19 milljarðar fyrir 10 gamla bíla Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 09:18 Dýrasti bíll í heimi. Þessi Ferrari 250 GTO frá 1962 seldist á 4,8 milljarða króna. Á nýliðnu ári var sett met í sölu eldri bíla sem boðnir voru upp í uppboðshúsum sem sérhæfa sig í sölu eldri bíla. Aldrei hefur einn bíll selst fyrir meira fé en í ár, en í Bonhams uppboðshúsinu í Monterey í Bandaríkjunum seldist Ferrari 250 GTO af árgerð 1962 fyrir 38.115.000 dollara, eða 4,8 milljarða króna. Af þeim 10 bílum sem seldust fyrir hæstu upphæðirnar á árinu voru 9 þeirra af gerðinni Ferrari. Það var einungis bíllinn í 10. sætinu sem ekki var af Ferrari gerð, en Ford GT40 Prototype seldist fyrir 880 milljónir króna á uppboði. Næst dýrasti bíllinn sem seldist á árinu var Ferrari GTB/C Speciale af árgerð 1964 en fyrir hann fékkst 26.400.000 dollarar, eða ríflega 3,3 milljarðar króna. Sá í þriðja sætinu var Ferrari 375-Plus Spider Competizione og seldist hann á 18.400.177 dollara og það samsvarar 2,3 milljörðum króna. Það að 9 dýrustu bílarnir séu af Ferrari gerð sýnir glögglega hve góð kaup geta verið í Ferrari bílum, sem ekki bara halda verði sínu vel heldur margfalda í mörgum tilvikum virði sitt með árunum. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Á nýliðnu ári var sett met í sölu eldri bíla sem boðnir voru upp í uppboðshúsum sem sérhæfa sig í sölu eldri bíla. Aldrei hefur einn bíll selst fyrir meira fé en í ár, en í Bonhams uppboðshúsinu í Monterey í Bandaríkjunum seldist Ferrari 250 GTO af árgerð 1962 fyrir 38.115.000 dollara, eða 4,8 milljarða króna. Af þeim 10 bílum sem seldust fyrir hæstu upphæðirnar á árinu voru 9 þeirra af gerðinni Ferrari. Það var einungis bíllinn í 10. sætinu sem ekki var af Ferrari gerð, en Ford GT40 Prototype seldist fyrir 880 milljónir króna á uppboði. Næst dýrasti bíllinn sem seldist á árinu var Ferrari GTB/C Speciale af árgerð 1964 en fyrir hann fékkst 26.400.000 dollarar, eða ríflega 3,3 milljarðar króna. Sá í þriðja sætinu var Ferrari 375-Plus Spider Competizione og seldist hann á 18.400.177 dollara og það samsvarar 2,3 milljörðum króna. Það að 9 dýrustu bílarnir séu af Ferrari gerð sýnir glögglega hve góð kaup geta verið í Ferrari bílum, sem ekki bara halda verði sínu vel heldur margfalda í mörgum tilvikum virði sitt með árunum.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent