Stund sem að maður upplifir bara einu sinni á ævinni Rikka skrifar 12. desember 2014 09:00 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Hin unga og hæfileikaríka söngkona Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur svo sannarlega stimplað sig inn í hug og hjörtu íslendinga frá því að hún gaf út sína fyrstu plötu aðeins níu ára gömul. Hún er fædd í Sönderborg í Danmörku, þann 16.október 1990. Foreldrar hennar voru í námi en þar úti en þau fluttu svo Hafnarfjörðinn með stuttri viðkomu í hlíðunum. Jóhanna segist hafa lært að syngja áður en að hún lærði að tala og að söngurinn hafi alltaf verið hennar helsti tjáningarmáti. „Mamma sagði mér eitt sinn sögu af því þegar ég hef verið um eins árs. Þá vorum við á leiðinni í skírn og hún ákvað að reyna að kenna mér skírnarsönginn. Henni tókst það og síðan þá hef ég alltaf verið með einskonar límheila þegar kemur að söngtextum. Ég er aftur á móti arfaslök í stærðfræði,“ segir Jóhanna og brosir. Okkar kona var aldrei feimin við að syngja eða koma fram enda var það henni náttúrulegt. „Ég var sífellt að koma fram, bæði um- og óumbeðin, í afmælisveislum, jólaboðum og fleiru. Ég man eftir því að ég reyndi mikið að fá að troða upp á böllum hjá Lionsklúbbnum, en afi minn var í honum. Ég hef líklega verið frekar óþolandi en lét ekkert stöðva mig og stóð upp á stól í tíma og ótíma og söng.“12 ára með þrjár metsöluplötur að baki Þegar Jóhanna var níu ára tók hún þátt í söngvakeppni á vegum Maríu Bjarkar, söngkennara, og lenti í sjötta sæti af hundrað börnum og það var þá sem að farsælt samstarf þeirra Maríu byrjaði. „María hefur greinilega séð eitthvað í mér því að hún vildi að við gerðum plötu strax. Platan hét Jóhanna Guðrún 9 og söng ég þar íslenskar útgáfur ellefu erlendra laga,“ segir hún. Platan vakti stormandi lukku og seldist í mörg þúsund eintökum og náði platínumsölu. Tveimur árum síðar kom út platan Ég sjálf, sem varð ekki síður vinsælli en sú fyrri og ári síðar kom út platan Jól með Jóhönnu. Á þessum tímapunkti var Jóhanna 12 ára gömul með þrjár metsöluplötur að baki og við tóku unglingsárin og frekari þróun á söngstíl og stefnu meðfram skólagöngu. „Ég fór að vinna með lagahöfundi og pródúsent í New York og úr því samstarfi varð til platan Butterflies and Elvis sem að var tekin upp í Los Angeles og kom út á Íslandi 2007,“ segir hún og bætir við að á þessu tímabili hafi það verið ómögulegt að stunda hefðbundna skólagöngu enda hafi hún svosem alltaf vitað að söngurinn lægi fyrir henni. „Ég hef alltaf verið ákveðin í því að tónlistin væri það sem að lægi fyrir mér og æfði mig stíft eða í tvo klukkutíma á hverjum degi, þess á milli sinnti ég Glódísi, hundinum mínum, sem var enskur Cocker Spaniel og mér afar kær. Hún dó fyrir einu og hálfu ári síðan, þá tæplega þrettán ára gömul.“ Það mætti segja að Jóhanna hafi fórnað unglingsárunum fyrir tónlistina þó að hún hafi uppskorið erfiðið. „Já, það mætti segja að ég hafi á vissan hátt fórnað unglingsárunum fyrir tónlistina og missti svolítið af skólavinkonunum þó að þær séu góðar vinkonur mínar í dag. Ég hef heldur aldrei drukkið og líður ekkert sérstaklega vel á skemmtistöðum. En þetta er eins og með allt annað, ég fékk í staðinn eitthvað sem að kannski ekki allir fá,“ segir hún og bætir við að stundum hafi verið erfitt að vera undir sífelldu álagi og gagnrýni sem ekki sé alltaf hollt fyrir unga einstaklinga. „Ég hugsa samt að ég hafi komið vel út úr þessu öllu saman enda var vel hugsað um mig og ég hvött áfram. Stundum var þó erfitt að taka því þegar eitthvað gekk ekki upp sem að ég var búin að gera mér væntingar um en maður lærir af erfiðleikum og mistökum.“Finnur sína heilun á leynistað Þegar Jóhanna var um átta ára aldurinn kom upp sá grunur um að hún gæti verið haldin liðagigt. Hún hafði alltaf verið hraust og sjaldan með flensu eða pestir en samt var hún oft með óútskýrðan sársauka sem ekkert virtist vinna á. „Ég grét mikið sem krakki og virtist ekkert vera hægt að gera fyrir mig. Ég var ekki greind með liðagigt fyrr en um 8 ára aldurinn en það er talið að gigtin hafi fylgt mér mun lengur, vanalega vex svona af börnum en ekki hjá mér. Í dag er ég blessunarlega á lyfjum við þessu og næ því að halda þessu að mestu niðri,“ segir Jóhanna og bætir við að streita og álag ýfi upp einkennin auk slæms mataræðis. „Ég reyni þó að hreyfa mig sem mest en get ekki lyft þungum lóðum. Röskir göngutúrar úti í náttúrunni með hundinn minn gera mest fyrir mig. Ég kem oft við á leynistað sem að ég á og þar finn ég mína heilun og safna kröftum.“ Ein af afleiðingum gigtarinnar hjá Jóhönnu er lithimnubólgu í auga og varð hún þess fyrst vör þegar hún var í söngnámið í Danmörku árið 2008. Um tíma missti hún sjónina vegna bólgu og óvíst þótti á þeim tíma hvort að hún kæmi aftur. Bólgan hjaðnaði þó blessunarlega með tímanum og Jóhanna hélt sjóninni. Hún hefur þó verið viðkvæm síðan þá.Júróvision endurkoma í sviðsljósið Það mætti kannski segja það að sigurför Jóhönnu í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009 hafi verið hennar endurkoma í sviðsljósið. Hún hafði nýlokið sýningu um Madonnu á Broadway þar sem hún lék poppdrottninguna sjálfa ásamt því að platan hennar Butterflies and Elvis hafði nýverið komið út. „Ég fékk tölvupóst frá Óskari Páli Sveinssyni, þar sem að hann bauð mér að syngja lag eftir sig í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins. Mér leist nú svosem ekkert á blikuna enda fannst mér júróvision alltaf eitthvað hálfglatað. Ég hafði þó ekkert betra að gera og ákvað að slá til en einungis með þeim fyrirvara að ég mætti setja mín áhrif á lagið, slaufurnar og háu kaflana,“ segir Jóhanna brosandi. Við tók heilmikill undirbúningur enda að mörgu að huga og stuttur tími til stefnu. Eins og alþjóð veit þá fór Jóhanna með sigur af hólmi í keppninni hér heima og lenti í öðru sæti í stóru keppninni sjálfri sem þá var haldin í Moskvu. „Ég man eftir því að standa á sviðinu á lokakvöldinu stollt og ánægð yfir því að hafa tekið þessa ákvörðun og vera hingað komin aðeins átján ára gömul. Þarna var ég með eina bestu sólóista Íslands, Heru Björk, Ernu Hrönn og Friðrik Ómar og var svo þakklát fyrir að hafa þau með mér. Þetta var stund sem að maður upplifir bara einu sinni á ævinni.“ Við sviðið stóðu fagnandi tæplega áttatíu þúsund manns og ætlaði allt yfir um að fara þegar tilkynnt var um að Ísland hefði lent í öðru sæti í keppninni. „Ég áttaði mig hreinlega ekki á því hvað hafði gerst fyrr en löngu síðar. Ég man eftir því að Friðrik Ómar hrissti mig og spurði hvort að ég væri að átta mig á þessu,“ segir Jóhanna og hlær. Júrovisionförunum var tekið sem þjóðhetjum við heimkomuna og segir Jóhanna það hafa verið ómetanlegt að finna fyrir hlýjum móttökum þjóðarinnar á sínum tíma.Músíkölsk ást Sambýlismaður Jóhönnu er Davíð Sigurgeirsson, gítarleikari og tónlistarkennari og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan þau kynntust fyrir tæpum fimm árum síðan. „Ég hafði ekki hugmynd um það hver hann var þegar við hittumst fyrst en það var í fermingu hjá syni þeirra Gunna og Kollu, hönnuða sem hönnuðu kjólinn minn í júrovision ásamt Möggu stílista. Ég var vön að koma með minn eigin gítarleikara en í þetta skiptið gerðist þess ekki þörf þar sem að þau sögðu að það væri nú þegar kominn gítarleikari og óþarfi að bæta öðrum við. Ég sendi hönum lögin sem að ég ætlaði að syngja en svo hittumst við í veislunni í fyrsta skiptið. Frá þessum tímapunkti var ekki aftur snúið en það mætti segja að ég hafi fyrst orðið ástfangin af honum í tónlistarlegum skilningi, við höfðum bara einhvern vegin sama takt,“ segir Jóhanna. Þau skötuhjúin fluttust um tíma búferlum til Noregs nánar tiltekið til Kongsvinger en þar höfðu þau fengið boð frá bæjarstjórninni um að syngja og spila í skiptum fyrir húsnæði og uppihald. „Við ákváðum bara að slá til og prófa hvernig okkur myndi líka. Davíð líkaði dvölin töluvert betur en mér og allt gekk vel en ég saknaði heimahaganna og fjölskyldunnar og við ákváðum að snúa aftur heim.“ Davíð og Jóhanna skilja hvort annað í gegnum tónlistina og vinna vel saman á því sviði. „Davíð er ótrúlega fær tónlistarmaður og gaman fyrir okkur að fá tækifæri til að vinna saman. Við erum saman í hljómsveit sem að við köllum Diskólestina og höfum verið að spila meðal annars á böllum, árshátíðum og brúðkaupum og verðum með áramótaball á Spot þar sem að eintóm gleði verður við völd,“segir Jóhanna glöð í bragði. „Mér finnst ég bara ótrúlega heppin að fá að lifa á því sem að mér þykir skemmtilegast og langar að halda áfram á þessari braut í framtíðinni og að sjálfsögðu langar mig að stofna fjölskyldu en það er seinni tíma markmið,“ segir þessi unga og hæfileikaríka söngkona sem lætur ekkert stöðva sig í að uppfylla drauma sína og þrár. Eurovision Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Hin unga og hæfileikaríka söngkona Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur svo sannarlega stimplað sig inn í hug og hjörtu íslendinga frá því að hún gaf út sína fyrstu plötu aðeins níu ára gömul. Hún er fædd í Sönderborg í Danmörku, þann 16.október 1990. Foreldrar hennar voru í námi en þar úti en þau fluttu svo Hafnarfjörðinn með stuttri viðkomu í hlíðunum. Jóhanna segist hafa lært að syngja áður en að hún lærði að tala og að söngurinn hafi alltaf verið hennar helsti tjáningarmáti. „Mamma sagði mér eitt sinn sögu af því þegar ég hef verið um eins árs. Þá vorum við á leiðinni í skírn og hún ákvað að reyna að kenna mér skírnarsönginn. Henni tókst það og síðan þá hef ég alltaf verið með einskonar límheila þegar kemur að söngtextum. Ég er aftur á móti arfaslök í stærðfræði,“ segir Jóhanna og brosir. Okkar kona var aldrei feimin við að syngja eða koma fram enda var það henni náttúrulegt. „Ég var sífellt að koma fram, bæði um- og óumbeðin, í afmælisveislum, jólaboðum og fleiru. Ég man eftir því að ég reyndi mikið að fá að troða upp á böllum hjá Lionsklúbbnum, en afi minn var í honum. Ég hef líklega verið frekar óþolandi en lét ekkert stöðva mig og stóð upp á stól í tíma og ótíma og söng.“12 ára með þrjár metsöluplötur að baki Þegar Jóhanna var níu ára tók hún þátt í söngvakeppni á vegum Maríu Bjarkar, söngkennara, og lenti í sjötta sæti af hundrað börnum og það var þá sem að farsælt samstarf þeirra Maríu byrjaði. „María hefur greinilega séð eitthvað í mér því að hún vildi að við gerðum plötu strax. Platan hét Jóhanna Guðrún 9 og söng ég þar íslenskar útgáfur ellefu erlendra laga,“ segir hún. Platan vakti stormandi lukku og seldist í mörg þúsund eintökum og náði platínumsölu. Tveimur árum síðar kom út platan Ég sjálf, sem varð ekki síður vinsælli en sú fyrri og ári síðar kom út platan Jól með Jóhönnu. Á þessum tímapunkti var Jóhanna 12 ára gömul með þrjár metsöluplötur að baki og við tóku unglingsárin og frekari þróun á söngstíl og stefnu meðfram skólagöngu. „Ég fór að vinna með lagahöfundi og pródúsent í New York og úr því samstarfi varð til platan Butterflies and Elvis sem að var tekin upp í Los Angeles og kom út á Íslandi 2007,“ segir hún og bætir við að á þessu tímabili hafi það verið ómögulegt að stunda hefðbundna skólagöngu enda hafi hún svosem alltaf vitað að söngurinn lægi fyrir henni. „Ég hef alltaf verið ákveðin í því að tónlistin væri það sem að lægi fyrir mér og æfði mig stíft eða í tvo klukkutíma á hverjum degi, þess á milli sinnti ég Glódísi, hundinum mínum, sem var enskur Cocker Spaniel og mér afar kær. Hún dó fyrir einu og hálfu ári síðan, þá tæplega þrettán ára gömul.“ Það mætti segja að Jóhanna hafi fórnað unglingsárunum fyrir tónlistina þó að hún hafi uppskorið erfiðið. „Já, það mætti segja að ég hafi á vissan hátt fórnað unglingsárunum fyrir tónlistina og missti svolítið af skólavinkonunum þó að þær séu góðar vinkonur mínar í dag. Ég hef heldur aldrei drukkið og líður ekkert sérstaklega vel á skemmtistöðum. En þetta er eins og með allt annað, ég fékk í staðinn eitthvað sem að kannski ekki allir fá,“ segir hún og bætir við að stundum hafi verið erfitt að vera undir sífelldu álagi og gagnrýni sem ekki sé alltaf hollt fyrir unga einstaklinga. „Ég hugsa samt að ég hafi komið vel út úr þessu öllu saman enda var vel hugsað um mig og ég hvött áfram. Stundum var þó erfitt að taka því þegar eitthvað gekk ekki upp sem að ég var búin að gera mér væntingar um en maður lærir af erfiðleikum og mistökum.“Finnur sína heilun á leynistað Þegar Jóhanna var um átta ára aldurinn kom upp sá grunur um að hún gæti verið haldin liðagigt. Hún hafði alltaf verið hraust og sjaldan með flensu eða pestir en samt var hún oft með óútskýrðan sársauka sem ekkert virtist vinna á. „Ég grét mikið sem krakki og virtist ekkert vera hægt að gera fyrir mig. Ég var ekki greind með liðagigt fyrr en um 8 ára aldurinn en það er talið að gigtin hafi fylgt mér mun lengur, vanalega vex svona af börnum en ekki hjá mér. Í dag er ég blessunarlega á lyfjum við þessu og næ því að halda þessu að mestu niðri,“ segir Jóhanna og bætir við að streita og álag ýfi upp einkennin auk slæms mataræðis. „Ég reyni þó að hreyfa mig sem mest en get ekki lyft þungum lóðum. Röskir göngutúrar úti í náttúrunni með hundinn minn gera mest fyrir mig. Ég kem oft við á leynistað sem að ég á og þar finn ég mína heilun og safna kröftum.“ Ein af afleiðingum gigtarinnar hjá Jóhönnu er lithimnubólgu í auga og varð hún þess fyrst vör þegar hún var í söngnámið í Danmörku árið 2008. Um tíma missti hún sjónina vegna bólgu og óvíst þótti á þeim tíma hvort að hún kæmi aftur. Bólgan hjaðnaði þó blessunarlega með tímanum og Jóhanna hélt sjóninni. Hún hefur þó verið viðkvæm síðan þá.Júróvision endurkoma í sviðsljósið Það mætti kannski segja það að sigurför Jóhönnu í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009 hafi verið hennar endurkoma í sviðsljósið. Hún hafði nýlokið sýningu um Madonnu á Broadway þar sem hún lék poppdrottninguna sjálfa ásamt því að platan hennar Butterflies and Elvis hafði nýverið komið út. „Ég fékk tölvupóst frá Óskari Páli Sveinssyni, þar sem að hann bauð mér að syngja lag eftir sig í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins. Mér leist nú svosem ekkert á blikuna enda fannst mér júróvision alltaf eitthvað hálfglatað. Ég hafði þó ekkert betra að gera og ákvað að slá til en einungis með þeim fyrirvara að ég mætti setja mín áhrif á lagið, slaufurnar og háu kaflana,“ segir Jóhanna brosandi. Við tók heilmikill undirbúningur enda að mörgu að huga og stuttur tími til stefnu. Eins og alþjóð veit þá fór Jóhanna með sigur af hólmi í keppninni hér heima og lenti í öðru sæti í stóru keppninni sjálfri sem þá var haldin í Moskvu. „Ég man eftir því að standa á sviðinu á lokakvöldinu stollt og ánægð yfir því að hafa tekið þessa ákvörðun og vera hingað komin aðeins átján ára gömul. Þarna var ég með eina bestu sólóista Íslands, Heru Björk, Ernu Hrönn og Friðrik Ómar og var svo þakklát fyrir að hafa þau með mér. Þetta var stund sem að maður upplifir bara einu sinni á ævinni.“ Við sviðið stóðu fagnandi tæplega áttatíu þúsund manns og ætlaði allt yfir um að fara þegar tilkynnt var um að Ísland hefði lent í öðru sæti í keppninni. „Ég áttaði mig hreinlega ekki á því hvað hafði gerst fyrr en löngu síðar. Ég man eftir því að Friðrik Ómar hrissti mig og spurði hvort að ég væri að átta mig á þessu,“ segir Jóhanna og hlær. Júrovisionförunum var tekið sem þjóðhetjum við heimkomuna og segir Jóhanna það hafa verið ómetanlegt að finna fyrir hlýjum móttökum þjóðarinnar á sínum tíma.Músíkölsk ást Sambýlismaður Jóhönnu er Davíð Sigurgeirsson, gítarleikari og tónlistarkennari og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan þau kynntust fyrir tæpum fimm árum síðan. „Ég hafði ekki hugmynd um það hver hann var þegar við hittumst fyrst en það var í fermingu hjá syni þeirra Gunna og Kollu, hönnuða sem hönnuðu kjólinn minn í júrovision ásamt Möggu stílista. Ég var vön að koma með minn eigin gítarleikara en í þetta skiptið gerðist þess ekki þörf þar sem að þau sögðu að það væri nú þegar kominn gítarleikari og óþarfi að bæta öðrum við. Ég sendi hönum lögin sem að ég ætlaði að syngja en svo hittumst við í veislunni í fyrsta skiptið. Frá þessum tímapunkti var ekki aftur snúið en það mætti segja að ég hafi fyrst orðið ástfangin af honum í tónlistarlegum skilningi, við höfðum bara einhvern vegin sama takt,“ segir Jóhanna. Þau skötuhjúin fluttust um tíma búferlum til Noregs nánar tiltekið til Kongsvinger en þar höfðu þau fengið boð frá bæjarstjórninni um að syngja og spila í skiptum fyrir húsnæði og uppihald. „Við ákváðum bara að slá til og prófa hvernig okkur myndi líka. Davíð líkaði dvölin töluvert betur en mér og allt gekk vel en ég saknaði heimahaganna og fjölskyldunnar og við ákváðum að snúa aftur heim.“ Davíð og Jóhanna skilja hvort annað í gegnum tónlistina og vinna vel saman á því sviði. „Davíð er ótrúlega fær tónlistarmaður og gaman fyrir okkur að fá tækifæri til að vinna saman. Við erum saman í hljómsveit sem að við köllum Diskólestina og höfum verið að spila meðal annars á böllum, árshátíðum og brúðkaupum og verðum með áramótaball á Spot þar sem að eintóm gleði verður við völd,“segir Jóhanna glöð í bragði. „Mér finnst ég bara ótrúlega heppin að fá að lifa á því sem að mér þykir skemmtilegast og langar að halda áfram á þessari braut í framtíðinni og að sjálfsögðu langar mig að stofna fjölskyldu en það er seinni tíma markmið,“ segir þessi unga og hæfileikaríka söngkona sem lætur ekkert stöðva sig í að uppfylla drauma sína og þrár.
Eurovision Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira