Hver fær hvað? Sigurjón M. Egilsson skrifar 9. desember 2014 10:15 Hvar er góðærið? Hver á að fá hvað? Hvernig verður kökunni skipt? Fá allir jafna sneið, eða endurtekur sagan sig og þau betur settu skammta sér magafylli og gæta vel að um leið að þau verr settu fái ekki meira en dugar til lágmarksnæringar? Trúlegast endar þetta á sama veg og svo oft áður. Þeim verr settu verður trúlega gert að gæta þess að meðaltalið haldi. Þá munu þau betur settu ekki ganga á undan með góðu fordæmi. Reynslan segir að viðsemjendur venjulegs launafólks, það eru launagreiðendur, sitja ekki við hið hefðbundna samningaborð þegar þeir semja um eigin laun. Í samningaviðræðum hjá ríkissáttasemjara er ekki samið um sex hundruð þúsund króna launahækkun á mánuði. Þar er samið um tveggja til þriggja prósenta hækkun, sem svo er fagnað með nýbökuðum vöfflum með rjóma. Þegar vel setta fólkið semur um sín laun er samningum varla fagnað með vöfflum. Meira þarf til. Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar, vegna launa fyrir árið 2013, hækkuðu laun sumra millistjórnenda í einkafyrirtækjum um allt að fjörutíu prósent milli ára og stjórnenda um þrettán prósent. Á sama tíma hækkaði launavísitalan um 5,7 prósent. Að meðaltali eru millistjórnendur einkafyrirtækja með um 2,2 milljónir í mánaðarlaun og tvö hundruð launahæstu forstjórarnir með 2,6 milljónir á mánuði. Laun forstjóra hækkuðu að jafnaði um 300 þúsund krónur á mánuði og sumra millistjórnenda um 600.000. Fjármagnstekjur eru ekki inni í þessum launatölum. Það er að mestu þetta fólk, með þessi laun, sem nú mun gera allt hvað það getur til að tryggja að hið almenna launafólk fái sem minnsta hækkun. Allt í nafni stöðugleika. Í raun er einfalt að vísa öðrum veginn, en fara hann ekki sjálfur. Enda er það gert. Á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins segir og það réttilega: „Verðbólgan hefur farið hjaðnandi frá gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu og er nú innan við 1%. Verðbólga ársins 2014 verður sú minnsta í 60 ár á Íslandi og verðtryggðar skuldir heimilanna hækka minna á þessu ári en á nokkru ári frá því verðtryggingin var tekin upp fyrir 35 árum.“ Um þetta er ekki og verður ekki deilt. Væntanlega verður tekist á um að þau sem eru í aðstöðu til að semja í glæstum sölum eða í bakherbergjum taki þátt í að verja stöðugleikann en ætli ekki enn og aftur að ætlast til alls af öðrum. Það eru átök fram undan á vinnumarkaði. Ekki vegna þess að launafólk sé heimtufrekt. Miklu frekar vegna þess að sum okkar hafa skammtað sér allt of stóra sneið af kökunni og með framgöngu sinni séð til þess að allar meðaltalsmælingar eru nánast einskis virði. Hvar er góðærið? er spurt. Ekki hjá láglaunafólki, ekki hjá öryrkjum, sem nú horfa fram á að fá ekki allt það sem búið var að lofa þeim, ekki hjá öðrum bótaþegum og ekki hjá atvinnulausum. Er það í öðrum löndum en ekki hér, nema hjá hinum útvöldu? Og svo, hver fær hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hvar er góðærið? Hver á að fá hvað? Hvernig verður kökunni skipt? Fá allir jafna sneið, eða endurtekur sagan sig og þau betur settu skammta sér magafylli og gæta vel að um leið að þau verr settu fái ekki meira en dugar til lágmarksnæringar? Trúlegast endar þetta á sama veg og svo oft áður. Þeim verr settu verður trúlega gert að gæta þess að meðaltalið haldi. Þá munu þau betur settu ekki ganga á undan með góðu fordæmi. Reynslan segir að viðsemjendur venjulegs launafólks, það eru launagreiðendur, sitja ekki við hið hefðbundna samningaborð þegar þeir semja um eigin laun. Í samningaviðræðum hjá ríkissáttasemjara er ekki samið um sex hundruð þúsund króna launahækkun á mánuði. Þar er samið um tveggja til þriggja prósenta hækkun, sem svo er fagnað með nýbökuðum vöfflum með rjóma. Þegar vel setta fólkið semur um sín laun er samningum varla fagnað með vöfflum. Meira þarf til. Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar, vegna launa fyrir árið 2013, hækkuðu laun sumra millistjórnenda í einkafyrirtækjum um allt að fjörutíu prósent milli ára og stjórnenda um þrettán prósent. Á sama tíma hækkaði launavísitalan um 5,7 prósent. Að meðaltali eru millistjórnendur einkafyrirtækja með um 2,2 milljónir í mánaðarlaun og tvö hundruð launahæstu forstjórarnir með 2,6 milljónir á mánuði. Laun forstjóra hækkuðu að jafnaði um 300 þúsund krónur á mánuði og sumra millistjórnenda um 600.000. Fjármagnstekjur eru ekki inni í þessum launatölum. Það er að mestu þetta fólk, með þessi laun, sem nú mun gera allt hvað það getur til að tryggja að hið almenna launafólk fái sem minnsta hækkun. Allt í nafni stöðugleika. Í raun er einfalt að vísa öðrum veginn, en fara hann ekki sjálfur. Enda er það gert. Á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins segir og það réttilega: „Verðbólgan hefur farið hjaðnandi frá gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu og er nú innan við 1%. Verðbólga ársins 2014 verður sú minnsta í 60 ár á Íslandi og verðtryggðar skuldir heimilanna hækka minna á þessu ári en á nokkru ári frá því verðtryggingin var tekin upp fyrir 35 árum.“ Um þetta er ekki og verður ekki deilt. Væntanlega verður tekist á um að þau sem eru í aðstöðu til að semja í glæstum sölum eða í bakherbergjum taki þátt í að verja stöðugleikann en ætli ekki enn og aftur að ætlast til alls af öðrum. Það eru átök fram undan á vinnumarkaði. Ekki vegna þess að launafólk sé heimtufrekt. Miklu frekar vegna þess að sum okkar hafa skammtað sér allt of stóra sneið af kökunni og með framgöngu sinni séð til þess að allar meðaltalsmælingar eru nánast einskis virði. Hvar er góðærið? er spurt. Ekki hjá láglaunafólki, ekki hjá öryrkjum, sem nú horfa fram á að fá ekki allt það sem búið var að lofa þeim, ekki hjá öðrum bótaþegum og ekki hjá atvinnulausum. Er það í öðrum löndum en ekki hér, nema hjá hinum útvöldu? Og svo, hver fær hvað?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun