Lífið

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Jóhann Jóhannsson hefur verið tilnefndur til bresku kvikmyndaverðlaunanna BAFTA, en hann samdi tónlistina við myndina The Theory of Everything. Myndin fjallar um ævi hins breska Stephen Hawking.

Bresku kvikmyndaverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1955. Charlie Chaplin var fyrstur til að hljóta verðlaunin. Stytturnar sem keppt er um eru nokkuð sérstakar, en þær eru úr bronsi og eru 3,7 kíló.

Tilkynnt var um tilnefningarnar fyrr í dag. Í flokki kvikmyndatónlistar eru, auk Jóhanns, eftirfarandi aðilar tilnefndir:

Alexandre Desplat (The Grand Budapest Hotel)



Antonio Sanchez (Birdman)

Hans Zimmer (Interstellar)



Mica Levi (Under the Skin)



Í desember var tilkynnt um að Jóhann væri einnig tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlistina í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.