Körfubolti

Stólarnir unnu Stjörnuna og treystu stöðu sína í öðru sætinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Darrel Lewis gefur ekkert eftir.
Darrel Lewis gefur ekkert eftir. vísir/valli
Tindastóll hafði betur gegn Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta, en þar áttust við liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

Stólarnir voru tveimur stigum undir, 65-63, fyrir síðasta leikhlutann, en unnu hann með ellefu stigum, 28-17, og leikinn með níu stiga mun, 91-82.

Myron Dempsey var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 11 fráköst, en gamli maðurinn Darrel Lewis skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar.

Hjá gestunum var Justin Shouse með 26 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, en Dagur Kár Jónsson skoraði 16 stig og Marvin Valdimarsson 14 stig.

Með sigrinum náði Tindastóll sex stiga forskoti í öðru sætinu, en það er nú með 20 stig en Stjarnan og Haukar, sem töpuðu fyrir Grindavík, eru með 14 stig.

Tindastóll-Stjarnan 91-82 (24-26, 23-18, 16-21, 28-17)

Tindastóll: Myron Dempsey 31/11 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 18/4 fráköst/8 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 7/9 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 7, Helgi Freyr Margeirsson 3, Darrell Flake 2.

Stjarnan: Justin Shouse 26/6 fráköst/6 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 16, Marvin Valdimarsson 14/5 fráköst, Jarrid Frye 13/9 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 9/10 fráköst, Ágúst Angantýsson 2, Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×