Alþingi ekki í jólafrí fyrr en samningar nást við lækna Jón Þór Ólafsson skrifar 9. desember 2014 07:00 Það er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í fyrsta eða annað sæti málaflokka á fjárlögum. Næst á eftir eru menntamál með 44%. Þingmenn ræða þessa dagana forgangsröðun skattfjár í fjárlögum fyrir næsta ár. Stjórnmálaályktun 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir síðustu kosningarnar er sammála þessari forgangsröðun og segir að það skuli „leggja skattfé fyrst í þau verkefni sem eru brýn og áríðandi“ og nefnir þar fyrst: „Örugg heilbrigðisþjónusta.“ Í stefnuskrá XD í síðustu kosningum var kafli um heilbrigðismál sem sagði það vera leiðarljós „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“. Kosningaloforð XB fyrir kosningar í heilbrigðismálum voru að leggja ríka áherslu á „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar.“ Stjórnarsáttmáli flokkanna segir svo: „Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd.“ Læknar eru langþreyttir og hafa í fyrsta skipti í sögu landsins farið í verkfall. Við landsmenn stöndum frammi fyrir miklu brotthvarfi þeirra og minna öryggi í heilbrigðismálum. Lítil von er meðal lækna um að það takist að semja. Margir gjörgæslulæknar ætla að segja upp um áramót ef ekki tekst að semja. Eftir gefin kosningaloforð, alvöru ástandsins og skýran vilja kjósenda allra flokka þá eiga þingmenn ekki að fara í jólafrí fyrr en samningar nást við lækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í fyrsta eða annað sæti málaflokka á fjárlögum. Næst á eftir eru menntamál með 44%. Þingmenn ræða þessa dagana forgangsröðun skattfjár í fjárlögum fyrir næsta ár. Stjórnmálaályktun 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir síðustu kosningarnar er sammála þessari forgangsröðun og segir að það skuli „leggja skattfé fyrst í þau verkefni sem eru brýn og áríðandi“ og nefnir þar fyrst: „Örugg heilbrigðisþjónusta.“ Í stefnuskrá XD í síðustu kosningum var kafli um heilbrigðismál sem sagði það vera leiðarljós „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“. Kosningaloforð XB fyrir kosningar í heilbrigðismálum voru að leggja ríka áherslu á „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar.“ Stjórnarsáttmáli flokkanna segir svo: „Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd.“ Læknar eru langþreyttir og hafa í fyrsta skipti í sögu landsins farið í verkfall. Við landsmenn stöndum frammi fyrir miklu brotthvarfi þeirra og minna öryggi í heilbrigðismálum. Lítil von er meðal lækna um að það takist að semja. Margir gjörgæslulæknar ætla að segja upp um áramót ef ekki tekst að semja. Eftir gefin kosningaloforð, alvöru ástandsins og skýran vilja kjósenda allra flokka þá eiga þingmenn ekki að fara í jólafrí fyrr en samningar nást við lækna.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun