Tónlist

Best seldu vínylplötur ársins

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Sala á vínylplötum er á mikilli uppleið en samkvæmt Wall Street Journal voru næstum átta milljón plötur keyptar á árinu. Það er 49% aukning í sölu frá því í fyrra.

Sú plata sem seldist best var önnur sólóplata Jack White úr White Stripes, Lazaretto. Hún hefur selst í 75.700 eintökum sem gerir hana að best seldu vínylplötunni síðan Vitalogy með Pearl Jam kom út árið 1994.

Fast á hæla Lazaretto fylgja AM með Arctic Monkeys, Turn Blue með The Black Keys, Born to Die með Lana Del Rey og Morning Phase með Beck.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×