Oft betra að taka 2-3 ár á Íslandi áður en farið er út Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. desember 2014 06:00 Þórir Ólafsson hefur lítið spilað vegna hnémeiðsla að undanförnu en segir meiðslin vonandi smávægileg. vísir/valli Þórir Ólafsson sneri aftur heim í íslenska handboltann í sumar eftir níu ára dvöl sem atvinnumaður, fyrst í Þýskalandi og svo Póllandi þar sem hann varð þrívegis meistari með stórliði Kielce. Þórir komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2013 og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Þórir, sem býr nú og starfar á Selfossi, ákvað að ganga til liðs við Stjörnuna og kann þar vel við sig. „Þetta er auðvitað mikil breyting og eitt og annað sem maður var vanur úr atvinnumennskunni sem ekki er til staðar hér, sem eðlilegt er. Svo er fullt af nýjum leikmönnum sem maður þekkti ekki. Það er gaman að fá að takast á við nýja deild og takast á við þá áskorun að sanna sig upp á nýtt í íslenskum handbolta,“ segir Þórir. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta sæti Olísdeildar karla eru aðeins þrjú stig upp í liðin í 5.-6. sæti deildarinnar. Þórir segir að úrslitin mættu ef til vill vera betri en að það sé góður stígandi í liðinu. „Þar að auki erum við með afar skemmtilegan hóp leikmanna í Stjörnunni. Við leyfum okkur að fagna hverjum sigri vel og innilega áður en við snúum okkur svo að næsta leik. Það er afar góður mórall í hópnum,“ segir hann.vísir/valliMinni gæði í leikjunum Þórir segir að deildin hafi breyst mikið síðan hann hélt utan til Þýskalands árið 2005. „Það voru fleiri útlendingar í deildinni þá og í minningunni finnst mér að það hafi verið fleiri eldri leikmenn en eru nú. Það gerir það að verkum að gæðin í leikjunum eru ekki alltaf mjög mikil sem sést best á því að það er oft lítið skorað og að liðin eiga oft í erfiðleikum með sóknarleikinn.“ „En það er fullt af flottum leikmönnum í deildinni en það hefur reynst erfiðara að halda þeim hér heima,“ segir Þórir sem var sjálfur 25 ára gamall þegar hann samdi við Lübbecke. „Stundum finnst mér að sumir leikmenn æði út allt of snemma. Það er ekki alltaf nóg að eiga eitt gott tímabil hér heima og oft er það betra að taka 2-3 ár í viðbót til að halda áfram að þroskast og vaxa sem leikmaður. Ef menn eru svo þar að auki að glíma við meiðsli þykir ekki gott að fara út í enn sterkari deild þar sem álagið er meira. Það er því að mörgu að huga og þá á ekki að hugsa bara um að koma sér út sem fyrst sama hvað,“ segir hann. Þórir segir að það sé allt til staðar hér á Íslandi fyrir unga leikmenn til að dafna, líkt og dæmin hafi sannað undanfarin ár. „Við erum með góða þjálfara á Íslandi enda mikill áhugi á þeim í Evrópu. Aðstaðan er líka fín. Það er mikilhandboltakunnátta á Íslandi sem hefur skilað sér í því að árlega koma upp flottir leikmenn.“vísir/ernirSjaldnar heima hjá mér Þóri bauðst að vera áfram í Póllandi þegar hann og fjölskylda hans voru búin að ákveða að halda heim á leið. Miklar breytingar fylgdu þeirri ákvörðun en Þórir segist ánægður með að hafa komið heim. „Helsta breytingin er að ég er mun minna heima hjá mér en áður. Atvinnumenn æfa 1-2 sinnum á dag og eru svo heima hjá sér þess á milli en nú er maður í vinnu frá átta til fjögur og keyrir svo á æfingu í bænum. Það hefur tekið mann tíma að venjast nýrri rútínu en þetta er allt að koma. Það var alveg ljóst að breytinga var þörf og ég er ánægður með að vera kominn heim.“ Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Þórir Ólafsson sneri aftur heim í íslenska handboltann í sumar eftir níu ára dvöl sem atvinnumaður, fyrst í Þýskalandi og svo Póllandi þar sem hann varð þrívegis meistari með stórliði Kielce. Þórir komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2013 og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Þórir, sem býr nú og starfar á Selfossi, ákvað að ganga til liðs við Stjörnuna og kann þar vel við sig. „Þetta er auðvitað mikil breyting og eitt og annað sem maður var vanur úr atvinnumennskunni sem ekki er til staðar hér, sem eðlilegt er. Svo er fullt af nýjum leikmönnum sem maður þekkti ekki. Það er gaman að fá að takast á við nýja deild og takast á við þá áskorun að sanna sig upp á nýtt í íslenskum handbolta,“ segir Þórir. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta sæti Olísdeildar karla eru aðeins þrjú stig upp í liðin í 5.-6. sæti deildarinnar. Þórir segir að úrslitin mættu ef til vill vera betri en að það sé góður stígandi í liðinu. „Þar að auki erum við með afar skemmtilegan hóp leikmanna í Stjörnunni. Við leyfum okkur að fagna hverjum sigri vel og innilega áður en við snúum okkur svo að næsta leik. Það er afar góður mórall í hópnum,“ segir hann.vísir/valliMinni gæði í leikjunum Þórir segir að deildin hafi breyst mikið síðan hann hélt utan til Þýskalands árið 2005. „Það voru fleiri útlendingar í deildinni þá og í minningunni finnst mér að það hafi verið fleiri eldri leikmenn en eru nú. Það gerir það að verkum að gæðin í leikjunum eru ekki alltaf mjög mikil sem sést best á því að það er oft lítið skorað og að liðin eiga oft í erfiðleikum með sóknarleikinn.“ „En það er fullt af flottum leikmönnum í deildinni en það hefur reynst erfiðara að halda þeim hér heima,“ segir Þórir sem var sjálfur 25 ára gamall þegar hann samdi við Lübbecke. „Stundum finnst mér að sumir leikmenn æði út allt of snemma. Það er ekki alltaf nóg að eiga eitt gott tímabil hér heima og oft er það betra að taka 2-3 ár í viðbót til að halda áfram að þroskast og vaxa sem leikmaður. Ef menn eru svo þar að auki að glíma við meiðsli þykir ekki gott að fara út í enn sterkari deild þar sem álagið er meira. Það er því að mörgu að huga og þá á ekki að hugsa bara um að koma sér út sem fyrst sama hvað,“ segir hann. Þórir segir að það sé allt til staðar hér á Íslandi fyrir unga leikmenn til að dafna, líkt og dæmin hafi sannað undanfarin ár. „Við erum með góða þjálfara á Íslandi enda mikill áhugi á þeim í Evrópu. Aðstaðan er líka fín. Það er mikilhandboltakunnátta á Íslandi sem hefur skilað sér í því að árlega koma upp flottir leikmenn.“vísir/ernirSjaldnar heima hjá mér Þóri bauðst að vera áfram í Póllandi þegar hann og fjölskylda hans voru búin að ákveða að halda heim á leið. Miklar breytingar fylgdu þeirri ákvörðun en Þórir segist ánægður með að hafa komið heim. „Helsta breytingin er að ég er mun minna heima hjá mér en áður. Atvinnumenn æfa 1-2 sinnum á dag og eru svo heima hjá sér þess á milli en nú er maður í vinnu frá átta til fjögur og keyrir svo á æfingu í bænum. Það hefur tekið mann tíma að venjast nýrri rútínu en þetta er allt að koma. Það var alveg ljóst að breytinga var þörf og ég er ánægður með að vera kominn heim.“
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira