Samdráttur, en ekki hagvöxtur Sigurjón M. Egilsson skrifar 10. desember 2014 07:00 Almennt er gert ráð fyrir að Seðlabankinn tilkynni vaxtalækkun á fundi í dag. Áhyggjur eru vegna þess hversu hagvöxturinn, fyrstu níu mánuði ársins, er langt, langt frá því sem nokkurn óraði fyrir. Hagvöxturinn var aðeins hálft prósent meðan gert hafði verið ráð fyrir að hann yrði fimm til sex sinnum meiri en raun varð á. Á síðasta ársfjórðungi var samdráttur, ekki hagvöxtur. Einkaneyslan skiptir miklu máli í hagvexti, en hún hefur verið fjarri því sem talið var að hún yrði. Meðal annars var gengið út frá því sem vísu, að skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar myndu hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið, myndu auka einkaneysluna. Það hefur ekki gengið eftir. Alls jókst einkaneyslan um 2,8 prósent fyrstu níu mánuði ársins. Eitthvað veldur því að þegar skuldaleiðréttingar eru kynntar, dregst einkaneyslan saman. Þveröfugt við það sem gert var ráð fyrir. Gert er ráð fyrir að einkaneyslan taki við sér á síðasta hluta ársins. Skárra væri það nú, fólk ver eðlilega miklum peningum til jólahalds og jólagjafa. Þrátt fyrir allt tal um betri tíð, lægstu verðbólgu í mannaminnum, minnkandi atvinnuleysi, stöðugra gengi krónunnar en lengi vel, og að sífellt fleiri ferðamenn sæki okkur heim og ýmislegt annað sem sýnir okkur að margt færist til betri vegar, heldur fólk samt að sér höndunum. Það er ekki bara fólkið í landinu sem fer varlegar en gert var ráð fyrir. Að venju uppfærði Hagstofan tölur um fjárfestingar fyrir fyrsta og annan ársfjórðung. Mesta breytingin varð í fjármunamyndun, en Hagstofan áætlar nú að á öðrum ársfjórðungi verði hún um sjö prósentum lægri en þegar fyrstu tölur voru birtar í september. Mest um vert er að hafa í huga að aðeins á öðrum ársfjórðungi þessa árs var hagvöxtur, þá var hann rúm tvö prósent en samdráttur varð bæði á fyrsta og þriðja ársfjórðungi ársins. Eftir samfelldan hagvöxt í nokkuð drjúgan tíma horfum við nú til þess að hér er samdráttur, sem meðal annars mælist í lágri verðbólgu og jafnvel verðhjöðnun. Þetta eru eflaust hættumerki og drjúg breyting frá því sem verið hefur, sennilegast frá árinu 2010. Þetta og annað til bendir til að stýrivextir verði lækkaðir í dag. Það verður þá í annað sinnið í röð sem það verður gert. Og það eru blikur á lofti. Okkar litla hagkerfi er jú svo viðkvæmt. Hugsanlegir byggjendur iðjuversins á Bakka við Húsavík hafa frestað ákvörðun um uppbygginguna. Fari svo að þeir hætti við mun það hafa mikil áhrif. Slík dæmi þekkjum við af fréttum margra liðinna ára. Hálfbyggt álver í Helguvík er ágætt dæmi um það. Skaði samfélagsins þar er orðinn mikill og vonandi þurfa Húsvíkingar ekki að upplifa neitt ámóta. Íslenskt hagkerfi er ógnarsmátt og óvarið fyrir svo mörgu. Og víst er að það þolir ekki samdrátt og því er brýnt að snúið verði frá þeirri þróun sem nú er og að takist að snúa henni við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Almennt er gert ráð fyrir að Seðlabankinn tilkynni vaxtalækkun á fundi í dag. Áhyggjur eru vegna þess hversu hagvöxturinn, fyrstu níu mánuði ársins, er langt, langt frá því sem nokkurn óraði fyrir. Hagvöxturinn var aðeins hálft prósent meðan gert hafði verið ráð fyrir að hann yrði fimm til sex sinnum meiri en raun varð á. Á síðasta ársfjórðungi var samdráttur, ekki hagvöxtur. Einkaneyslan skiptir miklu máli í hagvexti, en hún hefur verið fjarri því sem talið var að hún yrði. Meðal annars var gengið út frá því sem vísu, að skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar myndu hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið, myndu auka einkaneysluna. Það hefur ekki gengið eftir. Alls jókst einkaneyslan um 2,8 prósent fyrstu níu mánuði ársins. Eitthvað veldur því að þegar skuldaleiðréttingar eru kynntar, dregst einkaneyslan saman. Þveröfugt við það sem gert var ráð fyrir. Gert er ráð fyrir að einkaneyslan taki við sér á síðasta hluta ársins. Skárra væri það nú, fólk ver eðlilega miklum peningum til jólahalds og jólagjafa. Þrátt fyrir allt tal um betri tíð, lægstu verðbólgu í mannaminnum, minnkandi atvinnuleysi, stöðugra gengi krónunnar en lengi vel, og að sífellt fleiri ferðamenn sæki okkur heim og ýmislegt annað sem sýnir okkur að margt færist til betri vegar, heldur fólk samt að sér höndunum. Það er ekki bara fólkið í landinu sem fer varlegar en gert var ráð fyrir. Að venju uppfærði Hagstofan tölur um fjárfestingar fyrir fyrsta og annan ársfjórðung. Mesta breytingin varð í fjármunamyndun, en Hagstofan áætlar nú að á öðrum ársfjórðungi verði hún um sjö prósentum lægri en þegar fyrstu tölur voru birtar í september. Mest um vert er að hafa í huga að aðeins á öðrum ársfjórðungi þessa árs var hagvöxtur, þá var hann rúm tvö prósent en samdráttur varð bæði á fyrsta og þriðja ársfjórðungi ársins. Eftir samfelldan hagvöxt í nokkuð drjúgan tíma horfum við nú til þess að hér er samdráttur, sem meðal annars mælist í lágri verðbólgu og jafnvel verðhjöðnun. Þetta eru eflaust hættumerki og drjúg breyting frá því sem verið hefur, sennilegast frá árinu 2010. Þetta og annað til bendir til að stýrivextir verði lækkaðir í dag. Það verður þá í annað sinnið í röð sem það verður gert. Og það eru blikur á lofti. Okkar litla hagkerfi er jú svo viðkvæmt. Hugsanlegir byggjendur iðjuversins á Bakka við Húsavík hafa frestað ákvörðun um uppbygginguna. Fari svo að þeir hætti við mun það hafa mikil áhrif. Slík dæmi þekkjum við af fréttum margra liðinna ára. Hálfbyggt álver í Helguvík er ágætt dæmi um það. Skaði samfélagsins þar er orðinn mikill og vonandi þurfa Húsvíkingar ekki að upplifa neitt ámóta. Íslenskt hagkerfi er ógnarsmátt og óvarið fyrir svo mörgu. Og víst er að það þolir ekki samdrátt og því er brýnt að snúið verði frá þeirri þróun sem nú er og að takist að snúa henni við.