Staða Rússlands er ógn við Ísland Sigurjón M. Egilsson skrifar 19. desember 2014 07:00 Hríðversnandi efnahagur Rússlands hefur víðtæk áhrif. Líka hér á landi. Svo er komið að mörg þarlend fyrirtæki geta ekki borgað reikninga sína. Það hefur leitt til þess að rússnesk fyrirtæki skulda nú íslenskum fiskútflytjendum á bilinu þrjá til fimm milljarða króna fyrir uppsjávarfisk sem þau hafa þegar fengið afhentan. Rússlandsmarkaður skiptir okkur miklu máli og því eru miklir hagsmunir undir. En hvað ber að gera? Fréttablaðið greindi frá því í gær að nokkrir fiskútflytjendur skoði nú að gefa afslátt af skuldum og jafnvel allt að því sem nemur gengisfalli rúblunnar frá söludegi afurðanna. Gengi gjaldmiðilsins gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um helming á árinu en Rússar greiða jú fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. Fyrir okkur er málið alvarlegt. Það tekur tíma að finna nýja markaði, reynist sá rússneski óspennandi, og mjög takmarkað er hversu mikið magn sjávarafurða við getum geymt, hversu mikinn lager við getum átt. Það ríkir óvissa. „Þeir eru ekki hættir að reisa múra,“ sagði Pútín í gær og vísaði til Berlínarmúrsins. Eftir fall hans hafi NATO stækkað til austurs og Bandaríkin vilji enn koma sér upp flugskeytavörnum í austanverðri Evrópu. Rússar séu því að verja eigið sjálfstæði: „Þetta snýst ekkert um Krímskaga, þetta snýst um að við erum að vernda fullveldi okkar og verja tilverurétt okkar.“ Ljóst er að engar tilslakanir verða á Krímskaga, þannig að Vesturlönd hætti viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Fátt bendir til að sú leið verði farin. Þegar stórveldi eins og Rússland lendir í slíkum vanda hefur það áhrif víða. Líka hér á landi. Og hvað er þá til ráða? Halda fyrirtæki áfram að selja til Rússlands í von um að fá borgað? Er áhættan þess virði? Rússland er mikilvægasti markaður Iceland Pelagic en fyrirtækið er í eigu útgerðar félaganna Skinneyjar Þinganess og Ísfélags Vestmannaeyja. „Við héldum áfram að selja til Rússlands í haust eftir að ástandið þar fór að versna því það tekur langan tíma að finna nýja markaði og við höfum engar frystigeymslur hér til að geyma fiskinn og því þurftum við annaðhvort að hætta að framleiða eða selja á Rússland,“ sagði Hermann Stefánsson framkvæmdastjóri í erindi sem hann hélt á Sjávarútvegsráðstefnunni í nóvember síðastliðnum. Þar kom fram að nærri helmingur alls makríls sem veiðist hér við land er seldur til Rússlands, um tuttugu prósent af allri síld og helmingur frystrar loðnu. „Ef það verður svipuð staða í Rússlandi þegar loðnuvertíðin hefst í janúar þá mun megnið af því leita í fiskimjöl eða lýsi,“ sagði Hermann. Afleiðingarnar geta orðið okkur verulega erfiðar. Augu Vesturlanda beinast nú að Pútín og Rússlandi. Hvert stefnir efnahagur Rússlands? Staða þeirra er þröng. Og hún hefur áhrif hér á landi. Íslenskt efnahagskerfi er svo lítið og viðkvæmt að óvissan í Rússlandi er ógn við afkomu okkar. Mat Rússa er að þeir verji nú tilverurétt sinn. Best er að reikna með aukinni hörku. Mikið þarf til að koma svo breyting verði á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hríðversnandi efnahagur Rússlands hefur víðtæk áhrif. Líka hér á landi. Svo er komið að mörg þarlend fyrirtæki geta ekki borgað reikninga sína. Það hefur leitt til þess að rússnesk fyrirtæki skulda nú íslenskum fiskútflytjendum á bilinu þrjá til fimm milljarða króna fyrir uppsjávarfisk sem þau hafa þegar fengið afhentan. Rússlandsmarkaður skiptir okkur miklu máli og því eru miklir hagsmunir undir. En hvað ber að gera? Fréttablaðið greindi frá því í gær að nokkrir fiskútflytjendur skoði nú að gefa afslátt af skuldum og jafnvel allt að því sem nemur gengisfalli rúblunnar frá söludegi afurðanna. Gengi gjaldmiðilsins gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um helming á árinu en Rússar greiða jú fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. Fyrir okkur er málið alvarlegt. Það tekur tíma að finna nýja markaði, reynist sá rússneski óspennandi, og mjög takmarkað er hversu mikið magn sjávarafurða við getum geymt, hversu mikinn lager við getum átt. Það ríkir óvissa. „Þeir eru ekki hættir að reisa múra,“ sagði Pútín í gær og vísaði til Berlínarmúrsins. Eftir fall hans hafi NATO stækkað til austurs og Bandaríkin vilji enn koma sér upp flugskeytavörnum í austanverðri Evrópu. Rússar séu því að verja eigið sjálfstæði: „Þetta snýst ekkert um Krímskaga, þetta snýst um að við erum að vernda fullveldi okkar og verja tilverurétt okkar.“ Ljóst er að engar tilslakanir verða á Krímskaga, þannig að Vesturlönd hætti viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Fátt bendir til að sú leið verði farin. Þegar stórveldi eins og Rússland lendir í slíkum vanda hefur það áhrif víða. Líka hér á landi. Og hvað er þá til ráða? Halda fyrirtæki áfram að selja til Rússlands í von um að fá borgað? Er áhættan þess virði? Rússland er mikilvægasti markaður Iceland Pelagic en fyrirtækið er í eigu útgerðar félaganna Skinneyjar Þinganess og Ísfélags Vestmannaeyja. „Við héldum áfram að selja til Rússlands í haust eftir að ástandið þar fór að versna því það tekur langan tíma að finna nýja markaði og við höfum engar frystigeymslur hér til að geyma fiskinn og því þurftum við annaðhvort að hætta að framleiða eða selja á Rússland,“ sagði Hermann Stefánsson framkvæmdastjóri í erindi sem hann hélt á Sjávarútvegsráðstefnunni í nóvember síðastliðnum. Þar kom fram að nærri helmingur alls makríls sem veiðist hér við land er seldur til Rússlands, um tuttugu prósent af allri síld og helmingur frystrar loðnu. „Ef það verður svipuð staða í Rússlandi þegar loðnuvertíðin hefst í janúar þá mun megnið af því leita í fiskimjöl eða lýsi,“ sagði Hermann. Afleiðingarnar geta orðið okkur verulega erfiðar. Augu Vesturlanda beinast nú að Pútín og Rússlandi. Hvert stefnir efnahagur Rússlands? Staða þeirra er þröng. Og hún hefur áhrif hér á landi. Íslenskt efnahagskerfi er svo lítið og viðkvæmt að óvissan í Rússlandi er ógn við afkomu okkar. Mat Rússa er að þeir verji nú tilverurétt sinn. Best er að reikna með aukinni hörku. Mikið þarf til að koma svo breyting verði á.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun