Komdu í veg fyrir kvefið Rikka skrifar 12. desember 2014 11:00 visir/getty Nú er genginn í garð sá tími þegar við bjóðum vetur konung velkominn með tilheyrandi snjókomu, frosti og kvefpestum í hverju horni. Veðrabreytingar eru þó ekki einu ástæðurnar fyrir því síðastnefnda því nokkrar ástæður geta verið fyrir því að við fáum kvef eða flensu. Til þess að minnka líkurnar á því að fá pestina í hús er upplagt að fylgja eftirfarandi ráðleggingum.1. Farðu í nudd – það kemur hreyfingu á blóðrásina sem styrkir svo ónæmiskerfið.2. Farðu í gufu og svitnaðu, þannig losarðu eiturefni úr líkamanum. Mundu bara að drekka nægilega mikið af vatni svo að þú endir ekki eins og sveskja.3. Sótthreinsaðu símann þinn. Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er mikið af bakteríum á honum. Bleyttu bómull með sótthreinsi og renndu yfir símann.4. Haltu niðri í þér andanum eða andaðu frá þér þegar einhver hnerrar nálægt þér, þannig kemurðu í veg fyrir að anda að þér alls konar bakteríum. Ekki samt öskra og fórna höndum, það er ekki gott fyrir félagsandann.5. Mundu að þvo reglulega á þér hendurnar, helst í 20 sekúndur með sápu og volgu vatni. Svo getur verið ágætt að vera með sótthreinsi í vasanum. Ef þú átt ekki sótthreinsi þá gæti verið skemmtilegt að vera með „miniature“ vodkaflösku í vasanum, vodka er nefnilega líka sótthreinsandi.6. Ekki vera að koma við og pota í allt, vertu helst í hönskum þegar þú ferð í Kringluna og með húðlita plasthanska í vinnunni.7. Borðaðu mikinn hvítlauk, hann hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið, svo heldur hann líka blóðsugum frá þér – sem og öllum öðrum.8. Reyndu svo bara að halda ró þinni; stress og streita hafa neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Nú er genginn í garð sá tími þegar við bjóðum vetur konung velkominn með tilheyrandi snjókomu, frosti og kvefpestum í hverju horni. Veðrabreytingar eru þó ekki einu ástæðurnar fyrir því síðastnefnda því nokkrar ástæður geta verið fyrir því að við fáum kvef eða flensu. Til þess að minnka líkurnar á því að fá pestina í hús er upplagt að fylgja eftirfarandi ráðleggingum.1. Farðu í nudd – það kemur hreyfingu á blóðrásina sem styrkir svo ónæmiskerfið.2. Farðu í gufu og svitnaðu, þannig losarðu eiturefni úr líkamanum. Mundu bara að drekka nægilega mikið af vatni svo að þú endir ekki eins og sveskja.3. Sótthreinsaðu símann þinn. Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er mikið af bakteríum á honum. Bleyttu bómull með sótthreinsi og renndu yfir símann.4. Haltu niðri í þér andanum eða andaðu frá þér þegar einhver hnerrar nálægt þér, þannig kemurðu í veg fyrir að anda að þér alls konar bakteríum. Ekki samt öskra og fórna höndum, það er ekki gott fyrir félagsandann.5. Mundu að þvo reglulega á þér hendurnar, helst í 20 sekúndur með sápu og volgu vatni. Svo getur verið ágætt að vera með sótthreinsi í vasanum. Ef þú átt ekki sótthreinsi þá gæti verið skemmtilegt að vera með „miniature“ vodkaflösku í vasanum, vodka er nefnilega líka sótthreinsandi.6. Ekki vera að koma við og pota í allt, vertu helst í hönskum þegar þú ferð í Kringluna og með húðlita plasthanska í vinnunni.7. Borðaðu mikinn hvítlauk, hann hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið, svo heldur hann líka blóðsugum frá þér – sem og öllum öðrum.8. Reyndu svo bara að halda ró þinni; stress og streita hafa neikvæð áhrif á ónæmiskerfið.
Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira