Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 94-80 | Jón Axel er kominn heim Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2015 15:03 Jón Axel stóð sig vel í kvöld. Vísir/stefán Grindvíkingar unnu ótrúlega mikilvægan sigur á Haukum, 94-80, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Röstinni, suður með sjó. Rodney Alexander var flottur í liði Grindvíkinga í kvöld og skoraði 26 stig og tók 16 fráköst. Jón Axel Guðmundsson var einnig frábær í liði Grindvíkinga og skoraði hann 23 stig. Leikurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel fyrir bæði lið og voru þau lengi í gang. Það sem einkenndi upphafsmínúturnar voru mistök en þegar leið á leikhlutann náðu gestirnir úr Hafnafirðinum ágætis tökum á leiknum. Sóknarleikur Grindvíkinga var ekki að ganga og Haukar gengu á lagið. Þeir leiddu leikinn 23-16 undir lok fyrsta leikhluta en þegar honum var lokið munaði fjórum stigum á liðunum 23-19. Grindavík byrjar annan leikhluta ágætlega og komst fljótlega yfir 33-31 en þá settu Haukarnir í annan gír og náðu aftur tökum á leiknum. Sóknarleikur heimamanna var oft tíðum barnalegur og gerðu leikmenn liðsins ítrekað slæm tæknimistök. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 44-41 fyrir Hauka en þá höfðu leikmenn Grindavíkur kastað boltanum frá sér 15 sinnum. Erfitt að vinna leiki með slíka tölfræði og þurfti liðið að endurskipuleggja sig í hálfleiknum. Alex Francis hafði gert 16 stig og tekið 10 fráköst þegar leikurinn var hálfnaður. Rodney Alexander var atkvæðamestur hjá Grindvíkingum með tíu stig. Það kom allt annað lið út í síðari hálfleikinn og Grindvíkingar höfðu greinilega rætt vel málin. Fljótlega komust þeir yfir og undir góðri leikstjórn Jóns Axels hrukku þeir í gang. Þeir bættu allt sem kemur að körfubolta og náðu mest 16 stiga forskoti í þriðja leikhlutanum. 75-59. Staðan fyrir loka leikhlutann var 76-61 og Haukar þurftu að setja í fimmta gírinn strax . Þeir gulu héldu áfram uppteknum hætti í fjórða leikhluta og þeir Jón Axel Guðmundsson og Rodney Alexander héldu áfram að spila vel. Síðan kom baráttuhundurinn Ómar Örn Sævarsson einnig sterkur inn. Haukar náðu aldrei að brúa bilið og heimamenn unnu að lokum ótrúlega mikilvægan sigur 94-80. Grindvíkingar eru nú komnir með 10 stig í deildinni og Haukar ennþá með 14 stig.Grindavík-Haukar 94-80 (19-23, 22-21, 34-17, 19-19)Grindavík: Rodney Alexander 26/16 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 23/5 stoðsendingar/5 stolnir, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 11/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hilmir Kristjánsson 7, Daníel Guðni Guðmundsson 3/4 fráköst.Haukar: Alex Francis 30/17 fráköst, Kári Jónsson 17/5 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Þór Einarsson 14, Helgi Björn Einarsson 8/5 fráköst, Kristinn Marinósson 6, Emil Barja 3/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kristján Leifur Sverrisson 2. Sverrir Þór: Fyrri og seinni hálfleikur eins og svart og hvítt „Í fyrri hálfleik vorum við nánast latir og hægir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum ekki að gera þetta eins og við lögðum upp með og þetta náðum við að laga í síðari hálfleiknum. Þá fengum við fullt af auðveldum körfum og þetta gekk mun betur.“ Sverrir segir að liðið hafi sýnt mun meiri samvinnu í síðari hálfleiknum. „Þetta var góð byrjun á árinu og við höfum verið að bæta okkur mikið. Við ætlum bara ofar í töflunni og komast vel í þessa úrslitakeppni.“ Ívar: Hættum að spila okkar varnarleik„Þriðji leikhlutinn hjá okkur fór með þennan leik,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum alveg ágætir í fjórða leikhlutanum en það var bara alls ekki nóg. Þeir skoruðu 34 stig í þriðja leikhlutanum og það var okkur erfitt.“ Grindvíkingar komu sterkir til leiks í síðari hálfleiknum en það kom Ívari ekkert á óvart. „Við hættum að spila varnarleikinn sem við vorum búnir að vera spila og náðum því ekki að stýra hraðanum á leiknum eins og uppleggið var.“ Ívar segir að leikmenn liðsins hafi flýtt sér alltof mikið í sóknarleiknum. „Við ætluðum bara að vinna upp sex stiga mun á nokkrum sekúndum.“Grindavík - Haukar [Bein textalýsing] Leik lokið (94-80): Grindvíkingar vinna að lokum nokkuð þægilegan sigur. Mikilvægt að fá Jón Axel aftur heim. 38. mín (87-74): Ekki ýkja mikið eftir af þessum leik og þetta fer að verða komið hjá Grindvíkingum. Haukar hafa ekki mætt til leiks í síðari hálfleiknum. 36. mín (81-69): Rodney Alexander hefur reynst Grindvíkingum Drjúgur í kvöld en hann setur hér niður tvö stig og er kominn með 22 stig og 16 fráköst. 34. mín (77-67): Haukar eitthvað að vakna til lífsins. Þeir þurfa að girða sig í brók. 32. mín (77-63): Áfram sami munur á liðunum. Þriðja leikhluta lokið (75-61): Ótrúlegur þriðji leikhluti hjá Grindvíkingum. Þvílík breyting á einu liði. Hafa bætt sig á öllum vígstöðum á meðan Haukar sjá ekki til sólar. 28. mín (69-59): Aftur þriggja stiga karfa hjá heimamönnum. Jóhann Árni setur það niður. 26. mín (66-57): Þristur hjá Óla Óla. 25. mín (61-55): Ómar Örn stelur hér boltanum, brunar upp völlinn og leggur boltann snyrtilega ofan í körfuna. Grindvíkingar að leika virkilega vel núna. 24. mín (55-50): Heimamenn halda áfram. Allt annað að sjá til liðsins. Menn mun ákveðnari. 22. mín (48-46): Flott byrjun á síðari hálfleiknum hjá Grindvíkingum. Jón Axel með þrist. Hálfleikur (41-44): Nokkuð jafn leikur og Grindvíkingar virðast vera sækja aðeins í sig veðrið. Þetta er ekki besti leikur tímabilsins en hann er spennandi. Grindvíkingar hafa til að mynda kastað boltanum frá sér 15 sinnum í fyrri hálfleiknum. 19. mín (35-42): Grindvíkingar aftur dottnir á sama plan og í upphafi leiks. Mikið um mistök og menn ekki nægilega einbeittir. 18. mín (33-38): Haukar svara bara strax og gera sjö stig í röð. 16. mín (33-31): Grindvíkingar komnir yfir. Þeir vinna síðan strax boltann aftur og geta bætt í forskotið. 14. mín (27-28): Frábær kafli hjá heimamönnum og ungu strákarnir að koma vel inn hjá Grindvíkingum. Jón Axel kominn með sjö stig hjá þeim gulu en Alex Francis er með 14 hjá Haukum. 12. mín (20-28): Haukar byrja þennan leikhluta betur. 1. leikhluta lokið (19-23): Brotið var á Jóni Axeli Guðmundssyni þegar hann var í skoti á miðjum vellinum. Leiktíminn var í þann mund að renna út og hann fær þrjú skot. Grindvíkingar náðu því að minnka muninn í fjögur stig undir lokin. 8. mín (12-17): Flottur kafli hjá Haukum. 7. mín (12-11): Það er allavega jafnræði á með liðunum. Menn einnig að berjast gríðarlega fyrir hverri körfu.5. mín (6-7): Ekki besti körfuboltinn sem við erum að sjá hér á upphafsmínútunum. Mikið um mistök. 3. mín (6-3): Grindvíkingar byrja leikinn ágætlega. 1. mín (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað. Fyrir leik: Fólk farið að mæta í höllina. Vonandi fáum við skemmtilegan leik. Fyrir leik: Grindvíkingar eru í 9. sæti Dominos-deildarinnar með átta stig. Haukar eru aftur á móti í betri málum með 14 stig i fjórða sæti deildarinnar. Fyrir leik: Liðin farin að hita upp. Góð stemmning í leikmönnum. Fyrir leik: Haukarnir unnu tuttugua stiga sigur í fyrri leik liðanna, 97-77, sem fram fór á Ásvöllum. Tveir stigahæstu leikmenn Grindavíkurliðsins í þeim leik. Magnús Þór Gunnarsson og Joel Hayden Haywood, eru hættir hjá liðinu. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Grindvíkingar unnu ótrúlega mikilvægan sigur á Haukum, 94-80, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Röstinni, suður með sjó. Rodney Alexander var flottur í liði Grindvíkinga í kvöld og skoraði 26 stig og tók 16 fráköst. Jón Axel Guðmundsson var einnig frábær í liði Grindvíkinga og skoraði hann 23 stig. Leikurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel fyrir bæði lið og voru þau lengi í gang. Það sem einkenndi upphafsmínúturnar voru mistök en þegar leið á leikhlutann náðu gestirnir úr Hafnafirðinum ágætis tökum á leiknum. Sóknarleikur Grindvíkinga var ekki að ganga og Haukar gengu á lagið. Þeir leiddu leikinn 23-16 undir lok fyrsta leikhluta en þegar honum var lokið munaði fjórum stigum á liðunum 23-19. Grindavík byrjar annan leikhluta ágætlega og komst fljótlega yfir 33-31 en þá settu Haukarnir í annan gír og náðu aftur tökum á leiknum. Sóknarleikur heimamanna var oft tíðum barnalegur og gerðu leikmenn liðsins ítrekað slæm tæknimistök. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 44-41 fyrir Hauka en þá höfðu leikmenn Grindavíkur kastað boltanum frá sér 15 sinnum. Erfitt að vinna leiki með slíka tölfræði og þurfti liðið að endurskipuleggja sig í hálfleiknum. Alex Francis hafði gert 16 stig og tekið 10 fráköst þegar leikurinn var hálfnaður. Rodney Alexander var atkvæðamestur hjá Grindvíkingum með tíu stig. Það kom allt annað lið út í síðari hálfleikinn og Grindvíkingar höfðu greinilega rætt vel málin. Fljótlega komust þeir yfir og undir góðri leikstjórn Jóns Axels hrukku þeir í gang. Þeir bættu allt sem kemur að körfubolta og náðu mest 16 stiga forskoti í þriðja leikhlutanum. 75-59. Staðan fyrir loka leikhlutann var 76-61 og Haukar þurftu að setja í fimmta gírinn strax . Þeir gulu héldu áfram uppteknum hætti í fjórða leikhluta og þeir Jón Axel Guðmundsson og Rodney Alexander héldu áfram að spila vel. Síðan kom baráttuhundurinn Ómar Örn Sævarsson einnig sterkur inn. Haukar náðu aldrei að brúa bilið og heimamenn unnu að lokum ótrúlega mikilvægan sigur 94-80. Grindvíkingar eru nú komnir með 10 stig í deildinni og Haukar ennþá með 14 stig.Grindavík-Haukar 94-80 (19-23, 22-21, 34-17, 19-19)Grindavík: Rodney Alexander 26/16 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 23/5 stoðsendingar/5 stolnir, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 11/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hilmir Kristjánsson 7, Daníel Guðni Guðmundsson 3/4 fráköst.Haukar: Alex Francis 30/17 fráköst, Kári Jónsson 17/5 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Þór Einarsson 14, Helgi Björn Einarsson 8/5 fráköst, Kristinn Marinósson 6, Emil Barja 3/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kristján Leifur Sverrisson 2. Sverrir Þór: Fyrri og seinni hálfleikur eins og svart og hvítt „Í fyrri hálfleik vorum við nánast latir og hægir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum ekki að gera þetta eins og við lögðum upp með og þetta náðum við að laga í síðari hálfleiknum. Þá fengum við fullt af auðveldum körfum og þetta gekk mun betur.“ Sverrir segir að liðið hafi sýnt mun meiri samvinnu í síðari hálfleiknum. „Þetta var góð byrjun á árinu og við höfum verið að bæta okkur mikið. Við ætlum bara ofar í töflunni og komast vel í þessa úrslitakeppni.“ Ívar: Hættum að spila okkar varnarleik„Þriðji leikhlutinn hjá okkur fór með þennan leik,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum alveg ágætir í fjórða leikhlutanum en það var bara alls ekki nóg. Þeir skoruðu 34 stig í þriðja leikhlutanum og það var okkur erfitt.“ Grindvíkingar komu sterkir til leiks í síðari hálfleiknum en það kom Ívari ekkert á óvart. „Við hættum að spila varnarleikinn sem við vorum búnir að vera spila og náðum því ekki að stýra hraðanum á leiknum eins og uppleggið var.“ Ívar segir að leikmenn liðsins hafi flýtt sér alltof mikið í sóknarleiknum. „Við ætluðum bara að vinna upp sex stiga mun á nokkrum sekúndum.“Grindavík - Haukar [Bein textalýsing] Leik lokið (94-80): Grindvíkingar vinna að lokum nokkuð þægilegan sigur. Mikilvægt að fá Jón Axel aftur heim. 38. mín (87-74): Ekki ýkja mikið eftir af þessum leik og þetta fer að verða komið hjá Grindvíkingum. Haukar hafa ekki mætt til leiks í síðari hálfleiknum. 36. mín (81-69): Rodney Alexander hefur reynst Grindvíkingum Drjúgur í kvöld en hann setur hér niður tvö stig og er kominn með 22 stig og 16 fráköst. 34. mín (77-67): Haukar eitthvað að vakna til lífsins. Þeir þurfa að girða sig í brók. 32. mín (77-63): Áfram sami munur á liðunum. Þriðja leikhluta lokið (75-61): Ótrúlegur þriðji leikhluti hjá Grindvíkingum. Þvílík breyting á einu liði. Hafa bætt sig á öllum vígstöðum á meðan Haukar sjá ekki til sólar. 28. mín (69-59): Aftur þriggja stiga karfa hjá heimamönnum. Jóhann Árni setur það niður. 26. mín (66-57): Þristur hjá Óla Óla. 25. mín (61-55): Ómar Örn stelur hér boltanum, brunar upp völlinn og leggur boltann snyrtilega ofan í körfuna. Grindvíkingar að leika virkilega vel núna. 24. mín (55-50): Heimamenn halda áfram. Allt annað að sjá til liðsins. Menn mun ákveðnari. 22. mín (48-46): Flott byrjun á síðari hálfleiknum hjá Grindvíkingum. Jón Axel með þrist. Hálfleikur (41-44): Nokkuð jafn leikur og Grindvíkingar virðast vera sækja aðeins í sig veðrið. Þetta er ekki besti leikur tímabilsins en hann er spennandi. Grindvíkingar hafa til að mynda kastað boltanum frá sér 15 sinnum í fyrri hálfleiknum. 19. mín (35-42): Grindvíkingar aftur dottnir á sama plan og í upphafi leiks. Mikið um mistök og menn ekki nægilega einbeittir. 18. mín (33-38): Haukar svara bara strax og gera sjö stig í röð. 16. mín (33-31): Grindvíkingar komnir yfir. Þeir vinna síðan strax boltann aftur og geta bætt í forskotið. 14. mín (27-28): Frábær kafli hjá heimamönnum og ungu strákarnir að koma vel inn hjá Grindvíkingum. Jón Axel kominn með sjö stig hjá þeim gulu en Alex Francis er með 14 hjá Haukum. 12. mín (20-28): Haukar byrja þennan leikhluta betur. 1. leikhluta lokið (19-23): Brotið var á Jóni Axeli Guðmundssyni þegar hann var í skoti á miðjum vellinum. Leiktíminn var í þann mund að renna út og hann fær þrjú skot. Grindvíkingar náðu því að minnka muninn í fjögur stig undir lokin. 8. mín (12-17): Flottur kafli hjá Haukum. 7. mín (12-11): Það er allavega jafnræði á með liðunum. Menn einnig að berjast gríðarlega fyrir hverri körfu.5. mín (6-7): Ekki besti körfuboltinn sem við erum að sjá hér á upphafsmínútunum. Mikið um mistök. 3. mín (6-3): Grindvíkingar byrja leikinn ágætlega. 1. mín (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað. Fyrir leik: Fólk farið að mæta í höllina. Vonandi fáum við skemmtilegan leik. Fyrir leik: Grindvíkingar eru í 9. sæti Dominos-deildarinnar með átta stig. Haukar eru aftur á móti í betri málum með 14 stig i fjórða sæti deildarinnar. Fyrir leik: Liðin farin að hita upp. Góð stemmning í leikmönnum. Fyrir leik: Haukarnir unnu tuttugua stiga sigur í fyrri leik liðanna, 97-77, sem fram fór á Ásvöllum. Tveir stigahæstu leikmenn Grindavíkurliðsins í þeim leik. Magnús Þór Gunnarsson og Joel Hayden Haywood, eru hættir hjá liðinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira