Fótbolti

Messi er ánægður hjá Barcelona

Lionel Messi.
Lionel Messi. vísir/getty
Það er mikil ólga innan herbúða Barcelona þessa dagana og forseti félagsins reynir nú að róa stuðningsmenn félagsins.

Samband stjörnu liðsins, Lionel Messi, og þjálfarans, Luis Enrique, er sagt vera við frostmark. Búið er að reka íþróttastjóra félagsins og alls kyns sögusagnir um ósætti er á flugi.

Forsetinn, Josep Maria Bartomeu, segir að Messi sé ekki á förum þrátt fyrir sögusagnir um annað.

„Messi er með samning til ársins 2018. Hann er ánægður og vill vinna fleiri titla með félaginu. Stuðningsmenn þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Messi er okkar maður og liðið er byggt í kringum hann," sagði Bartomeu.

„Fótboltaheimurinn veit vel að við viljum ekki selja Messi. Hann er besti knattspyrnumaður heims. Þessar fréttir í blöðunum eru tilbúningur og til þess gerðar að skaða félagið. Það er verið að búa til ágreining sem er ekki til staðar. Ég heyri ekki annað á Enrique og Messi en það sé allt í góðu á milli þeirra."


Tengdar fréttir

Zubizarreta rekinn og Puyol hættir

Það er titringur í herbúðum Barcelona þessa dagana og markvarðargoðsögnin, Andoni Zubizarreta, hefur verið rekinn frá félaginu.

Grátbáðu þjálfarann um að refsa ekki Messi

Sport-blaðið í Barcelona fjallar um ástandið innan Barcelona-liðsins í forsíðufrétt í dag en þar kemur fram að fyrirhugaður sáttafundur í dag ráði miklu um framhaldið en þjálfarinn (Luis Enrique) og skærasta stjarnan (Lionel Messi) talast ekki við þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×