Erlent

Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Stjórnendur Jyllands-Posten bregðast við árás á franskt tímarit. Mynd úr safni.
Stjórnendur Jyllands-Posten bregðast við árás á franskt tímarit. Mynd úr safni. Vísir/AFP
Búið er að auka öryggisgæslu á skrifstofum Jyllands-Posten í kjölfar árásar sem gerð var ritstjórnarskrifstofu franska satírublaðsins Charlie Hebdo í morgun, samkvæmt Reuters. Jyllands-Posten birti árið 2005 skopmyndateikningu af Múhameð spámanni.

Sjá einnig: Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París

Árásin í dag er ekki sú fyrsta sem gerð er á skrifstofur Charlie Hebdo en tímaritið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna teikninga sem þar hafa verið birtar af leiðtogum múslíma. Árið 2008 birtu þeir umdeilda teikningu Jyllands-Posten.


Tengdar fréttir

„Allir eru í áfalli“

Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×