Vandmeðfarið vald Sigurjón M. Egilsson skrifar 31. desember 2014 07:00 Vandmeðfarið er það vald að geta bæði haldið samborgurum sínum í afleitri stöðu svo árum skipti og ákært þá. Þeim okkar sem hafa slíkt vald er mikill vandi á höndum. Með öllu er ólíðandi að misfarið sé með slíkt vald. Á sama tíma er gerð, og verður að vera gerð, ströng krafa um það að sekt fólk sæti refsingu fyrir þau afbrot sem viðkomandi hefur framið. Því er mikilvægt að vel takist til hvað þetta varðar. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var átakanleg frétt. Þar sagði af því að sérstakur saksóknari hefði fellt niður hið svokallaða Sjóvármál, sem flestum var gleymt, en alls ekki öllum. Á meðal okkar er fólk sem kom málalokin ekki á óvart: „Ég er búinn að búast við þessu lengi en ég hef verið með stöðu grunaðs manns í 65 mánuði,“ sagði Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, í samtali við Fréttablaðið. Það er merkilegt sem Þór sagði, hann var með stöðu grunaðs manns í 65 mánuði. Og það sem meira er: „Ég hef ekki heyrt í neinum frá embættinu í tæp þrjú ár,“ sagði Þór. Ef svo væri að þetta mál heyrði til undantekninga væri kannski ekki margt hægt að segja, en svo er því miður ekki. Fleiri mál hafa verið lengi til meðferðar. Frétt gærdagsins varpar kastljósinu hins vegar á Sjóvármálið. Alvarleikinn er sá að einstaklingar hafa mátt þola að vera grunaðir um afbrot í langan, langan tíma og það jafnvel án þess að við þá hafi verið rætt svo árum skiptir. Ætla má að málinu hafi verið haldið til streitu að tilefnislausu. Getur verið að löngu sé ljóst að ekki hafi verið ástæða til að halda því áfram? Og að svo hafi verið í þau tæpu þrjú ár sem ekki var rætt við Þór vegna rannsóknarinnar, en láðst hafi að ljúka málinu? Það er trúlegt. Sé sú raunin er ábyrgð þess sem hafði forræði rannsóknar mikil. Það er ekki leggjandi á nokkurn einstakling að sæta slíkri meðferð, svo árum skiptir. Sjálfsögð mannréttindi hafa verið brotin. Og það er ekki í þágu nokkurs manns, ekki í nafni nokkurs réttlætis sem slíkt er lagt á fólk. Eitt er óvissan um eigin framtíð og annað er hvernig staðið er að rannsóknum. Það var í júlí 2009 sem sérstakur saksóknari hóf rannsókn á eignarhaldi Milestone í Sjóvá. Farið var inn á heimili grunaðra, símar hleraðir og öðrum þvingunum beitt. Skaði viðkomandi af þessu öllu er mikill og ekki er víst að dugi að biðjast afsökunar. Þetta mál bendir okkur á hversu mikilvægt er að þau okkar sem fá þetta mikla vald í hendurnar gæti sín, vandi vinnu sína, nálgist það fólk sem eitt sinn hefur verið grunað um eitthvað misjafnt af sanngirni og virðingu. Það var ekki gert í þessu máli. Þau eru orðin mörg málin sem sérstakur saksóknari hefur tapað fyrir dómstólum. Þau mál eru dýr, kosta mikið og ekki síst það fólk sem verður fyrir málssókninni. Þess vegna verður að ætlast til vandaðra og yfirvegaðra vinnubragða. Illa unnin mál og tilefnislítil eða tilefnislaus kunna að draga þróttinn úr embættinu, hugsanlega með þeim afleiðingum að ekki sé eins vel unnið að öðrum málum, og það komi jafnvel í veg fyrir að sök sannist. Það verður að gera betur. Aldrei er hægt að fallast á drátt mála og samskiptaleysi eins og varð í Sjóvármálinu. „Ég hef ekki heyrt í neinum frá embættinu í tæp þrjú ár,“ sagði Þór Sigfússon. Þvílík skömm fyrir sérstakan saksóknara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Vandmeðfarið er það vald að geta bæði haldið samborgurum sínum í afleitri stöðu svo árum skipti og ákært þá. Þeim okkar sem hafa slíkt vald er mikill vandi á höndum. Með öllu er ólíðandi að misfarið sé með slíkt vald. Á sama tíma er gerð, og verður að vera gerð, ströng krafa um það að sekt fólk sæti refsingu fyrir þau afbrot sem viðkomandi hefur framið. Því er mikilvægt að vel takist til hvað þetta varðar. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var átakanleg frétt. Þar sagði af því að sérstakur saksóknari hefði fellt niður hið svokallaða Sjóvármál, sem flestum var gleymt, en alls ekki öllum. Á meðal okkar er fólk sem kom málalokin ekki á óvart: „Ég er búinn að búast við þessu lengi en ég hef verið með stöðu grunaðs manns í 65 mánuði,“ sagði Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, í samtali við Fréttablaðið. Það er merkilegt sem Þór sagði, hann var með stöðu grunaðs manns í 65 mánuði. Og það sem meira er: „Ég hef ekki heyrt í neinum frá embættinu í tæp þrjú ár,“ sagði Þór. Ef svo væri að þetta mál heyrði til undantekninga væri kannski ekki margt hægt að segja, en svo er því miður ekki. Fleiri mál hafa verið lengi til meðferðar. Frétt gærdagsins varpar kastljósinu hins vegar á Sjóvármálið. Alvarleikinn er sá að einstaklingar hafa mátt þola að vera grunaðir um afbrot í langan, langan tíma og það jafnvel án þess að við þá hafi verið rætt svo árum skiptir. Ætla má að málinu hafi verið haldið til streitu að tilefnislausu. Getur verið að löngu sé ljóst að ekki hafi verið ástæða til að halda því áfram? Og að svo hafi verið í þau tæpu þrjú ár sem ekki var rætt við Þór vegna rannsóknarinnar, en láðst hafi að ljúka málinu? Það er trúlegt. Sé sú raunin er ábyrgð þess sem hafði forræði rannsóknar mikil. Það er ekki leggjandi á nokkurn einstakling að sæta slíkri meðferð, svo árum skiptir. Sjálfsögð mannréttindi hafa verið brotin. Og það er ekki í þágu nokkurs manns, ekki í nafni nokkurs réttlætis sem slíkt er lagt á fólk. Eitt er óvissan um eigin framtíð og annað er hvernig staðið er að rannsóknum. Það var í júlí 2009 sem sérstakur saksóknari hóf rannsókn á eignarhaldi Milestone í Sjóvá. Farið var inn á heimili grunaðra, símar hleraðir og öðrum þvingunum beitt. Skaði viðkomandi af þessu öllu er mikill og ekki er víst að dugi að biðjast afsökunar. Þetta mál bendir okkur á hversu mikilvægt er að þau okkar sem fá þetta mikla vald í hendurnar gæti sín, vandi vinnu sína, nálgist það fólk sem eitt sinn hefur verið grunað um eitthvað misjafnt af sanngirni og virðingu. Það var ekki gert í þessu máli. Þau eru orðin mörg málin sem sérstakur saksóknari hefur tapað fyrir dómstólum. Þau mál eru dýr, kosta mikið og ekki síst það fólk sem verður fyrir málssókninni. Þess vegna verður að ætlast til vandaðra og yfirvegaðra vinnubragða. Illa unnin mál og tilefnislítil eða tilefnislaus kunna að draga þróttinn úr embættinu, hugsanlega með þeim afleiðingum að ekki sé eins vel unnið að öðrum málum, og það komi jafnvel í veg fyrir að sök sannist. Það verður að gera betur. Aldrei er hægt að fallast á drátt mála og samskiptaleysi eins og varð í Sjóvármálinu. „Ég hef ekki heyrt í neinum frá embættinu í tæp þrjú ár,“ sagði Þór Sigfússon. Þvílík skömm fyrir sérstakan saksóknara.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun