Heimsbíllinn stendur undir nafni Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 08:45 Audi A3 Limousine er laglegur bíll í C-stærðarflokki. Reynsluakstur - Audi A3 Limousine Að reyna bíl sem nýkjörinn hefur verið heimsbíll ársins er eitthvað til að hlakka til og sú tilhlökkun breyttist í breiðara og breiðara bros við hvern kílómeter sem hann át upp með stæl. Það er í sjálfu sér hálfskrítið að aka svo smáum bíl sem lagt er svona mikið í, því flestir bílar af þessum gæðum eru mun stærri bílar. En af hverju ekki í smábíl og þá með þeim meðfylgjandi kosti að hann kostar ekki mikið? Það er semsagt hægt að aka um á glæsilegum lúxusbíl með frábæra akstureiginleika fyrir ekki nema 4.950.000 krónur. Ekki slæmt það. Audi A3 er nú af þriðju kynslóð frá árinu í fyrra, en Audi kynnti A3 fyrst til sögunnar árið 1996. Núverandi kynslóð Audi A3 hefur sópað til sín verðlaunum um allan heim. Til dæmis kaus dómnefnd bílablaðakvenna nýverið Saloon útfærslu hans fjölskyldubíl ársins og S3 kraftaútgáfu hans sportbíl ársins. Það er því ljóst að Audi er að gera eitthvað mjög rétt með Audi A3.Magnaður akstursbíll Audi A3 fæst í fjöldamörgum útfærslum í Sportback eða Saloon útliti, með mikið val um vélbúnað. Sú allra öflugasta er S3 kraftagerð A3 með 300 hestafla vél. Reynsluakstursbíllinn var með 1.4 lítra og 150 hestafla bensínvél með 7 gíra S-tronic sjálfskiptingu. Þar fer afar sparneytinn bíll sem gefinn er upp með 4,7 lítra eyðslu. Þeirri tölu var ekki náð í reynsluakstri í kuldanum hér, auk þess sem sparakstur var ekki viðhafður. Hann var nær því að vera með um 6 lítra eyðslu og er það alls ekki slæmt fyrir bíl sem er 8,1 sekúndu í hundraðið. Akstur þessa bíls er alger draumur. Frábær og frekar stíf fjöðrun, endalaus rásfesta og nákvæm stýring virkilega gleður bílaáhugamann og hefur greinarritari ekki prófað betri akstursbíl í þessum flokki. Sú litla vél sem í bílnum er er alger kraftaköggull og hjálpar þar forþjappa mikið til. S-tronic sjálfskiptingin er sem fyrr hrikalega skemmtileg með sínar tvær kúplingar. Eitt var það sem vakti verulega athygli ökumanns. Þegar lítils afls er krafist frá vélinni slekkur hún á tveimur af fjórum strokkum sínum og sparar með því mikið eldsneyti.Sérlega fáguð innrétting Ytra útlit Audi A3 Limousine er eitthvað til að gleðja eigendur bílsins, afar sportlegt en klassískt. Þessi gerð bílsins er mun laglegri en Sportback hlaðbaksgerð A3 og munar þar miklu. Það verður þó að segja að A3 Limousine sverji sig mjög sterklega í ætt annarra og stærri Audi bíla, svo stundum mætti ímynda sér að mynd af Audi A4 hafa bara verið smækkuð örlítið, en þessar línur finnast einnig í A6 og A8. En þá má spyrja, af hverju að breyta því sem er svo fallegt og líkar svo vel hjá kaupendum? Hér gildir greinilega reglan; „If it ain´t broken, don´t fix it“. Innrétting bílsins hefur mikið verið mærð af þeim sem fjalla um bíla og ekki af ástæðulausu því hún er í einu orði sagt gullfalleg.Eiginlega er hægt að lýsa innréttingunni í bílnum með einu orði, fágun! Sérstaka gleði vekur skjár sem sprettur uppúr miðju mælaborðinu, en á honum er fjölmörgum stjórntækjum bílsins stjórnað. Sætin í reynsluaksturbílnum voru með geggjuðu leðri, en fyrir það þarf að borga sérstaklega. Lítið fóta- og höfuðrými afturí Audi A3 Limousine er ekki stór bíll, en samt fer vel um framsætisfarþega. Ekki má þó segja það sama um aftursætin, en þar er hvorki mikið fótarými né höfuðrými og fer þar aðalókostur bílsins, því leit er að öðrum ókostum hans. Helst væri þó að nefna skottrými, en það er skiljanlega af sama meiði í ekki stærri bíl, þó 425 lítrar. Stór kostur er hinsvegar að skottopið er mög stórt, sem auðveldar hlaðningu þess. Þessi bíll er náttúrulega ekki helst gerður fyrir lengstu ferðalög með mikinn farangur. Þetta er borgarbíll þar sem oftast er einn eða tveir í bílnum. Ekki færi þó illa um börn í aftursætinu á ferðalögum. Audi A3 Limousine á helst samkeppnisbíla í formi BMW 1-línunnar og Mercedes Benz A-Class. A3 Limousine kostar frá 4.950.000 til 5.790.000 krónur. BMW 1-línan kostar frá 4.290.000 til 5.090.000 krónur og Mercedes Benz A-Class frá 4.690.000 til 6.490.000. Hafa verður í huga að báðir þessir samkeppnisbílar eru minni en A3 Limousine og því er þessi verðsamanburður hæpinn. Víst er þó að aksturhæfni A3 Limousine er þeirra mest og innréttingin vönduðust. Kostir: Aksturshæfni, innrétting, vélar Ókostir: Fóta- og höfuðrými í aftursæti 1,4 l. bensínvél, 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 109 g/km CO2 Hröðun: 8,2 sek. Hámarkshraði: 224 km/klst Verð frá: 4.950.000 kr. Umboð: HeklaEins og fyrri daginn með Audi bíla er innréttingin í Audi A3 sérlega vönduð og leit er að betri frágangi í bílum í þessum stærðarflokki.Rými fyrir aftursætisfarþega er ekki mikið. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Reynsluakstur - Audi A3 Limousine Að reyna bíl sem nýkjörinn hefur verið heimsbíll ársins er eitthvað til að hlakka til og sú tilhlökkun breyttist í breiðara og breiðara bros við hvern kílómeter sem hann át upp með stæl. Það er í sjálfu sér hálfskrítið að aka svo smáum bíl sem lagt er svona mikið í, því flestir bílar af þessum gæðum eru mun stærri bílar. En af hverju ekki í smábíl og þá með þeim meðfylgjandi kosti að hann kostar ekki mikið? Það er semsagt hægt að aka um á glæsilegum lúxusbíl með frábæra akstureiginleika fyrir ekki nema 4.950.000 krónur. Ekki slæmt það. Audi A3 er nú af þriðju kynslóð frá árinu í fyrra, en Audi kynnti A3 fyrst til sögunnar árið 1996. Núverandi kynslóð Audi A3 hefur sópað til sín verðlaunum um allan heim. Til dæmis kaus dómnefnd bílablaðakvenna nýverið Saloon útfærslu hans fjölskyldubíl ársins og S3 kraftaútgáfu hans sportbíl ársins. Það er því ljóst að Audi er að gera eitthvað mjög rétt með Audi A3.Magnaður akstursbíll Audi A3 fæst í fjöldamörgum útfærslum í Sportback eða Saloon útliti, með mikið val um vélbúnað. Sú allra öflugasta er S3 kraftagerð A3 með 300 hestafla vél. Reynsluakstursbíllinn var með 1.4 lítra og 150 hestafla bensínvél með 7 gíra S-tronic sjálfskiptingu. Þar fer afar sparneytinn bíll sem gefinn er upp með 4,7 lítra eyðslu. Þeirri tölu var ekki náð í reynsluakstri í kuldanum hér, auk þess sem sparakstur var ekki viðhafður. Hann var nær því að vera með um 6 lítra eyðslu og er það alls ekki slæmt fyrir bíl sem er 8,1 sekúndu í hundraðið. Akstur þessa bíls er alger draumur. Frábær og frekar stíf fjöðrun, endalaus rásfesta og nákvæm stýring virkilega gleður bílaáhugamann og hefur greinarritari ekki prófað betri akstursbíl í þessum flokki. Sú litla vél sem í bílnum er er alger kraftaköggull og hjálpar þar forþjappa mikið til. S-tronic sjálfskiptingin er sem fyrr hrikalega skemmtileg með sínar tvær kúplingar. Eitt var það sem vakti verulega athygli ökumanns. Þegar lítils afls er krafist frá vélinni slekkur hún á tveimur af fjórum strokkum sínum og sparar með því mikið eldsneyti.Sérlega fáguð innrétting Ytra útlit Audi A3 Limousine er eitthvað til að gleðja eigendur bílsins, afar sportlegt en klassískt. Þessi gerð bílsins er mun laglegri en Sportback hlaðbaksgerð A3 og munar þar miklu. Það verður þó að segja að A3 Limousine sverji sig mjög sterklega í ætt annarra og stærri Audi bíla, svo stundum mætti ímynda sér að mynd af Audi A4 hafa bara verið smækkuð örlítið, en þessar línur finnast einnig í A6 og A8. En þá má spyrja, af hverju að breyta því sem er svo fallegt og líkar svo vel hjá kaupendum? Hér gildir greinilega reglan; „If it ain´t broken, don´t fix it“. Innrétting bílsins hefur mikið verið mærð af þeim sem fjalla um bíla og ekki af ástæðulausu því hún er í einu orði sagt gullfalleg.Eiginlega er hægt að lýsa innréttingunni í bílnum með einu orði, fágun! Sérstaka gleði vekur skjár sem sprettur uppúr miðju mælaborðinu, en á honum er fjölmörgum stjórntækjum bílsins stjórnað. Sætin í reynsluaksturbílnum voru með geggjuðu leðri, en fyrir það þarf að borga sérstaklega. Lítið fóta- og höfuðrými afturí Audi A3 Limousine er ekki stór bíll, en samt fer vel um framsætisfarþega. Ekki má þó segja það sama um aftursætin, en þar er hvorki mikið fótarými né höfuðrými og fer þar aðalókostur bílsins, því leit er að öðrum ókostum hans. Helst væri þó að nefna skottrými, en það er skiljanlega af sama meiði í ekki stærri bíl, þó 425 lítrar. Stór kostur er hinsvegar að skottopið er mög stórt, sem auðveldar hlaðningu þess. Þessi bíll er náttúrulega ekki helst gerður fyrir lengstu ferðalög með mikinn farangur. Þetta er borgarbíll þar sem oftast er einn eða tveir í bílnum. Ekki færi þó illa um börn í aftursætinu á ferðalögum. Audi A3 Limousine á helst samkeppnisbíla í formi BMW 1-línunnar og Mercedes Benz A-Class. A3 Limousine kostar frá 4.950.000 til 5.790.000 krónur. BMW 1-línan kostar frá 4.290.000 til 5.090.000 krónur og Mercedes Benz A-Class frá 4.690.000 til 6.490.000. Hafa verður í huga að báðir þessir samkeppnisbílar eru minni en A3 Limousine og því er þessi verðsamanburður hæpinn. Víst er þó að aksturhæfni A3 Limousine er þeirra mest og innréttingin vönduðust. Kostir: Aksturshæfni, innrétting, vélar Ókostir: Fóta- og höfuðrými í aftursæti 1,4 l. bensínvél, 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 109 g/km CO2 Hröðun: 8,2 sek. Hámarkshraði: 224 km/klst Verð frá: 4.950.000 kr. Umboð: HeklaEins og fyrri daginn með Audi bíla er innréttingin í Audi A3 sérlega vönduð og leit er að betri frágangi í bílum í þessum stærðarflokki.Rými fyrir aftursætisfarþega er ekki mikið.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent