Erlent

Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Verið er að rannsaka bílinn. Á þessari mynd sést bifreiðin sem árásarmennirnir komu á.
Verið er að rannsaka bílinn. Á þessari mynd sést bifreiðin sem árásarmennirnir komu á. Vísir/AFP
Víðtæk leit stendur nú yfir af árásarmönnunum þremur sem réðust á skrifstofur Charlie Hebdo í morgun. Tólf létust í árásinni.

Árásarmennirnir voru hettuklæddir og vopnaðir Kalashnikov hríðskotarifflum og sprengjuvörpu. Um þrjú þúsund lögreglumenn leita þeirra.

Sjá einnig: Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París

Innanríkisráðherra Frakka talaði við blaðamenn fyrir utan neyðarfund ríkisstjórnarinnar þar sem hann sagði meðal annars að leitað væri allra leiða til að finna og handsama glæpamennina þrjá. Franski herinn hefur verið kallaður til vegna leitarinnar.

Yfirvöld hafa fundið yfirgefinn bíl nærri Porte de Pantin sem árásarmennirnir eru taldir hafa verið í. Talið er að þeir hafi rænt öðrum bíl og ekið burt. Guardian segir að verið sé að rannsaka bílinn.

Sjá einnig: „Allir eru í áfalli“

Ekki er vitað hverjir árásarmennirnir eru eða af hverju þeir réðust á Charlie Hebdo. Ekki liggja fyrir upplýsingar sem tengja árásarmennina við tiltekna hópa.

Fréttastofan Sky segir að árásin hafi verið gerð á meðan ritstjórnarfundi stóð og að byssumennirnir hafi kallað nöfn tiltekinni starfsmanna og svo skotið þá. 


Tengdar fréttir

„Allir eru í áfalli“

Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×