði bit í sóknarleikinn, svipað og Ísland lenti í í gær. Það vantaði meira bit utan af velli og ég kem til með að kalla tvo, þrjá leikmenn inn í hópinn til að skoða standið á þeim. Leikmenn sem voru meiddir.“vísir/ernir
HM 2015 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira