Snæfellsstúlkur slógu við KR-piltum árið 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2014 06:00 Páll Óskar syngur hér fyrir nýkrýnda Íslandsmeistara í vor. Fréttablaðið/ÓskarÓ Árið 2014 gat varla verið mikið betra fyrir kvennalið Snæfells sem í vor fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli og endaði síðan árið í toppsæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Snæfell tapaði reyndar í bikarúrslitaleiknum í febrúar og í undanúrslitum Lengjubikarsins í haust en varð bæði deildarmeistari og meistari meistaranna. Þetta var sögulegur titill í Stykkishólmi en sagan var skrifuð á fleiri stöðum í ár. Þegar kemur að deildarkeppninni hefur ekkert lið í sögu úrvalsdeildar kvenna tekist að vinna svona marga deildarleiki á almanaksári.96 prósent sigurhlutfall Snæfellskonur koma inn í jólafríið á tíu leikja sigurgöngu og höfðu áður unnið sautján fyrstu deildarleiki ársins. Alls unnust 27 af 28 deildarleikjum ársins sem gerir 96 prósent sigurhlutfall. Karlalið KR vann 21 af 22 deildarleikjum sínum í ár (95 prósent). „Ég gerði mér nú ekki grein fyrir að liðið hefði ekki tapað meira en einum leik í deild, það er magnað og tel ég að vinnusemin í liðinu ásamt góðum kjarna af leikmönnum sem skilja hlutverk sín sé að skila þessum árangri. Liðið tapaði því fjórum af 40 leikjum á öllu á árinu sem ég mjög stoltur af,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins. „Ég tel að það sé einstakt hvernig liðið hefur spilað því við náum ekki mörgum æfingum allar saman enda nokkrir leikmenn búsettir í Reykjavík. Þetta hefur ekki haft áhrif á það að við náum vel saman á vellinum,“ segir Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfellsliðsins.xxxxx„Stelpurnar eru tilbúnar að framkvæma það sem liðið ætlar sér og hafa góðan leikskilning. Liðið er síðan leitt af Hildi Sig og hennar leikur smitar út frá sér. Það sýndi líka styrk stúlknanna að við sigrum úrslitakeppnina nánast án erlends leikmanns í fyrra,“ segir Ingi Þór.Misstu þrjá byrjunarliðsmenn Snæfell missti í sumar þrjá byrjunarliðsleikmenn, Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrún Gróu Þorsteinsdóttur, sem voru báðar valdar í úrvalslið ársins á síðasta tímabili og svo hina ungu Evu Margréti Kristjánsdóttur. Það má því segja að Ingi Þór hafi nánast þurft að setja saman nýtt lið. „Í fyrra voru Guðrún Gróa og Hildur Björg magnaðar og var maður svolítið kvíðinn fyrir því að missa þær. Einnig fór Eva Margrét aftur vestur en hún var x-faktor fyrir okkur. Við fengum Gunnhildi (Gunnarsdóttur) og Maríu (Björnsdóttur) til baka og höfum við haldið sjó eftir miklar breytingar,“ segir Ingi Þór. Hildur segir ekkert erfiðara fyrir þær að mæta inn í mótið sem ríkjandi Íslandsmeistarar. „Við erum með nýtt lið og allar tilbúnar og viljugar til að endurtaka leikinn,“ segir Hildur. Það spillir ekki fyrir Snæfellsliðinu að hafa dottið í lukkupottinn með bandaríska leikmanninn sinn, Kristen McCarthy, sem er með 25,8 stig og 12,4 fráköst að meðaltali. „Í ár erum við með alveg ljómandi heilsteypta stúlku sem erlendan leikmann og ég veit að stelpurnar eru ekki saddar. Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikið eftir af mótinu. Við teljum okkur eiga nokkuð mikið inni hjá mörgum leikmönnum. Við erum með ný markmið en titillinn á síðasta tímabili hjálpaði okkur með sjálfstraustið sem og hver sigurleikur,“ segir Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2014 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira
Árið 2014 gat varla verið mikið betra fyrir kvennalið Snæfells sem í vor fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli og endaði síðan árið í toppsæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Snæfell tapaði reyndar í bikarúrslitaleiknum í febrúar og í undanúrslitum Lengjubikarsins í haust en varð bæði deildarmeistari og meistari meistaranna. Þetta var sögulegur titill í Stykkishólmi en sagan var skrifuð á fleiri stöðum í ár. Þegar kemur að deildarkeppninni hefur ekkert lið í sögu úrvalsdeildar kvenna tekist að vinna svona marga deildarleiki á almanaksári.96 prósent sigurhlutfall Snæfellskonur koma inn í jólafríið á tíu leikja sigurgöngu og höfðu áður unnið sautján fyrstu deildarleiki ársins. Alls unnust 27 af 28 deildarleikjum ársins sem gerir 96 prósent sigurhlutfall. Karlalið KR vann 21 af 22 deildarleikjum sínum í ár (95 prósent). „Ég gerði mér nú ekki grein fyrir að liðið hefði ekki tapað meira en einum leik í deild, það er magnað og tel ég að vinnusemin í liðinu ásamt góðum kjarna af leikmönnum sem skilja hlutverk sín sé að skila þessum árangri. Liðið tapaði því fjórum af 40 leikjum á öllu á árinu sem ég mjög stoltur af,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins. „Ég tel að það sé einstakt hvernig liðið hefur spilað því við náum ekki mörgum æfingum allar saman enda nokkrir leikmenn búsettir í Reykjavík. Þetta hefur ekki haft áhrif á það að við náum vel saman á vellinum,“ segir Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfellsliðsins.xxxxx„Stelpurnar eru tilbúnar að framkvæma það sem liðið ætlar sér og hafa góðan leikskilning. Liðið er síðan leitt af Hildi Sig og hennar leikur smitar út frá sér. Það sýndi líka styrk stúlknanna að við sigrum úrslitakeppnina nánast án erlends leikmanns í fyrra,“ segir Ingi Þór.Misstu þrjá byrjunarliðsmenn Snæfell missti í sumar þrjá byrjunarliðsleikmenn, Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrún Gróu Þorsteinsdóttur, sem voru báðar valdar í úrvalslið ársins á síðasta tímabili og svo hina ungu Evu Margréti Kristjánsdóttur. Það má því segja að Ingi Þór hafi nánast þurft að setja saman nýtt lið. „Í fyrra voru Guðrún Gróa og Hildur Björg magnaðar og var maður svolítið kvíðinn fyrir því að missa þær. Einnig fór Eva Margrét aftur vestur en hún var x-faktor fyrir okkur. Við fengum Gunnhildi (Gunnarsdóttur) og Maríu (Björnsdóttur) til baka og höfum við haldið sjó eftir miklar breytingar,“ segir Ingi Þór. Hildur segir ekkert erfiðara fyrir þær að mæta inn í mótið sem ríkjandi Íslandsmeistarar. „Við erum með nýtt lið og allar tilbúnar og viljugar til að endurtaka leikinn,“ segir Hildur. Það spillir ekki fyrir Snæfellsliðinu að hafa dottið í lukkupottinn með bandaríska leikmanninn sinn, Kristen McCarthy, sem er með 25,8 stig og 12,4 fráköst að meðaltali. „Í ár erum við með alveg ljómandi heilsteypta stúlku sem erlendan leikmann og ég veit að stelpurnar eru ekki saddar. Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikið eftir af mótinu. Við teljum okkur eiga nokkuð mikið inni hjá mörgum leikmönnum. Við erum með ný markmið en titillinn á síðasta tímabili hjálpaði okkur með sjálfstraustið sem og hver sigurleikur,“ segir Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2014 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira