Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 94-80 | Jón Axel er kominn heim Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2015 15:03 Jón Axel stóð sig vel í kvöld. Vísir/stefán Grindvíkingar unnu ótrúlega mikilvægan sigur á Haukum, 94-80, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Röstinni, suður með sjó. Rodney Alexander var flottur í liði Grindvíkinga í kvöld og skoraði 26 stig og tók 16 fráköst. Jón Axel Guðmundsson var einnig frábær í liði Grindvíkinga og skoraði hann 23 stig. Leikurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel fyrir bæði lið og voru þau lengi í gang. Það sem einkenndi upphafsmínúturnar voru mistök en þegar leið á leikhlutann náðu gestirnir úr Hafnafirðinum ágætis tökum á leiknum. Sóknarleikur Grindvíkinga var ekki að ganga og Haukar gengu á lagið. Þeir leiddu leikinn 23-16 undir lok fyrsta leikhluta en þegar honum var lokið munaði fjórum stigum á liðunum 23-19. Grindavík byrjar annan leikhluta ágætlega og komst fljótlega yfir 33-31 en þá settu Haukarnir í annan gír og náðu aftur tökum á leiknum. Sóknarleikur heimamanna var oft tíðum barnalegur og gerðu leikmenn liðsins ítrekað slæm tæknimistök. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 44-41 fyrir Hauka en þá höfðu leikmenn Grindavíkur kastað boltanum frá sér 15 sinnum. Erfitt að vinna leiki með slíka tölfræði og þurfti liðið að endurskipuleggja sig í hálfleiknum. Alex Francis hafði gert 16 stig og tekið 10 fráköst þegar leikurinn var hálfnaður. Rodney Alexander var atkvæðamestur hjá Grindvíkingum með tíu stig. Það kom allt annað lið út í síðari hálfleikinn og Grindvíkingar höfðu greinilega rætt vel málin. Fljótlega komust þeir yfir og undir góðri leikstjórn Jóns Axels hrukku þeir í gang. Þeir bættu allt sem kemur að körfubolta og náðu mest 16 stiga forskoti í þriðja leikhlutanum. 75-59. Staðan fyrir loka leikhlutann var 76-61 og Haukar þurftu að setja í fimmta gírinn strax . Þeir gulu héldu áfram uppteknum hætti í fjórða leikhluta og þeir Jón Axel Guðmundsson og Rodney Alexander héldu áfram að spila vel. Síðan kom baráttuhundurinn Ómar Örn Sævarsson einnig sterkur inn. Haukar náðu aldrei að brúa bilið og heimamenn unnu að lokum ótrúlega mikilvægan sigur 94-80. Grindvíkingar eru nú komnir með 10 stig í deildinni og Haukar ennþá með 14 stig.Grindavík-Haukar 94-80 (19-23, 22-21, 34-17, 19-19)Grindavík: Rodney Alexander 26/16 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 23/5 stoðsendingar/5 stolnir, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 11/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hilmir Kristjánsson 7, Daníel Guðni Guðmundsson 3/4 fráköst.Haukar: Alex Francis 30/17 fráköst, Kári Jónsson 17/5 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Þór Einarsson 14, Helgi Björn Einarsson 8/5 fráköst, Kristinn Marinósson 6, Emil Barja 3/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kristján Leifur Sverrisson 2. Sverrir Þór: Fyrri og seinni hálfleikur eins og svart og hvítt „Í fyrri hálfleik vorum við nánast latir og hægir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum ekki að gera þetta eins og við lögðum upp með og þetta náðum við að laga í síðari hálfleiknum. Þá fengum við fullt af auðveldum körfum og þetta gekk mun betur.“ Sverrir segir að liðið hafi sýnt mun meiri samvinnu í síðari hálfleiknum. „Þetta var góð byrjun á árinu og við höfum verið að bæta okkur mikið. Við ætlum bara ofar í töflunni og komast vel í þessa úrslitakeppni.“ Ívar: Hættum að spila okkar varnarleik„Þriðji leikhlutinn hjá okkur fór með þennan leik,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum alveg ágætir í fjórða leikhlutanum en það var bara alls ekki nóg. Þeir skoruðu 34 stig í þriðja leikhlutanum og það var okkur erfitt.“ Grindvíkingar komu sterkir til leiks í síðari hálfleiknum en það kom Ívari ekkert á óvart. „Við hættum að spila varnarleikinn sem við vorum búnir að vera spila og náðum því ekki að stýra hraðanum á leiknum eins og uppleggið var.“ Ívar segir að leikmenn liðsins hafi flýtt sér alltof mikið í sóknarleiknum. „Við ætluðum bara að vinna upp sex stiga mun á nokkrum sekúndum.“Grindavík - Haukar [Bein textalýsing] Leik lokið (94-80): Grindvíkingar vinna að lokum nokkuð þægilegan sigur. Mikilvægt að fá Jón Axel aftur heim. 38. mín (87-74): Ekki ýkja mikið eftir af þessum leik og þetta fer að verða komið hjá Grindvíkingum. Haukar hafa ekki mætt til leiks í síðari hálfleiknum. 36. mín (81-69): Rodney Alexander hefur reynst Grindvíkingum Drjúgur í kvöld en hann setur hér niður tvö stig og er kominn með 22 stig og 16 fráköst. 34. mín (77-67): Haukar eitthvað að vakna til lífsins. Þeir þurfa að girða sig í brók. 32. mín (77-63): Áfram sami munur á liðunum. Þriðja leikhluta lokið (75-61): Ótrúlegur þriðji leikhluti hjá Grindvíkingum. Þvílík breyting á einu liði. Hafa bætt sig á öllum vígstöðum á meðan Haukar sjá ekki til sólar. 28. mín (69-59): Aftur þriggja stiga karfa hjá heimamönnum. Jóhann Árni setur það niður. 26. mín (66-57): Þristur hjá Óla Óla. 25. mín (61-55): Ómar Örn stelur hér boltanum, brunar upp völlinn og leggur boltann snyrtilega ofan í körfuna. Grindvíkingar að leika virkilega vel núna. 24. mín (55-50): Heimamenn halda áfram. Allt annað að sjá til liðsins. Menn mun ákveðnari. 22. mín (48-46): Flott byrjun á síðari hálfleiknum hjá Grindvíkingum. Jón Axel með þrist. Hálfleikur (41-44): Nokkuð jafn leikur og Grindvíkingar virðast vera sækja aðeins í sig veðrið. Þetta er ekki besti leikur tímabilsins en hann er spennandi. Grindvíkingar hafa til að mynda kastað boltanum frá sér 15 sinnum í fyrri hálfleiknum. 19. mín (35-42): Grindvíkingar aftur dottnir á sama plan og í upphafi leiks. Mikið um mistök og menn ekki nægilega einbeittir. 18. mín (33-38): Haukar svara bara strax og gera sjö stig í röð. 16. mín (33-31): Grindvíkingar komnir yfir. Þeir vinna síðan strax boltann aftur og geta bætt í forskotið. 14. mín (27-28): Frábær kafli hjá heimamönnum og ungu strákarnir að koma vel inn hjá Grindvíkingum. Jón Axel kominn með sjö stig hjá þeim gulu en Alex Francis er með 14 hjá Haukum. 12. mín (20-28): Haukar byrja þennan leikhluta betur. 1. leikhluta lokið (19-23): Brotið var á Jóni Axeli Guðmundssyni þegar hann var í skoti á miðjum vellinum. Leiktíminn var í þann mund að renna út og hann fær þrjú skot. Grindvíkingar náðu því að minnka muninn í fjögur stig undir lokin. 8. mín (12-17): Flottur kafli hjá Haukum. 7. mín (12-11): Það er allavega jafnræði á með liðunum. Menn einnig að berjast gríðarlega fyrir hverri körfu.5. mín (6-7): Ekki besti körfuboltinn sem við erum að sjá hér á upphafsmínútunum. Mikið um mistök. 3. mín (6-3): Grindvíkingar byrja leikinn ágætlega. 1. mín (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað. Fyrir leik: Fólk farið að mæta í höllina. Vonandi fáum við skemmtilegan leik. Fyrir leik: Grindvíkingar eru í 9. sæti Dominos-deildarinnar með átta stig. Haukar eru aftur á móti í betri málum með 14 stig i fjórða sæti deildarinnar. Fyrir leik: Liðin farin að hita upp. Góð stemmning í leikmönnum. Fyrir leik: Haukarnir unnu tuttugua stiga sigur í fyrri leik liðanna, 97-77, sem fram fór á Ásvöllum. Tveir stigahæstu leikmenn Grindavíkurliðsins í þeim leik. Magnús Þór Gunnarsson og Joel Hayden Haywood, eru hættir hjá liðinu. Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu ótrúlega mikilvægan sigur á Haukum, 94-80, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Röstinni, suður með sjó. Rodney Alexander var flottur í liði Grindvíkinga í kvöld og skoraði 26 stig og tók 16 fráköst. Jón Axel Guðmundsson var einnig frábær í liði Grindvíkinga og skoraði hann 23 stig. Leikurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel fyrir bæði lið og voru þau lengi í gang. Það sem einkenndi upphafsmínúturnar voru mistök en þegar leið á leikhlutann náðu gestirnir úr Hafnafirðinum ágætis tökum á leiknum. Sóknarleikur Grindvíkinga var ekki að ganga og Haukar gengu á lagið. Þeir leiddu leikinn 23-16 undir lok fyrsta leikhluta en þegar honum var lokið munaði fjórum stigum á liðunum 23-19. Grindavík byrjar annan leikhluta ágætlega og komst fljótlega yfir 33-31 en þá settu Haukarnir í annan gír og náðu aftur tökum á leiknum. Sóknarleikur heimamanna var oft tíðum barnalegur og gerðu leikmenn liðsins ítrekað slæm tæknimistök. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 44-41 fyrir Hauka en þá höfðu leikmenn Grindavíkur kastað boltanum frá sér 15 sinnum. Erfitt að vinna leiki með slíka tölfræði og þurfti liðið að endurskipuleggja sig í hálfleiknum. Alex Francis hafði gert 16 stig og tekið 10 fráköst þegar leikurinn var hálfnaður. Rodney Alexander var atkvæðamestur hjá Grindvíkingum með tíu stig. Það kom allt annað lið út í síðari hálfleikinn og Grindvíkingar höfðu greinilega rætt vel málin. Fljótlega komust þeir yfir og undir góðri leikstjórn Jóns Axels hrukku þeir í gang. Þeir bættu allt sem kemur að körfubolta og náðu mest 16 stiga forskoti í þriðja leikhlutanum. 75-59. Staðan fyrir loka leikhlutann var 76-61 og Haukar þurftu að setja í fimmta gírinn strax . Þeir gulu héldu áfram uppteknum hætti í fjórða leikhluta og þeir Jón Axel Guðmundsson og Rodney Alexander héldu áfram að spila vel. Síðan kom baráttuhundurinn Ómar Örn Sævarsson einnig sterkur inn. Haukar náðu aldrei að brúa bilið og heimamenn unnu að lokum ótrúlega mikilvægan sigur 94-80. Grindvíkingar eru nú komnir með 10 stig í deildinni og Haukar ennþá með 14 stig.Grindavík-Haukar 94-80 (19-23, 22-21, 34-17, 19-19)Grindavík: Rodney Alexander 26/16 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 23/5 stoðsendingar/5 stolnir, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 11/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hilmir Kristjánsson 7, Daníel Guðni Guðmundsson 3/4 fráköst.Haukar: Alex Francis 30/17 fráköst, Kári Jónsson 17/5 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Þór Einarsson 14, Helgi Björn Einarsson 8/5 fráköst, Kristinn Marinósson 6, Emil Barja 3/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kristján Leifur Sverrisson 2. Sverrir Þór: Fyrri og seinni hálfleikur eins og svart og hvítt „Í fyrri hálfleik vorum við nánast latir og hægir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum ekki að gera þetta eins og við lögðum upp með og þetta náðum við að laga í síðari hálfleiknum. Þá fengum við fullt af auðveldum körfum og þetta gekk mun betur.“ Sverrir segir að liðið hafi sýnt mun meiri samvinnu í síðari hálfleiknum. „Þetta var góð byrjun á árinu og við höfum verið að bæta okkur mikið. Við ætlum bara ofar í töflunni og komast vel í þessa úrslitakeppni.“ Ívar: Hættum að spila okkar varnarleik„Þriðji leikhlutinn hjá okkur fór með þennan leik,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum alveg ágætir í fjórða leikhlutanum en það var bara alls ekki nóg. Þeir skoruðu 34 stig í þriðja leikhlutanum og það var okkur erfitt.“ Grindvíkingar komu sterkir til leiks í síðari hálfleiknum en það kom Ívari ekkert á óvart. „Við hættum að spila varnarleikinn sem við vorum búnir að vera spila og náðum því ekki að stýra hraðanum á leiknum eins og uppleggið var.“ Ívar segir að leikmenn liðsins hafi flýtt sér alltof mikið í sóknarleiknum. „Við ætluðum bara að vinna upp sex stiga mun á nokkrum sekúndum.“Grindavík - Haukar [Bein textalýsing] Leik lokið (94-80): Grindvíkingar vinna að lokum nokkuð þægilegan sigur. Mikilvægt að fá Jón Axel aftur heim. 38. mín (87-74): Ekki ýkja mikið eftir af þessum leik og þetta fer að verða komið hjá Grindvíkingum. Haukar hafa ekki mætt til leiks í síðari hálfleiknum. 36. mín (81-69): Rodney Alexander hefur reynst Grindvíkingum Drjúgur í kvöld en hann setur hér niður tvö stig og er kominn með 22 stig og 16 fráköst. 34. mín (77-67): Haukar eitthvað að vakna til lífsins. Þeir þurfa að girða sig í brók. 32. mín (77-63): Áfram sami munur á liðunum. Þriðja leikhluta lokið (75-61): Ótrúlegur þriðji leikhluti hjá Grindvíkingum. Þvílík breyting á einu liði. Hafa bætt sig á öllum vígstöðum á meðan Haukar sjá ekki til sólar. 28. mín (69-59): Aftur þriggja stiga karfa hjá heimamönnum. Jóhann Árni setur það niður. 26. mín (66-57): Þristur hjá Óla Óla. 25. mín (61-55): Ómar Örn stelur hér boltanum, brunar upp völlinn og leggur boltann snyrtilega ofan í körfuna. Grindvíkingar að leika virkilega vel núna. 24. mín (55-50): Heimamenn halda áfram. Allt annað að sjá til liðsins. Menn mun ákveðnari. 22. mín (48-46): Flott byrjun á síðari hálfleiknum hjá Grindvíkingum. Jón Axel með þrist. Hálfleikur (41-44): Nokkuð jafn leikur og Grindvíkingar virðast vera sækja aðeins í sig veðrið. Þetta er ekki besti leikur tímabilsins en hann er spennandi. Grindvíkingar hafa til að mynda kastað boltanum frá sér 15 sinnum í fyrri hálfleiknum. 19. mín (35-42): Grindvíkingar aftur dottnir á sama plan og í upphafi leiks. Mikið um mistök og menn ekki nægilega einbeittir. 18. mín (33-38): Haukar svara bara strax og gera sjö stig í röð. 16. mín (33-31): Grindvíkingar komnir yfir. Þeir vinna síðan strax boltann aftur og geta bætt í forskotið. 14. mín (27-28): Frábær kafli hjá heimamönnum og ungu strákarnir að koma vel inn hjá Grindvíkingum. Jón Axel kominn með sjö stig hjá þeim gulu en Alex Francis er með 14 hjá Haukum. 12. mín (20-28): Haukar byrja þennan leikhluta betur. 1. leikhluta lokið (19-23): Brotið var á Jóni Axeli Guðmundssyni þegar hann var í skoti á miðjum vellinum. Leiktíminn var í þann mund að renna út og hann fær þrjú skot. Grindvíkingar náðu því að minnka muninn í fjögur stig undir lokin. 8. mín (12-17): Flottur kafli hjá Haukum. 7. mín (12-11): Það er allavega jafnræði á með liðunum. Menn einnig að berjast gríðarlega fyrir hverri körfu.5. mín (6-7): Ekki besti körfuboltinn sem við erum að sjá hér á upphafsmínútunum. Mikið um mistök. 3. mín (6-3): Grindvíkingar byrja leikinn ágætlega. 1. mín (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað. Fyrir leik: Fólk farið að mæta í höllina. Vonandi fáum við skemmtilegan leik. Fyrir leik: Grindvíkingar eru í 9. sæti Dominos-deildarinnar með átta stig. Haukar eru aftur á móti í betri málum með 14 stig i fjórða sæti deildarinnar. Fyrir leik: Liðin farin að hita upp. Góð stemmning í leikmönnum. Fyrir leik: Haukarnir unnu tuttugua stiga sigur í fyrri leik liðanna, 97-77, sem fram fór á Ásvöllum. Tveir stigahæstu leikmenn Grindavíkurliðsins í þeim leik. Magnús Þór Gunnarsson og Joel Hayden Haywood, eru hættir hjá liðinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira