Ekki geta allir haldið gleðileg jól Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. desember 2014 07:00 Í kvöld höldum við jólin hátíðleg. Það skiptir ekki máli hvort við gerum það vegna fæðingar frelsarans, sigurs ljóssins yfir myrkrinu (í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu) eða einfaldlega vegna þess að það er hefð, burtséð frá því hvaðan hún kemur. Fyrst og fremst er það samveran, hátíðleikinn og hlýjan sem gera jólin að því sem þau eru. En það eiga ekki allir gleðileg jól og hafa fjölmiðlar undanfarið greint frá þeim sem ekki hafa efni á að halda jólin með mannsæmandi hætti. Fréttaskýringaþátturinn Brestir sagði í desember frá neyð þeirra sem lítið hafa milli handanna fyrir jólin. Hjálparsíður á Facebook eru stútfullar af beiðnum um aðstoð frá einstaklingum og fjölskyldum sem hafa ekki efni á því að fæða sig og klæða. „Það eru foreldrar að svelta sig til að eiga mat fyrir börnin,“ segir umsjónarmaður slíkrar síðu. Fréttablaðið greindi einnig frá því í gær að Hjálpræðisherinn, sem býður þeim sem ekki eiga í önnur hús að venda eða vilja ekki vera einir, í hátíðarkvöldverð á aðfangadagskvöld, hafi sprengt utan af sér húsnæðið. Þá er Konukot, næturathvarf fyrir heimilislausar konur, Gistiskýlið, athvarf fyrir heimilislausa karla, Kaffistofa Samhjálpar, Dagsetrið og fleiri staðir að undirbúa sína hátíðarstarfsemi fyrir þá sem á þurfa að halda. Svona fréttir eru oft óvelkomnar í desember. Eftir allt þá vill fólk ekki eyðileggja jólastemminguna með samviskubiti yfir bágindum annarra. Vonandi verður það til þess að einhverjir láti sitt af höndum rakna til að bæta hag þeirra sem minnst mega sín en langalgengastur er þó meirihlutinn sem fær sína friðþægingu úr því að frjáls félagasamtök séu að sinna vandamálinu. Og satt er að félagasamtök og einstaklingar hafa unnið þrekvirki til að gera líf þessa fólks bærilegra yfir hátíðarnar. Svo mikið að auðvelt er að réttlæta sinnuleysið og gleyma því að við búum í þjóðfélagi þar sem okkar minnstu bræður geta ekki haldið mannsæmandi jól. Í kvöld á að vera hátíð ljóss og friðar, tími náungakærleiks og alls þess besta sem býr í okkur. Sinnuleysi gagnvart fólki í neyð gengur ekki einungis gegn öllu sem við kennum börnunum okkar um jólahátíðina heldur er einnig dæmi um hið óæskilega sem býr í mannskepnunni; sjálfselsku, eigingirni og skort á hluttekningu. Allt tilfinningar sem eiga að vera úti í kuldanum um jólin. Það ætti að vera markmið okkar flestra að hætta að tilheyra hinum sinnulausa meirihluta og leggja okkar af mörkum til að tryggja að allir geti haldið jól. Þannig að í kvöld þegar við sitjum í forréttindum okkar, vel mett af kræsingum og tökum á móti dýrum gjöfum frá ástvinum okkar þá væri ekki úr vegi að hugsa til þeirra sem minna mega sín. Til þeirra sem hafa þurft að svelta sig til að eiga fyrir málamyndagjöfum og mat í kvöld. Til þeirra sem þurfa að leita á náðir ókunnugra til að geta yfirhöfuð haldið daginn hátíðlegan. Og vonandi verður það til þess að um næstu jól muni aðeins fleiri láta sig þennan hóp varða, annaðhvort í formi fjárframlaga, vinnu eða annarra góðverka. Því jólin verða aldrei hátíð kærleika, ljóss og friðar ef öllum gefst ekki tækifæri til að njóta þess. Hugsum um það í kvöld. Fréttablaðið óskar lesendum sínum gleðilegra jóla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Í kvöld höldum við jólin hátíðleg. Það skiptir ekki máli hvort við gerum það vegna fæðingar frelsarans, sigurs ljóssins yfir myrkrinu (í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu) eða einfaldlega vegna þess að það er hefð, burtséð frá því hvaðan hún kemur. Fyrst og fremst er það samveran, hátíðleikinn og hlýjan sem gera jólin að því sem þau eru. En það eiga ekki allir gleðileg jól og hafa fjölmiðlar undanfarið greint frá þeim sem ekki hafa efni á að halda jólin með mannsæmandi hætti. Fréttaskýringaþátturinn Brestir sagði í desember frá neyð þeirra sem lítið hafa milli handanna fyrir jólin. Hjálparsíður á Facebook eru stútfullar af beiðnum um aðstoð frá einstaklingum og fjölskyldum sem hafa ekki efni á því að fæða sig og klæða. „Það eru foreldrar að svelta sig til að eiga mat fyrir börnin,“ segir umsjónarmaður slíkrar síðu. Fréttablaðið greindi einnig frá því í gær að Hjálpræðisherinn, sem býður þeim sem ekki eiga í önnur hús að venda eða vilja ekki vera einir, í hátíðarkvöldverð á aðfangadagskvöld, hafi sprengt utan af sér húsnæðið. Þá er Konukot, næturathvarf fyrir heimilislausar konur, Gistiskýlið, athvarf fyrir heimilislausa karla, Kaffistofa Samhjálpar, Dagsetrið og fleiri staðir að undirbúa sína hátíðarstarfsemi fyrir þá sem á þurfa að halda. Svona fréttir eru oft óvelkomnar í desember. Eftir allt þá vill fólk ekki eyðileggja jólastemminguna með samviskubiti yfir bágindum annarra. Vonandi verður það til þess að einhverjir láti sitt af höndum rakna til að bæta hag þeirra sem minnst mega sín en langalgengastur er þó meirihlutinn sem fær sína friðþægingu úr því að frjáls félagasamtök séu að sinna vandamálinu. Og satt er að félagasamtök og einstaklingar hafa unnið þrekvirki til að gera líf þessa fólks bærilegra yfir hátíðarnar. Svo mikið að auðvelt er að réttlæta sinnuleysið og gleyma því að við búum í þjóðfélagi þar sem okkar minnstu bræður geta ekki haldið mannsæmandi jól. Í kvöld á að vera hátíð ljóss og friðar, tími náungakærleiks og alls þess besta sem býr í okkur. Sinnuleysi gagnvart fólki í neyð gengur ekki einungis gegn öllu sem við kennum börnunum okkar um jólahátíðina heldur er einnig dæmi um hið óæskilega sem býr í mannskepnunni; sjálfselsku, eigingirni og skort á hluttekningu. Allt tilfinningar sem eiga að vera úti í kuldanum um jólin. Það ætti að vera markmið okkar flestra að hætta að tilheyra hinum sinnulausa meirihluta og leggja okkar af mörkum til að tryggja að allir geti haldið jól. Þannig að í kvöld þegar við sitjum í forréttindum okkar, vel mett af kræsingum og tökum á móti dýrum gjöfum frá ástvinum okkar þá væri ekki úr vegi að hugsa til þeirra sem minna mega sín. Til þeirra sem hafa þurft að svelta sig til að eiga fyrir málamyndagjöfum og mat í kvöld. Til þeirra sem þurfa að leita á náðir ókunnugra til að geta yfirhöfuð haldið daginn hátíðlegan. Og vonandi verður það til þess að um næstu jól muni aðeins fleiri láta sig þennan hóp varða, annaðhvort í formi fjárframlaga, vinnu eða annarra góðverka. Því jólin verða aldrei hátíð kærleika, ljóss og friðar ef öllum gefst ekki tækifæri til að njóta þess. Hugsum um það í kvöld. Fréttablaðið óskar lesendum sínum gleðilegra jóla!