Erlent

Anonymous heita því að ráðast gegn heimasíðum Íslamista

Samúel Karl Ólason skrifar
Maður með Guy Fawkes grímu les skilaboð Anonymous til hryðjuverkamanna.
Maður með Guy Fawkes grímu les skilaboð Anonymous til hryðjuverkamanna.
Hakkarasamtökin Anonymous hafa heitið því að ráðast á vefsíður og samfélagsmiðla hryðjuverkasamtaka. Með því vilja samtökin hefna fyrir hryðjuverkaárásina á Charlie Hebdo þar sem 12 manns létu lífið.

Í myndbandi sem Anonymous hafa birt, en það er titlað sem skilaboð til al-Qeade og Íslamska ríkisins, segir að samtökin séu að lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkamönnum. Independent segir frá því að hakkararnir ætli sér að loka öllum reikningum hryðjuverkamanna á samfélagsmiðlum sem og vefsíður þeirra.


Tengdar fréttir

Litar stjórnmálaumræðuna í Evrópu næstu mánuði

"Gera má ráð fyrir að þessi árás liti stjórnmálaumræðuna í Evrópu á næstu mánuðum,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um skotárás öfgamanna á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×