Aron: Greinilegar framfarir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2015 00:00 Aron hugsi á hliðarlínunni. vísir/ernir Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var vitanlega ánægður með eins marks sigur Íslands á Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld, 25-24. „Það er alveg ljóst að það voru miklar framfarir frá því í gær,“ sagði Aron og vísaði þá til sjö marka taps í fyrri leik liðanna sem fór fram í gær. „Okkar aðaláhersla í þessum stutta undirbúningi til þessa hefur verið á varnarleiknum og hraðaupplhaupunum og ég er ánægður með hversu fljótt okkur hefur tekist að ná okkar grimmu 6-0 vörn í gang. Venjulega tekur það tíma en menn virðast í fínu standi - og þá hefur markvarslan fylgt með.“ „Það voru einnig framfarir í sóknarleiknum frá því í gær - meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum líka mistökum í hraðaupphlaupum sem gerir það að verkum að við unnum þennan leik.“ Hann var ánægður með baráttuvilja íslensku strákanna og leikgleðina í hópnum. „Menn voru að berjast - það var greinilegt. Við áttum erfiðan leik í gær þar sem við byrjuðum vel og náðum góðu forskoti. En þegar við gerðum okkur seka um mistök í sóknarleiknum í síðari hálfleik var eins og neistinn hafi farið og við koðnað nokkuð niður.“ „Ég er því ánægður með að menn skuli hafa svarað fyrir það í dag með því að mæta jafn grimmir til leiks og þeir gerðu og halda ákefðinni allan leikinn. Svona vörn eins og við viljum spila útheimtir baráttu, vilja og kraft.“ „Svo í hvert skipti sem að Þjóðverjarnir náðu að vinna sig til baka inn í leikinn og komast í forystu náðum við að setja stopparann í og ná aftur tökum á leiknum. Það krefst samheldni vilja og baráttu sem við sýndum í dag.“ Aron játar því að sigrar í æfingaleikjum séu mikilvægir. „Það gefur ákveðna ró og tiltrú á liðið. Sigur gefur manni sjálfstraust en menn verða þó að leyfa sér að prófa ákveðna hluti í æfingaleikjum enda er HM langt mótt og þar þarf maður að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir að Sigurbergur Sveinsson hafi átt góða innkomu á vinstri sóknarvæng íslenska liðsins og Arnór hafi líka komið sterkur inn á miðjuna sem. „Það er gott að vera með leikmenn sem geta komið inn og skapað hættu utan af velli. Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur leikjum og vonandi fáum við Aron inn. Það myndi styrkja okkur enn frekar.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var vitanlega ánægður með eins marks sigur Íslands á Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld, 25-24. „Það er alveg ljóst að það voru miklar framfarir frá því í gær,“ sagði Aron og vísaði þá til sjö marka taps í fyrri leik liðanna sem fór fram í gær. „Okkar aðaláhersla í þessum stutta undirbúningi til þessa hefur verið á varnarleiknum og hraðaupplhaupunum og ég er ánægður með hversu fljótt okkur hefur tekist að ná okkar grimmu 6-0 vörn í gang. Venjulega tekur það tíma en menn virðast í fínu standi - og þá hefur markvarslan fylgt með.“ „Það voru einnig framfarir í sóknarleiknum frá því í gær - meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum líka mistökum í hraðaupphlaupum sem gerir það að verkum að við unnum þennan leik.“ Hann var ánægður með baráttuvilja íslensku strákanna og leikgleðina í hópnum. „Menn voru að berjast - það var greinilegt. Við áttum erfiðan leik í gær þar sem við byrjuðum vel og náðum góðu forskoti. En þegar við gerðum okkur seka um mistök í sóknarleiknum í síðari hálfleik var eins og neistinn hafi farið og við koðnað nokkuð niður.“ „Ég er því ánægður með að menn skuli hafa svarað fyrir það í dag með því að mæta jafn grimmir til leiks og þeir gerðu og halda ákefðinni allan leikinn. Svona vörn eins og við viljum spila útheimtir baráttu, vilja og kraft.“ „Svo í hvert skipti sem að Þjóðverjarnir náðu að vinna sig til baka inn í leikinn og komast í forystu náðum við að setja stopparann í og ná aftur tökum á leiknum. Það krefst samheldni vilja og baráttu sem við sýndum í dag.“ Aron játar því að sigrar í æfingaleikjum séu mikilvægir. „Það gefur ákveðna ró og tiltrú á liðið. Sigur gefur manni sjálfstraust en menn verða þó að leyfa sér að prófa ákveðna hluti í æfingaleikjum enda er HM langt mótt og þar þarf maður að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir að Sigurbergur Sveinsson hafi átt góða innkomu á vinstri sóknarvæng íslenska liðsins og Arnór hafi líka komið sterkur inn á miðjuna sem. „Það er gott að vera með leikmenn sem geta komið inn og skapað hættu utan af velli. Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur leikjum og vonandi fáum við Aron inn. Það myndi styrkja okkur enn frekar.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52
Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00
Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45
Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45