Erlent

Árásarmennirnir sagðir vel þjálfaðir

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásarmennirnir myrtu tvo lögreglumenn.
Árásarmennirnir myrtu tvo lögreglumenn. Vísir/AFP
Sérfræðingar segja mennina þrjá sem réðust inn á skrifstofur háðtímaritsins Charlie Hebdo vera vel þjálfaða og að árásin hafi verið vel skipulögð.

„Þeir framkvæmdu árásina á yfirvegaðan og rólegan hátt,“ segir Richard Clarke, sem er fyrrverandi hryðjuverkasérfræðingur við Hvíta húsið, við fréttastofu ABC. „Þeir virðast skjóta ekki á víð og dreif og litu ekki út fyrir að vera í einhverju æði. Þeir voru að framkvæma hernaðar aðgerð.“

Annar sérfræðingur sem ABC ræðir við er sammála og segir mjög ólíklegt að þetta gæti ekki verið þeirra fyrsta „ródeó“

Á myndbandi af mönnunum sést annað atriði sem sérfræðingar segja gefa í skyn að um vana menn sé að ræða. Eftir að hafa myrt lögreglumann héldu þeir aftur að bílnum en einn þeirra tók upp eitthvað sem virðist vera skór. Sérfræðingar segja að óvanir menn hefðu líklega ekki haft vit á að gera það og slíkum mönnum hefði ekki dottið það í hug í öllum æsingnum.

Tólf manns létust í París í dag og þar af tveir lögreglumenn og átta blaðamenn. Myndband náðist af árásarmönnunum þar sem þeir skutu og særðu franskan lögreglumann. Þar sem lögreglumaðurinn lá særður hljóp annar maðurinn upp að honum á meðan hinn árásarmaðurinn skýldi honum.

Án þess að hægja á sér skaut maðurinn lögreglumanninn í höfuðið og síðan hlupu þeir aftur í bílinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×