Erlent

„Samstaða er okkar sterkasta vopn“

Samúel Karl Ólason skrifar
Francois Hollande, forseti Frakklands.
Francois Hollande, forseti Frakklands. Vísir/AFP
„Við þurfum að sýna staðfestu okkar gegn öllum þeim sem vilja sundra okkur. Við eigum að vera gegn rasisma og gyðingahatri. Samstaða er okkar sterkasta vopn.“

Þetta sagði Francois Hollande, forseti Frakklands, í sjónvarpsávarpi í kvöld. Hann hrósaði lögreglumönnum og öðrum sem tóku þátt í aðgerðunum í dag og sagðist vera stoltur af þeim. Þá staðfesti forsetinn að fjórir gíslar hefðu látið lífið í París í dag.

Hollande sagði að yfirvöld hefðu hert öryggi á opinberum svæðum, til að tryggja að íbúar gætu lifað í friði og ekki verða fyrir ógnum og hættum. Þó yrðu íbúar Frakklands að vera vakandi fyrir slíku.

Að lokum sagði forsetinn að fjölmargir þjóðarleiðtogar hafi verið í sambandi við hann og lýst yfir samstöðu með Frakklandi. Margir þeirra muni koma til Frakklands á sunnudaginn og hvatti hann Frakka til að standa upp og sýna gildi lýðræðis, frelsis og fjölhyggju.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×